Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 4. janúar 2008 — 3. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. SKYNDIBITI VINSÆLLBretar, Bandaríkja-menn og Kanada-búar eru hrifnastir allra þjóða af ruslfæði. MATUR 2 Matreiðslumeistarinn Friðgeir Ingi Eiríksson hefur getið sér gott orð í heimi matreiðslumanna og snemma á síðasta ári tók hann þátt í Bocuse d‘Or-matreiðslukeppninni í Frakklandi með góðum árangri. Þessa dagana stendur hann fyrir miklum breytingum á eldhúsi Holtsins. „Við létum sérsmíða fyrir okkog er hú og list og leikum við okkur til dæmis með nöfnin á verkunum í matseðlinum.“ Friðgeir segir að holl fæða sé framtíðin. „Í sumum tilfellum finnst mér eldamennska vera komin út fyrir það sem hún í raun og veru snýst um, sem er að nærast og fá orku. Við leggjum áherslu á klassíska matseld en færum hana í nýjan búning.“Friðgeir hélt sn Klassík í nýjum búningi Friðgeir tók þátt í Bocuse d‘Or-keppninni í Lyon snemma á síðasta ári og stefnir ótrauður að þátttöku á ný árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÉTTARI RÉTTIRNýbakað brauð og viðeigandi meðlæti er tilvalið að bera fram á þrettándan-um þar sem flestir eru enn að springa eftir jólaátið. MATUR 3 Laugavegi 53 • s. 552 3737opið mánudag til föstudag 10-18laugardag 10-17 Útsala Síðkjólar í miklu úrvali Stærðir 34-46 VEÐRIÐ Í DAG FRIÐGEIR INGI EIRÍKSSON Byrjaður að búa sig undir næstu keppni matur Í MIÐJU BLAÐSINS HEILSA OG LÍFSSTÍLL Í átak eftir áramót Sérblað um heilsu og lífsstíl FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Opið til 19 í kvöld heilsa og lífsstíll FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Þögn á Reykjavík FM Framkvæmdastjórinn Franz Gunn- arsson hefur ýtt á pásu en sagar sendinn ekki niður strax. FÓLK 46 Með malt til LA Quentin Tarantino hreifst af malti og sprengingum á meðan hann dvaldi hér. FÓLK 46 LÖGREGLUMÁL Íslenskur karlmaður á fertugsaldri sætir nú rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu vegna gruns um að hann eigi hlut að vefsíðunni www.skapari.com, þar sem rekinn hefur verið áróður fyrir kynþáttafordómum. Maðurinn sem um ræðir er grunaður um að hafa sett efni inn á síðuna. Þar var meðal annars að finna persónuárásir á nafngreint fólk, til að mynda íslensku forsetahjónin. Voru þau talin upp í hópi fólks sem sagt var vera „Óvinir Íslendinga“. Þá var hakakross nasista birtur ítrekað og honum skeytt inn á mynd af íslenska þjóðfánanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn í síðasta mánuði og lagði í framhaldi af því hald á tölvu sem er í eigu hans. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur en tölvan er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar. Ekki eru fleiri grunaðir enn sem komið er um að hafa verið að verki með manninum. Vefsíðunni var lokað fyrir nokkru, en það torveldar rannsókn lögreglu að hún er hýst í Bandaríkjunum. Maðurinn sem var handtekinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. - jss Karlmaður á fertugsaldri yfirheyrður og hald lagt á tölvu hans: Grunaður netrasisti handtekinn HEILBRIGÐISMÁL „Fyrir jól var 95 ára gamall maður útskrifaður af spítala enda búið að gera þar allt fyrir hann sem hægt var. Maðurinn gat illmögulega verið einn heima. Ekkert pláss var þó fyrir hann á hjúkrunarheimilum,“ segir Matthí- as Halldórsson aðstoðarlandlæknir um biðlista á hjúkrunarheimili. Um áramót tóku ný lög um mál- efni aldraðra gildi. Með þeim breyt- ist meðal annars hvernig valið er inn á hjúkrunarheimili aldraðra og vonar Matthías að það verði til að bæta stöðuna. „Hér á landi eru fleiri stofnanarými fyrir aldraða en hjá nágrannaþjóðum okkar. Hins vegar þarf að sjá til þess að þeir sem helst þurfa á slíku úrræði að halda fái það og komið verði í veg fyrir að hjúkrunarheimili velji þá vistmenn inn sem taldir eru þægi- legastir,“ segir Matthías. Breytt fyrirkomulag felur meðal annars í sér að þeir hópar sem sjá um vistunarmatið verða sex til sjö í stað fjörutíu, og ábyrgð á vistunar- matinu flyst frá heilbrigðisráðu- neytinu til landlæknisembættisins. Auk þess mun vistunarmatsnefnd sjá um forgangsröðun af biðlistum. Markmiðið með þeim breyting- um segir Sigurður Guðmundsson landlæknir vera að stuðla að auknu samræmi og faglegum vinnubrögð- um. Sigurður segir að breytingarn- ar eigi ekki að vera áfellisdómur yfir þeim störfum sem hafi verið unnin. Alltaf sé þó hægt að gera betur og nefnir hann að á hjúkrunar- heimilinu Grund hafi verið staðið afar faglega að vistunarmálum, en helmingur þeirra sem flust hafa inn á Grund á síðustu árum hefur komið frá Landspítalanum. - kdk Stofnanir sniðgangi ekki veikasta fólkið Aðstoðar landlæknir vonar að lagabreyting verði til þess að stofnanir geti ekki valið inn þægilegustu vistmennina á kostnað þeirra sem eru í brýnni þörf fyrir pláss. Fleiri stofnanarými eru fyrir aldraða hérlendis en í nágrannalöndunum. Hvasst við suðurströndina til að byrja með, en lægir seinni- partinn. Rigning eða slydda sunn- antil, þurrt að mestu seinnipartinn. VEÐUR 4 FJARSKIPTI Aukningin á SMS- skeytum hjá Símanum milli gamlársdaganna 2006 og 2007 var um 30 prósent. Má þar sjá að SMS-skilaboð eru greinilega vinsæl leið til að kasta kveðju á vini og ættingja. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum jókst SMS-umferð síðastliðinn gamlárs- dag jafnt og þétt fram yfir miðnætti þegar álag á kerfi Símans var sem mest. Ekki er víst að hefðbundin jólakort eða aðrar áramótakveðj- ur víki fyrir SMS-skeytunum en þessi auðvelda leið verður greinilega sífellt vinsælli. - ovd SMS-skeytum fjölgaði mikið: 830 þúsund áramóta-SMS Enginn aðstoð- armaður Alfreð Gíslason mun ekki njóta liðsinnis Guðmundar Guðmunds- sonar á EM. ÍÞRÓTTIR 42 Litríkur og lifandi Oddvar Hjartarson ljósmyndari hefur listrænt auga og hefur hlotið lof fyrir verk sín. SIRKUS FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG 4. JANÚAR 2008 ■ Lilja Nótt lék hundinn Lúkas ■ Hjálmar og Helgi rústuðu Þorgrími ■ Stjörnufans á Hótel Loftleiðum … Oddvar Hjartarson myndaði dagatal Páls Óskars FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR SKELFING Í FÁTÆKRAHVERFUM KENÍA Ung stúlka grætur sáran í faðmi manns á flótta frá átökum í Kibera, stærsta fátækrahverfi höfuðborgarinnar Naíróbí í Kenía. Eldur logaði víða í hverfinu. Fólk býr þar við örbirgð og mikil reiði ríkir í garð forseta landsins, sem sakaður er um að hafa falsað niðurstöður kosninga til að geta setið áfram við völd. Sjá bls. 8. VIÐSKIPTI „Þetta skýrist einkum af því að framkvæmdir við Kára- hnjúka drógust á langinn auk fjárfestinga í íbúðarhúsnæði. Þetta er minna en við bjuggumst við,“ segir Lúðvík Elíasson hjá Greiningardeild Landsbankans. Vöruskiptahallinn hefur því minnkað um næstum helming milli ára; var um 150 milljarðar árið 2006 en um 100 milljarðar í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar. Greining Glitnis segir að búast megi við áframhaldandi bata á árinu, þrátt fyrir niðurskurð þorskkvótans. - ikh / sjá síðu 22 Vöruskiptahallinn minnkar: 100 milljarða halli í fyrra NÝINNFLUTTIR BÍLAR Á HAFNARBAKK- ANUM Vöruskiptahalli við útlönd minnk- aði um 50 milljarða króna milli áranna 2006 og 2007. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.