Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 10
10 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Skrifstofuvörur - á janúartilboði RV U N IQ U E 01 08 02 Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is 148 kr. stk. Bréfabindi A4, 8 cm kjölur HEILBRIGÐISMÁL Starfsmenn Land- læknisembættisins hafa kynnt málsaðilum uppkast að lausn í samskiptavanda milli starfsmanna og hjúkrunarforstjóra á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Rætt hefur verið við starfsmenn og íbúa á heimilinu og er málið enn til umfjöllunar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir jól að nokkrir faglærðir starfsmenn hefðu gengið þar út vegna samskiptavanda gagnvart hjúkrunarforstjóra. Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, segir að aug- lýst hafi verið eftir hjúkrunar- fræðingi og sjúkraliða. Umsóknar- fresturinn renni út um miðjan mánuð. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að uppkast að lausn vandans hafi verið kynnt í símtöl- um við nokkra málsaðila. Á næst- unni verði lokið við að kynna hana og síðan komi í ljós hvort sættir takist. „Ég býst við að þetta þurfi ákveðinn meltingartíma,“ segir hann. Hann vill ekki greina frá því í hverju lausnin geti falist en segir að unnið sé að þessum hugmynd- um á staðnum. Alltaf sé svolítið flókið að leysa svona mál. „Það er búið að kynna þetta upp- kast í samtölum við nokkra en ég hef lítið heyrt af málinu eftir ný árið. Fólk þarf að sjá ákveðna hluti sjálft og það tekur tíma,“ segir hann og vill ekki segja hvenær lausnin liggi fyrir. Það verði þó helst ekki eftir margar vikur. - ghs Samskiptaerfiðleikar á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli: Landlæknir vinnur að lausn málsins VILJA FAGFÓLK Auglýst hefur verið eftir hjúkrunarfræðingi og sjúkraliða á hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. SRÍ LANKA, AP Srí Lanka-stjórn til- kynnti í gær formlega hinum norsku vörslumönnum vopnahlés- samkomulagsins við Tamílatígra frá árinu 2002 að hún hefði ákveð- ið að segja því upp. Uppsögnin þýðir að norræna vopnahléseftir- litsnefndin, SLMM, sem níu Íslendingar hafa starfað hjá undan- farin misseri, verður að hætta starfsemi innan fjórtán daga. Rohitha Bogollagama afhenti Tore Hattrem, sendiherra Noregs, bréf þar sem segir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að segja upp sam- komulaginu, sem Norðmenn áttu milligöngu um að koma á árið 2002. Talsmenn Srí Lanka-stjórnar hafa sagt að hin sívaxandi átök stjórnarhersins og aðskilnaðars- inna Tamílatígra á síðustu tveim- ur árum hafi gert vopnahléssam- komulagið að staðlausum staf. Hátt í 5.000 manns hafa fallið í átökunum á þessu tímabili og allt að 70.000 manns frá því að Tamíla- tígrar hófu vopnaða aðskilnaðar- baráttu sína árið 1983. Erik Solheim, sérlegur sátta- semjari Norðmanna í deilu stjórn- valda og tamíla á Srí Lanka, sagði ákvörðun ríkisstjórnarinnar „alvarlegt skref“ sem búast mætti við að leiði til enn verri átaka í framhaldinu. Anna Jóhannsdóttir, forstöðu- maður skrifstofu Íslensku friðar- gæslunnar í utanríkisráðuneytinu, hefur staðfest að íslensku gæslu- liðarnir muni allir snúa heim á næstu dögum. - aa Uppsögn vopnahléssamkomulagsins á Srí Lanka: Versnandi átökum spáð VOPNAHLÉ FYRIR BÍ Kólombóbúar lesa uppsláttarfréttir dagblaða um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Fæðingarmet var slegið á Akranesi á nýliðnu ári. 273 börn fæddust á sjúkrahúsinu og heilsugæslunni árið 2007, 113 stúlkur og 160 drengir. Þetta kemur fram á vefnum skessuhorn.is. Fyrra fæðingarmet var slegið árið 2006, þegar 238 börn fæddust á Akranesi. Vesturland er nú í þriðja sæti yfir fjölda fæðinga á landinu. Flest börn fæðast í Reykjavík og næstflest á Akur- eyri. Í fjórða sæti yfir fjölda fæðinga er svo Keflavík. Þrátt fyrir að met hafi verið slegið í fyrra hefur ekkert barn fæðst á Akranesi það sem af er þessu ári. - þeb 273 börn fæddust árið 2007: Metfjöldi fæð- inga á Akranesi ERLENT Búlgaría: Neyðarástand vegna kulda Neyðarástandi var lýst yfir í norðvesturhluta Búlgaríu í gær vegna óvenju mikillar snjókomu og nístings- kulda. Rafmagn fór af stórum svæðum, vegir lokuðust og heilu þorpin einangruðust. Kuldakastið olli einnig verulegum vand- ræðum í Rúmeníu og víðar í nágrannaríkjum. Bandaríkin: Fyrsta barnið tvö ár í röð „Þetta er undarlegt,“ sagði Becky Armstrong, ánægð móðir sem átti fyrsta barn ársins í borginni Gettysburg í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum nú á nýársdags- morgun. Það undarlega var að Armstrong fæddi einnig fyrsta barn ársins á sama stað í fyrra. Hún segist alls ekki hafa átt von á að þetta gerðist tvisvar í röð. Suður-Afríka: Varð ljónum að bráð Samuel Boosen, 36 ára gamall staðarhaldari veiðihótels í Suður- Afríku, varð ljónum að bráð á nýársdagsmorgun þegar hann hélt inn í ljónagirðingu til að gefa ljónahópnum þar að éta. Átta eða níu ljón réðust samstundis á Boosen, sem hafði starfað þarna í fjögur ár, og átu hann með húð og hári. Einungis beinin voru skilin eftir. APAFÁR Á INDLANDI Á norðanverðu Indlandi hafa stjórnvöld ákveðið að fá atvinnulaus ungmenni í lið með sér til að hafa hemil á óstýrilátum öpum. Ungmennin eiga að sjá um að gelda apana og safna þeim saman í eins konar einangrunarbúðir. Dýraverndar- samtök taka þessum fréttum afar illa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐAMENNSKA Ársæll Harðarson, sem til greina kom sem nýr ferðamálastjóri, segir „meiri líkur en minni“ á því að hann óski eftir rökstuðningi ráðherra fyrir ráðning- unni. Ólöf Ýrr Atladóttir var ráðin í starfið af Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra en fimmtíu manns sóttu um starfið. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Ársæll hafa búist við því að fá starfið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hann hefur starfað sem forstöðu- maður markaðssviðs Ferðamálastofu undanfarin ár og verið staðgengill Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra undanfarin fimm ár. Einar Bollason, framkvæmdastjóri ÍS- hesta, segir sérkennilegt að einhver með mikla reynslu eða menntun á sviði markaðs- mála hafi ekki verið ráðinn. „Ég þekki ekkert til Ólafar Ýrrar Atladóttur, sem ég efast ekki um að er hæf manneskja, en ég myndi halda að það væri forgangsmál að hafa mikla þekkingu á markaðsstarfi í þessu starfi,“ segir Einar um ráðningu Ólafar Ýrrar. „Nú er ekki hægt að kenna Framsóknarflokknum um. Þetta er Samfylkingin.“ Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, segir það geta haft ýmsa kosti að ráða manneskju með nýja sýn inn í stjórnendastörf. „Oft getur það haft góð áhrif á starfsemi að fá stjórnendur inn í fyrirtæki sem hafa ólíka sýn á hlutina en forverar þeirra. Þá er ekki alltaf spurt um menntun eða reynslu. Þó að ég efist ekki um hæfni hins nýja ferðamálastjóra er það einkennilegt hvernig hægt er að ganga framhjá jafn hæfum og reynslumiklum manni og Ársæll er.“ Ráðningar Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra í störf ferðamálastjóra og orkumálastjóra eru umdeildar. Guðni A. Jóhannesson var ráðinn orkumálastjóri, en Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðar- orkumálastjóri hefur óskað eftir rökstuðn- ingi ráðherra. Hún telur sig vera með meiri menntun og reynslu á sviði stjórnsýslu en Guðni. Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson við vinnslu fréttarinnar. magnush@frettabladid.is Óskar líklega eftir rökum Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs ferðamálastofu, segist líklega ætla að óska eftir rökstuðn- ingi ráðherra fyrir ráðningu nýs ferðamálastjóra. Einkennilega að verki staðið, segir Jón Karl Ólafsson. FERÐAMENN Í REYKJAVÍK Ráðning Össurar Skarphéðinssonar í starf ferðamálastjóra er umdeild og er staðgengill fyrrverandi ferðamálastjóra mjög ósáttur. Hann bjóst við að fá starfið. ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON JÓN KARL ÓLAFSSON ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.