Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 4. janúar 2008 3 Ilmandi brauð með áleggi Eduardo Perez og Ingibjörg Ásta snara fram ljúffengum krásum í Veisluþjónustu Mensu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Að afloknum stórhátíðum með steikum og hangikjöti á borðum er röðin komin að þrettándanum. Þá kveðjum við jólin með virktum. „Eftir stórsteikur og annað þung- meti er þjóðráð að bjóða upp á nýbakað brauð með viðeigandi meðlæti á þrettándanum,“ segir Ingibjörg Pétursdóttir í veislu- þjónustunni Mensu á Baldursgötu 11. Hún mælir sérstaklega með rússneskum pönnukökum úr bók- hveiti, svokölluðum blínis, og einnig gefur hún hugmynd að góðu ítölsku brauði. Veisluþjón- ustan hennar er nú við lítið torg í Þingholtunum og frá og með miðj- um janúar verður þar hægt að kaupa sér hollan málsverð til að taka með heim til kvöldverðar. „Það er eitthvað sem fólk er búið að vera að biðja um,“ segir hún. En nú er það þrettándamatseð- illinn sem allt snýst um. Ingibjörg er hlynnt því að hafa þá frekar léttan mat af ýmsu tagi. Þunnar hangikjötssneiðar eru auðvitað vel séðar á slíku borði og fleiri tegundir kjöts ef þær eru fyrir hendi. En líka kavíar, hrogn, reyk- tur lax, ostar, pestó og fleira góð- meti. Hún tekur fram að bókhveitið sé algerlega nauðsynlegt í blínis en þeim sem ekki hafa tíma til að mala það sjálft bendir hún á að það fáist líka í stórmörkuðum og nefnir til dæmis Nóatún. gun@frettabladid.is Blínis 30-40 stykki 2 dl hveiti 2 dl bókhveiti 1 tsk. salt 1-2 msk. sykur 2 egg 1 1/2 dl nýmjólk 1 peli rjómi 2 tsk. ger eða 15 g af fersku geri 1/2 dl volgt vatn Leysið gerið upp í vatninu. Velgið örlítið mjólkina og rjómann og bætið út í gerblönduna. Þá er hveiti, bókhveiti, salti, sykri ásamt eggjunum komið fyrir í hrærivélarskál og gerblöndunni bætt í smátt og smátt meðan hrært er. Þykktin á deginu er meiri en á pönnukökudegi. Degið er látið bíða í 1 klukkustund áður en litlir klattar eru steiktir á pönnu eða á blínis pönnu með litlum hólfum. Geymið klattana undir matarfilmu þangað til þeir eru bornir fram. Með blínis er eftirfarandi meðlæti: sýrður rjómi, smátt skorinn laukur eða græni hluti vorlauks, silungs- hrogn, laxahrogn eða íslenskur kavíar. Einnig reyktur lax í sneiðum. Focaccia-brauð 2 stykki 3 tsk. þurrger eða 30 g ger 3-4 dl vatn 1/2 dl hvítvín ef það er til 9 dl hveiti 2 tsk. salt 1/2 dl ólívuolía Ólívuolía til að pensla með og gróft salt til að strá yfir. Þetta er grunnuppskrift en út í focaccia-brauð bætir maður gjarnan einhverju. Við ætlum að nota 3 dl svartar ólívur og kryddjurtir, annað hvort rósmarín eða timjan en það má líka nota hvítlauk, sólþurrkaða tómata, hnetur eða fetaost. Gerið er leyst upp í ylvolgu vatni. Svo er vökvinn settur út í hveiti og salt. Ég nota hrærivél og ég hræri rösklega þar til degið losnar frá skálinni. Deigið er látið bíða í 20 mínútur og svo er það sett í langt form og ýtum því niður og troðum ólívunum þar ofan í, þegar það er komið í formið. Þetta er bakað í 225 gráðu heitum ofni í svona 20 mínútur. Eldhúsið ilmar og hátíð er í bæ. LÚÐA Í GRÆNMETISHLAUPI, ÞEYTTRI HNETUOLÍU OG VAN- ILLUKRYDDUÐUM KJÖTSAFA FYRIR FJÓRA 600 g lúða 1 stk. kínahreðka heimatilbúið pastadeig 2 dl kjötsoð hnífsoddur vanilla 2 stk. fennika 2 dl hnetuolía 2 msk. smjör 1 tsk. xeres-edik 1 msk. ristaðar mönduflögur 5 stk. þurrkaðar apríkósur Heimatilbúið pasta 2 eggjarauður 2 egg 2 msk. ólífuolía 150 g hveiti Hnoðað saman í höndunum, má bæta við hveiti eftir þörfum. AÐFERÐ: Lúðan skorin í viðeigandi skammta, kínahreðka skorin í þunna strimla og pastað eins. Þessu er þá raðað ofan á lúðuna en ekki skiptir máli hvaða form er á skurðinum, aðeins að hann sé þunnur. Þá er fennikan skræld, skorin niður og forsoðin. Hún er svo hituð upp ásamt teskeið af hnetuolíu, ristuðum möndluflögunum og smátt skornum apríkósunum. Smjörið er hnetu- brúnað og þeytt saman við edikið og þá næst hnetuolíuna þar til sósan verður þykk. Lúðan er sett í eldfast mót ásamt botnfylli af vatni, lok yfir og bakað í ofni í 160°C í 8-10 mínútur. Áður en rétturinn er borinn fram er sósunni hellt yfir. Uppskrift Friðgeirs Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Stæsta bloggsamfélagið! Yfir 150.000 notendur! Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.