Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 1

Fréttablaðið - 19.12.2007, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÓLK Randver Þorláksson leikari verður í aðalhlut- verki í nýrri auglýsingaher- ferð Kaupþings sem hrundið verður af stað í sjónvarpi á gamlárskvöld. Honum til aðstoðar verður breski leikarinn John Cleese sem lék í sams konar auglýsingu hjá Kaupþingi í fyrra. Randver vildi ekki tjá sig um málið í gær. „Ég er bundinn trúnaðarskyldu og get ekkert tjáð mig,“ sagði Randver. Mikil leynd hefur hvílt yfir gerð Kaupþingsauglýs- inganna en þær voru teknar upp í Los Angeles fyrir skömmu af bandarísku tökuliði. Höfundur auglýsinganna er Jón Gnarr en hann var við- staddur tökurnar sem og aðrir starfsmenn auglýs- ingastofunnar Ennemm, sem framleiðir auglýsing- arnar. Líklegt þykir að auglýs- ingin verði frumsýnd á gamlárskvöld, en sá háttur var hafður á í fyrra þegar Cleese birtist landsmönn- um óvænt ásamt Þorsteini Guðmundssyni. Mikið hefur gengið á hjá Randveri í haust en hann var meðal annars rekinn úr Spaugstofunni eftir áratugalangt starf. Brottvikningin var mjög umdeild og lýstu margir yfir óánægju sinni með hana. - hdm / sjá síðu 50 Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 19. desember 2007 — 345. tölublað — 7. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ JÓLIN KOMA O.FL. HEIL HEIM Þeir sem þurfa að ferðast landshorna á milli til þess að komast heim til sín um jólin en eiga ekki góðan bíl geta kynnt sér möguleikann á því að taka bílaleigubíl á einum stað og skila honum á öðrum. BÍLAR 4 KVEIKT Á ÖLLUNýtt met í raforkunotkun var sett á höfuðborgarsvæðinu 10. desember síðastliðinn en ástæðan er umfangs-mikil jólalýsing ásamt hefðbundinni notkun í atvinnulífinu. JÓL 2 Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugar- nesskóla á jólaminningar úr æsku sem gæddar eru fögnuði og spennu. En fyrst er hún innt eftir upprunanum að íslenskum sveitasið. „Ég er svolítil flökkukind. Átti heima í Ólafsvík þar til ég var sjö ára, þá flutti ég vestur í Dali, síðan á Akranes og svo til Reykjavíkur. Ég held að eftir- minnilegustu jólin séu úr Ólafsvíkinni,“ segir Sigríð- ur brosandi og útskýrir það nánar. „Þá var venjan sú að börnin sæju ekki jólatréð og pakkana fyrr en á aðfangadagskvöld. Stofan var heilagt svæði Mamm skreytti tréð og lagði á borð þsofnað kæmu í heimsókn þannig að ég á fallega mynd í huga mér af okkur frændsystkinum prúðbúnum og drekk- andi appelsín. Svo kom alltaf jólasveinn og ég man hvað ég var hrædd við hann. Mér stóð líka ógn af jólakettinum sem ég las um í bók og skoðaði myndir af. Mér fannst Grýla ljót en ég var hræddari við jóla- köttinn. Það var þó alveg passað upp á að ég fengi ný föt svo ég hafði ekkert að óttast.“ Þegar Sigríður er á leið í myndatöku fyrir utan Laugarnesskólann bendir hún á fallegt furutré í mat- sal skólans og rekur uppruna þess K skólans á land up i í Stofan heilagt svæði Sigríður utan við fagurlega skreyttan glugga Laugarnesskólans. FRÉTTABLAIÐ/VÖLUNDUR VEÐRIÐ Í DAG BLESSUÐ JÓLIN Waldorf-salat í nýjum búningi Sérblað um jól og jólahald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG SIGRÍÐUR HEIÐA BRAGADÓTTIR Fannst Grýla ljót en hræddist jólaköttinn jól bílar Í MIÐJU BLAÐSINS blessuð jólinMIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2007 Waldorfsalat í nýjum hátíðarbúningiSiggi Hall kynntist Waldorf-salatinu á Waldorf-hótelinu BLS. 2 Kaddafí stelur senunni Einar Már Jónsson skautar yfir opinbera heimsókn Kaddafís Libíuleiðtoga til Frakklands. Í DAG 22 Kominn með skóinn Magnús Páll Gunnarsson fékk bronsskóinn loksins afhent- an. ÍÞRÓTTIR 44 www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 -1 5 3 5 Börnin fara að hlakka til Eru jóla- sendingarnar farnar í póst? FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Alkar fá Einar Má Björgólfur Guðmundsson hyggst gefa inniliggjandi sjúklingum hjá SÁÁ bók Einars Más í jólagjöf. FÓLK 50 Barist um Beð mál í borginni Tískuhönnuðir vilja að flíkur þeirra verði notaðar í kvikmynd- inni. FÓLK 38 TALSVERÐ RIGNING VESTRA - Í dag verður sunnan strekkingur um mest allt land. Talsverð rigning vestan til, minni rigning annars staðar. Þurrt að mestu fyrir austan. Hlýtt í veðri. VEÐUR 4       LÖGREGLUMÁL „Það eru komnir alvarlegir brestir í liðsheildina,“ segir Gísli Jökull Gíslason, lög- reglumaður í Reykjavík, í leiðara Lögreglublaðsins. Gísli Jökull, annar ritstjóra Lög- reglublaðsins, segir yfir þrjátíu lögreglumenn höfuðborgarsvæðis- ins hafi sagt upp störfum á árinu. Umsækjendur um nám í Lögreglu- skólanum séu nú færri en stöðurn- ar sem í boði séu. Áður fyrr hafi þrír til fjórir sótt um hverja stöðu. Að sögn Gísla Jökuls er fjöldi lögreglumanna á höfuðborgar- svæðinu öllu sá sami nú og áður var í Reykjavík einni. „Vegna mann- fæðar þá kemur upp sú staða allt of oft að nemar og afleysingamenn eru skráðir saman á lögreglubif- reiðar,“ skrifar Gísli Jökull. „Nor- rænir lögreglumenn skilja ekki hvernig við vogum okkur að láta ófaglært fólk vinna lögreglustörf sem þeir vita að eru krefjandi og vandasöm.“ Sameining lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu reyndist skammgóður vermir að sögn Gísla Jökuls. „Fyrir sameininguna fann ég fyrir mikilli bjartsýni gagnvart nýju embætti en eftir að það hóf störf þá kólnaði mjög hratt á henni. Vinnuálag jókst verulega, lögreglu- menn hættu að hittast sín á milli og í almennu deildinni fór vinnan að verða keyrsla á milli endalausra verkefna,“ skrifar Jökull. Skýringuna á brotthvarfi úr lög- regluliðinu segir Gísli Jökull vera mjög mikið álag og bág laun. Sjálf- ur hafi hann ekki fengið neitt helg- arfrí í nóvember. „Mér finnst lög- reglustarfið skemmtilegt en mér finnst fjölskylda mín skemmtilegri og ef þessu heldur áfram mun ég leita mér að nýjum starfsvettvangi fljótlega,“ skrifar hann. „Ég er sammála Gísla um nauð- syn þess að fá sem flesta menntaða lögreglumenn til starfa,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sem kveðst ekki hafa lesið grein Gísla Jökuls og fjalli því ekki um efni hennar. - gar Miklir brestir sagðir innan lögreglunnar Ritstjóri Lögreglublaðsins segir afleysingamenn og nema setta í vandasöm verk sem aðeins séu á færi faglærðra lögreglumanna. Nauðsyn að fá sem flesta menntaða lögreglumenn segir dómsmálaráðherra. Áramótaauglýsing Kaupþings með Randver Þorlákssyni í aðalhlutverki: Randver leikur á móti Cleese RANDVER ÞORLÁKSSON JOHN CLEESE VIÐSKIPTI Ekkert bendir til þess að umfang skattsvika í gegnum erlend eignarhaldsfélög hafi minnkað frá árinu 2004 að mati Bryndísar Kristjánsdóttur skatt- rannsóknarstjóra. Í skýrslu starfshóps, sem kom út fyrir þremur árum, segir að umfang skattsvika vegna erlendra teng- inga nemi einu til einu og hálfu prósenti af tekjum ríkisins. Stand- ist það hafa skattsvik í gegnum erlend eignarhaldsfélög numið um fimmtán milljörðum króna á síðustu þremur árum. Sjá Markaðinn / - bg Erlendum eignarhaldsfélögum á Íslandi fjölgar: Skattsvik færast í vöxt LOGAR Á 85 ÞÚSUND JÓLAPERUM Á vegum Orkuveitu Reykjavíkur loga nú um 85 þúsund perur í jólaskreytingum um allt höfuðborgarsvæðið. Eyvindur P. Eiríksson rithöfundur naut birtunnar í miðbæ Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.