Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.12.2007, Blaðsíða 54
34 19. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR Jólatónleikar Kammer- kórs Seljakirkju fara fram í kvöld í Krists- kirkju í Landakoti kl. 20 og í Seljakirkju annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni er eingöngu tónlist eftir tónskáldið mikla Johann Sebastian Bach og verður blandað saman kórtónlist og tónlist fyrir orgel og selló. Með kórnum koma fram sópransöngkonan Hallveig Rúnarsdóttir, trompetleikarinn Einar St. Jónsson og sellóleik- arinn Örnólfur Kristjánsson. Stjórnandi kórsins er Jón Bjarnason, en hann sér jafnframt um orgelleik. - vþ Jólin með J.S. Bach Kammersveitin Cammerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika nú rétt fyrir jólin. Tónleikarnir fara fram í kvöld í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju kl. 21, í Kópavogskirkju á fimmtudaginn kl. 21 og í Dómkirkjunni í Reykjavík á föstudaginn kl. 21. Sveitin er skipuð þeim Ármanni Helgasyni klarinettu- leikara, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara, Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleikara, Guðrúnu Þórarinsdóttur víóluleikara og Sigurgeiri Agnarssyni sellóleikara. Ármann segir tónleikana vera orðna ómissandi hluta af jólaundirbúningnum hjá fjöldamörgum, ekki síst sjálfum meðlimum hópsins. „Þetta er fimmtánda árið í röð sem við höldum þessa tónleika. Þeir hafa verið nokkurn veginn í föstum skorðum alveg frá upphafi; við höfum alltaf haldið þrenna tónleika í þessum þremur kirkjum og leikið tónlist eftir Mozart og samtímamenn hans. Þessir tónleikar eru því orðnir órjúfanlegur hluti jólanna í okkar huga.“ Sveitin er ekki ein um þessa skoðun þar sem margir gestanna hafa vanið komur sínar á tónleikana frá upphafi, enda er gott að koma úr æstri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Á efnisskrá tónleikanna eru tveir kvartettar eftir W.A. Mozart ásamt kvartett eftir Carl Stamitz sem var samtímamaður Mozarts. „Annar kvartettinn eftir Mozart er klarinettukvartett sem er umritun á sónötu sem hann samdi fyrir fiðlu og píanó. Svo leikum við kvartett fyrir flautu og strengi sem hollenski læknir- inn og áhugaflautuleikarinn DeJean pantaði af Mozart á sínum tíma, en kvartettinn hefur notið mikilla vinsælda æ síðan. Stamnitz og aðrir samtímamenn Mozarts eiga það til að falla dálítið í skuggann af ótrúlegri snilli hans. Það var engu að síður mikið samið af fallegri tónlist á þessum tíma og því um að gera að leika stundum verk eftir aðra en Mozart. Kvartettinn sem við leikum eftir Stamnitz er til að mynda ákaflega léttur og fallegur,“ segir Ármann. Að venju verða tónleikarnir eingöngu upplýstir með kertaljósum. „Lýsingin skapar afskaplega hátíðlega stemningu á tónleikunum og undirstrikar þessa fallegu tónlist sem við flytjum. Það er þó ekki hlaupið að því að lýsa upp heila kirkju með kertum. Við notumst til að mynda við sérsmíðaða kertastjaka og erum með mann í að stilla kertunum upp fyrir okkur. Fyrsta árið sáum við sjálf um lýsinguna og það var aðeins meiri vinna en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ármann og hlær. Hefð hefur skapast fyrir því að tónleikunum ljúki með því að Cammerarctica leiki jólasálminn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum og verður þar engin breyting á í ár. Með sálminum mætti segja að Cammerarctica leiki jólin inn. Tónleikarnir eru klukkustundar langir og hefjast klukkan 21. Miðasala fer fram við innganginn og er miðaverð 2.000 kr. Nemar og eldri borgarar fá miðann á 1.000 kr. og börn fá frítt inn. vigdis@frettabladid.is Mozart við kertaljós Upplestrardagskrá verður haldin í dag og á morgun á hinu nýopnaða Háskólatorgi. Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum og er aðgang- ur opinn öllum. Háskólatorgið er staðsett á milli Aðalbyggingar Háskóla Íslands og Íþróttahússins við Sæmundargötu. Byggingin er hin glæsilegasta og er opin hverjum þeim sem hefur hug á að sækja hana heim. Þar má enda finna ýmislegt sem vekur áhuga annarra en bara háskólanema, til að mynda kaffi- húsið og veitingastaðinn Hámu og Bóksölu stúdenta. Byggingin hýsir að auki helstu þjónustueiningar háskólasamfélagsins. Á upplestrardagskránni í dag koma fram þau Ingólfur Gíslason, Sigurbjörg Þrastardóttir, Bragi Ólafsson og Óskar Árni Óskars- son. Ekki er upplestrardagskrá morgundagsins lakari, en þá koma fram þeir Gísli Hvanndal, Aron Pálmi, Sigurður Pálsson og Arnar Eggert Thoroddsen. Báða dagana hefst upplesturinn kl. 16. Upplestrarnir eru því tilvalið tækifæri fyrir þá sem enn eiga í vandræðum með jólagjafakaupin að kynna sér nokkrar áhugaverð- ar íslenskar bækur og berja í leið- inni hið splunkunýja og áhuga- verða Háskólatorg augum. - vþ Höfundar, kaffihús og bóksala VIÐ ÆFINGAR Kammerkór Seljakirkju æfir fyrir jólatón- leika sína. SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR RITHÖF- UNDUR Hún les upp á Háskólatorgi í dag kl. 16. KAMMERSVEITIN CAMMERARCTICA Heldur kertaljósatón- leika fimmtánda árið í röð. HERTOCBARÁTTATILSÍÐASTARÐSORÐASKAKÍBAKGRUNNAFÞRE SKEMMTILEGTÞOSKANDIORÐSNILLDEINBEITINGTAKMARKALA YFIRLITORÐASKAKIERLEYFTAÐRÆNAORÐIFRÁÖÐRUMLEIKMAN NA6RÐUMOGVINNURSÁSPILIÐSEMNÆRÞVÍAKI.ENGINNERÖRUG PERSTAÐIÐORÐANDSTÆÐINGSMÁGERAAÐSÍNUMEÐÞVÍAÐBÆT GUMRAÐAÞEIM.ÞEGARORÐUMFJÖLGARAUKASTMÖGULEIKARN DAERFLJÓTAÐBREYTASTHEILSPILAUMFERÐÍORÐASKAKIGETU MAÞEGARSPILAÐERMEÐKLUKKUKEPPNINSTENDURTILSÍÐASTAO ALDSPILABRETTI126GLÆRARSTAFATÖFLUR(125BÓKSTAFIROG1 KINNURFLAUELSPOKIKLUKKA(BATTERÍFYLGJA)OGÞESSARSPILA SEMFYRSTURMYNDARSEXRÐFJÖLDIKEPPENDAKJÖRIÐFYRIRKEP ÐEINNIGGETAKEPPENDURVERIÐ23EÐA5ALDURÞÁTTAKENDAHE RIENMARGIRKNÁIRYNGRIÞÁTTAKENDURHAFASTAÐIÐSIGMEÐSÓ SETJIÐSPILABRETTIÐÁORÐIÐMILLIÞÁTTAKENDAÍLEIKNUMLEGG GSTAFAPOKANNTILHLIÐAREINNÞÁTTAKANDIDREGUR5STAFIÚR ÁÁBORÐIÐMEÐBÓKSTAFSHLIÐUPPLEIKMAÐUR12OSFRVÁMYN Möndlugjöfin í ár? www.ordaskak.is Frábær orðaleikur fyrir unga sem aldna Magimix kaffivél nú með flóunarkönnu Verð kr.: 32.900 Kaffihúsið heim í eldhús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.