Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 64
44 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Þrír markahæstu leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna fengu í fyrradag loksins afhenta hina eftirsóttu gull-, silfur- og bronsskó fyrir afrek sín síðasta sumar. Magnús Páll Gunnars- son, leikmaður Breiðabliks, fékk bronsskó Adidas fyrir að vera þriðji markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar að þessu sinni, en mikið hefur verið rætt og skrifað um mark sem KSÍ skráði á hann í 16. umferð deildarinnar í leik gegn FH. Allir prentmiðlar skráðu markið sem sjálfsmark Auðuns Helgasonar, varnarmanns FH, en Magnús sjálfur kveðst viss í sinni sök að svo hafi ekki verið. „Í allri þessari umræðu hef ég alltaf vitað að ég átti síðastu snertingu við boltann og því miður sannaði myndbandið hvorki né afsannaði hvað átti sér stað. Ég stend því eftir einn til frásagnar um markið og auðvitað er alltaf leiðinlegt þegar orð manns eru dregin í efa og ég er náttúrulega ekki sáttur við að vera nánast kallaður ósannindamaður af sumum aðilum,“ sagði Magnús Páll sem ætlar þó ekki að fara út í nánari greiningu á reglum í sambandi við hvernig mörk séu skráð. „Ég ætla hins vegar ekki að taka afstöðu til þess hversu mikla eða litla snertingu þurfi til þess að breyta sjálfsmarki yfir í sóknarmark eða öfugt. Það er annarra að búa til reglur og við- miðanir um slíkt og ef þessar reglur væru til gæti ég ekkert sagt ef markið yrði tekið af mér á þeim grundvelli. Þegar allt kemur til alls eru reglurnar í þessu tilviki ekki nógu skýrar og mér finnst að umræðan ætti frekar að snúast um það. En ekki um það hvort ég sé að segja satt eða ekki,“ sagði Magnús Páll sem átti fínt sumar með Breiðabliki. „Ég er mjög ánægður með sumarið og kom sjálfum mér þægilega á óvart með því sem ég náði að gera, Sér í lagi í ljósi þess að ég er upprunalega miðju- maður og var að spila í stöðu framherja í fyrsta skipti,“ sagði Magnús Páll sem er enn óviss með hvar hann leikur næsta sumar. „Það eru nokkrir möguleikar sem ég er að skoða og það ætti að ráðast bara á næstu dögum.“ MAGNÚS PÁLL GUNNARSSON, LEIKMAÐUR BREIÐABLIKS: FÉKK BRONSSKÓINN LOKSINS AFHENTAN Í FYRRADAG Umræðan á að snúast um að reglur verði skýrari FÓTBOLTI Eins og kunnugt er var Brasilíumaðurinn Kaká kjörinn besti knattspyrnumaður heims af FIFA en það eru fyrirliðar og þjálfarar sambandslandanna sem kjósa. Eyjólfur Sverrisson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari, og Eiður Smári Guðjohnsen kusu fyrir hönd Íslands. Eiður Smári kaus félaga sinn hjá Barcelona, Lionel Messi, bestan. Hann setti Cristiano Ronaldo í annað sætið og Kaká í það þriðja. Eyjólfur kaus aftur á móti Kaká bestan, Ronaldo var einnig annar hjá honum og Messi síðan í þriðja sæti. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, og Ásthildur Helgadóttir landsliðs- fyrirliði voru bæði með Mörtu í fyrsta sæti. Sigurður setti síðan Cristiane í annað sætið og Kelly Smith í það þriðja. Ásthildur var aftur á móti með Kelly Smith í öðru sæti og Birgit Prinz í því þriðja. - hbg Kjör FIFA á leikmanni ársins: Eiður Smári kaus Messi EIÐUR OG MESSI Eiður er á því að félagi sinn sé besti leikmaður heims. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Í gær var dregið í undanúrslit í Eimskipsbikar karla og kvenna. Í stórleik undanúrslita Eimskipsbikars karla tekur Fram á móti Akureyri í Safamýri. Valur sækir Víking heim í hinum leiknum. Stóri leikurinn hjá konunum er viðureign Gróttu og Stjörnunnar á Seltjarnarnesi. Valur tekur svo á móti Fylki. Allir leikirnir fara fram 12. og 13. febrúar næstkomandi. - hbg Dregið í bikarnum: Akureyri sækir Fram heim > Jóhannes Karl í fjögurra leikja bann Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Burnley í ensku 1. deildinni og íslenska landsliðsins, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd enska knattspyrnu- sambandsins vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Burnley og Preston um síðustu helgi. Jóhannes Karl fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu á Neil Mellor, leikmanni Preston, sem hefði undir eðli- legum kringumstæðum þýtt þriggja leikja bann. Burnley áfrýjaði hins vegar rauða spjaldinu, en aganefndinni líkaði sú ákvörðun illa og svaraði með því að þyngja refsinguna í fjögurra leikja bann. HANDBOLTI Íslendingaliðið Gummersbach er úr leik í þýska bikarinum eftir 33-30 tap fyrir Hamburg í 8 liða úrslitum í gær. Róbert Gunnarsson skoraði 7 mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson var með tvö mörk en þarna fór síðasta von Alfreðs Gíslasonar og lærisveina hans að ná í titil á tímabilinu. - óój Þýska liðið Gummersbach: Úr leik í bikar LÉK MEÐ Guðjón Valur Sigurðsson skor- aði 2 mörk úr 4 skotum í gær. FÓTBOLTI Lundúnaliðin Tottenham og Arsenal komust í undanúrslit enska deildarbikarsins í gær en Arsenal þurfti framlengingu til. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gerði fjórtán breytingar á sextán manna leikmannahópi liðsins frá Chelsea-leiknum um síðustu helgi og gaf yngri leikmönnum liðsins tækifæri eins og hans er von og vísa í deildarbikarnum. Blackburn átti samt í miklum erfiðleikum með Arsenal sem komst í 0-2 með mörkum Vassirikis Diaby, með við- stöðulausu skoti eftir sendingu Nicklas Bendtner, og Edu- ardos Da Silva sem nýtti sér varnar- mistök Cristophers Samba. Það var svo ekki fyrr en í lok fyrri hálfleiks sem Blackburn svaraði þegar Roque Santa Cruz afgreiddi boltann af harð- fylgi í netið eftir sendingu frá Matt Derbyshire, sem virtist rangstæður í undirbúningn- um en ekkert var dæmt og þar við sat í hálfleik. Í seinni hálfleik náði Santa Cruz svo að jafna leikinn með skallamarki á 60. mínútu eftir auka- spyrnu Davids Bentley og hvorugt lið náð að bæta við marki og því varð að framlengja. Í framlengingunni var það síðan króatíski Brasilíumaðurinn Eduar- do da Silva sem tryggði Arsenal 3- 2 sigur en unglingarnir hans Weng- er voru aðeins tíu inn á vellinum í framlenging- unni eftir að Denilson fékk rautt spjald í lok venjulegs leiktíma. Unglingalið Arsenal er því enn á ný að slá í gegn. Tottenham fór áfram Tottenham var ekki lengi að skora fyrsta markið gegn Manchester City og þar var Jerm- aine Defoe að verki eftir að sam- spil Jermaines Jenas og Aarons Lennon gjörsamlega splund- raði City-vörninni. Steve Bennett, dómari leiksins, hikaði svo ekki við að gefa Didier Zok- ora, leikmanni Tottenham, beint rautt fyrir meinta tveggja fóta tæklingu, en dómur- inn virkaði mjög harður. Leikmenn City náðu hins vegar illa að nýta sér liðs- muninn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik jókst pressa City til muna en Paul Robinson, markvörðu Totten- ham, stóð vaktina með mikilli prýði. Tottenham fór betur að ráði sínu fyrir framan markið og náði að bæta við marki þegar Steed Malbranque slapp einn í gegn og lagði boltann snyrtilega í markið. Lokatölur urðu 0-2 og fyrsta tap City liðsins á tímabilinu á Borgar- leikvanginum í Manchester því staðreynd og Tottenham komið í fjögurra liða úrslit. - óþ / - óój Unglingalið Arsenal áfram Arsenal og Tottenham komust bæði áfram í enska deildarbikarnum í gærkvöld. Tottenham vann Manchester City þrátt fyrir að vera manni undir í 70 mínútur. SPENNANDI Vassiriki Diaby hjá Arsenal í baráttu við Steven Reid. NORDIC PHOTOS/AFP Valskonur unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express-deild kvenna í gær: Barátta Tinnu var engu lík KÖRFUBOLTI Valskonur Fjölni með 19 stiga mun, 89-70, í Iceland Express-deild kvenna í gær en þetta var fyrsti deildarsigur liðs- ins í Vodafone-höllinni. Tinna Björk Sigmundsdóttir átti stórleik í liði Vals sem lék án Signýjar Hermannsdóttur og Lovísu Guðmundsdóttur. Tinna barðist fyrir hverjum bolta út um allan völl og endaði með 16 stig, 12 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Molly Peterman (34 stig, 12 fráköst) og Þórunn Bjarnadóttir (18 stig, 11 fráköst, 5 stoðs.) léku líka mjög vel. Slavica Dimovska og Birna Eiríksdóttir voru báðar með 23 stig fyrir Fjölni . -óój
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.