Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 16
16 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Heimafæðingum fjölgaði verulega milli áranna 2006 og 2007, 41 fæðing átti sér stað í heimahúsi á landinu öllu árið 2006 en yfir sextíu í fyrra. Það er því fimmtíu prósenta aukning. Tvær heimafæðingar áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu á ný- ársnótt. Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir tók á móti öðru barninu, lítilli stúlku sem fæddist í Garðabænum. „Ég stóð í dásamlegum stórræð- um,“ segir hún, „en ég vissi reynd- ar af henni frá því fyrir jól. Með- gangan telst vera 37-42 vikur þannig að við sem gefum okkur í heimafæðingar getum átt von á barninu þessar fimm vikur. Það er löng vakt og töluverð binding. Þess vegna er maður ekki til í að gera þetta allt árið,“ segir hún og bætir við að alla tíð hafi þurft svo- lítið „sérstaka karla til að vera giftir ljósmæðrum því að við getum þurft að rjúka úr miðju jólaboði en þeir eru öllu vanir, maðurinn minn og börnin.“ Fimm ljósmæður hafa sinnt heimafæðingum á höfuðborgar- svæðinu, þar á meðal er ein sem hefur reynt að sinna heimafæð- ingum í fullu starfi, og svo eru ljósmæður í Keflavík, á Höfn í Hornafirði, nokkrar á Akureyri og Egilsstöðum. Anna segir að áhuginn á heimafæðingum hafi aukist gífurlega síðustu ár og nú sé gert ráð fyrir tíu heimafæðing- um í janúar. Hún tók á móti fimm börnum í heimafæðingum á síð- asta ári. „Ég er ljósmóðir í Hreiðrinu í 70 prósent starfi og tek svo eina og eina heimafæðingu. Áslaug Hauks- dóttir tók á móti yfir tuttugu fæð- ingum í fyrra. Hún var í fullu starfi í heimafæðingunum á tíma- bili en það var ekki nóg að gera þá. Það hlýtur samt að vera farið að glæðast núna því að þetta er það vinsælt. Hún er í þessu af lífi og sál,“ segir Anna. Ljósmæður eiga með sér þann draum að geta stofnað litlar ljós- mæðraeiningar þar sem fimm til sex ljósmæður starfa saman í hóp og yrði hver á vakt í viku í senn. Anna segir að hugmyndin sé sú að vera með móðurina alla með- gönguna, taka á móti í fæðingunni og sinna heimaþjónustu. „Eins og staðan er í dag þá hringja konurn- ar í okkur til að óska eftir heimaf- æðingu, við komum til þeirra fyrir og eftir fæðingu og tökum á móti barninu,“ segir hún. „Í dag fara þær í mæðraskoðun á heilsugæslustöðinni í sínu hverfi. Þegar þær eru gengnar 37 vikur hafa þær samband og heimafæð- ingarljósmóðirin sér um þær eftir það. Hún kemur þrisvar fyrir fæð- ingu, sinnir fæðingunni og kemur svo ellefu sinnum eftir fæðingu. Þær fá tíu daga sjúkradagpeninga sem fæða heima.“ Ekkert hefur orðið af því að ljósmæður stofni þessar litlu rekstrareiningar og segir Anna að ástæðan sé sú að ekki hafi tekist að semja við Tryggingastofnun. Ljósmæður vilji fækka mæðra- skoðunum úr 12-15 í sjö til níu og nota fjármagnið með öðrum hætti en nú er gert. „Þetta eru óþarflega margar skoðanir,“ segir Anna og vonar að „nýi heilbrigðisráðherr- ann kippi í spottann“ því að þetta kerfi verði mun ódýrara og ein- faldara. „Það gæti verið góður sparnað- ur í heilbrigðiskerfinu að stofna litlar ljósmæðraeiningar sem miða að heilbrigðri meðgöngu og senda konurnar í sjö til níu skoð- anir á meðgöngu. Við ljósmæður erum að berjast fyrir þessu og reyna að fá Tryggingastofnun til að borga þessar skoðanir. Í dag greiðir Tryggingastofnanir ekki fyrir skoðanir hjá okkur nema konurnar fari í heimafæðingu. Þá er greitt fyrir þrjár mæðraskoð- anir, heimafæðinguna og ellefu vitjanir eftir fæðingu en við vilj- um gjarnan sinna öllum pakkan- um frá upphafi til enda,“ segir hún. Anna hefur tekið á móti yfir 900 börnum á fimmtán árum. Hún segir að allar fæðingarnar séu jafn eftirminnilegar en man betur eftir heimafæðingunum því að fæðingarnar á sjúkrahúsinu eru svo margar. Hún rifjar upp skemmtilega fæðingu á Álftanesi í ársbyrjun 2007. „Konan var að fæða barn og átti annað ársgamalt. Hún var komin með verki og pabbinn var með barnið að bíða eftir afanum. Mamman sat í sturtunni og var búin með útvíkkunina. Þetta var frekar hröð fæðing en hún náði að halda aftur af sér þar til afinn var kominn og pabbinn tilbúinn að vera viðstaddur.“ ghs@frettabladid.is Stóð í dásamlegum stórræðum á nýársnótt Sleggjudómur „Af mínum kynnum virðist Kristinn H. Gunnarsson ala á stefnuleysi, magnleysi og ósamheldni innan flokksins.“ VIÐAR GUÐJOHNSEN, FORMAÐUR FÉLAGS UNGRA FRJÁLSLYNDRA, Í GREIN UM FLOKKSBRÓÐUR SINN Fréttablaðið 3. janúar Það er alltaf eitthvað „Auglýsingahléið fannst mér þó leiðinlegt og öfunda ég ekki stórfyrirtækin sem halda að þau geti troðið sér inn á þjóðina með slíkum hætti.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, FOR- MAÐUR VG, UM ÁRAMÓTASKAUPIÐ 24 stundir 3. janúar „Ég bjó í 101 Reykjavík í 27 ár og veggjakrotið var eiginlega plága hjá okkur, og hefur verið að aukast mikið undanfarið,“ segir Sigmar B. Hauksson. „Þetta er vandamál sem aðrar borgir eiga við að stríða, og ég veit að í Bath á Englandi var gerð herför, menn þurftu að greiða tals- vert háar sekt- ir og fjarlægja veggjakrotið sjálfir. Ég held að þetta gæti virkað hér á landi, eins og mamma sagði; þeim svíður sem undir mígur. Ég legg til að í gang fari nokkurs konar þróunarverkefni, sektirnar hækki talsvert og þetta lið verði látið fjar- lægja veggjakrotið.“ Sigmar segist ekki finna jafn mikið fyrir veggjakroti nú þegar hann er fluttur á æskustöðvarnar í Laugarneshverfinu. „Það er mjög mikil samstaða meðal fólksins, for- eldravakt á veturna og fleira í þeim dúr, svo það er allt annað.“ SJÓNARHÓLL VEGGJAKROT Sektir hækki og krotarar þrífi veggina SIGMAR B. HAUKSSON DÁST AÐ KRAFTAVERKINU Tvö börn fæddust í heimafæðingum á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt. Í Garðabænum fæddist lítil stúlka, annað barn móður sinnar, og Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir, sem hér sést til hægri, tók á móti henni með aðstoð Árdísar Kjartansdóttur ljós- móðurnema, til vinstri. Hér sjást þær dást að kraftaverkinu á nýársnótt. MYND/ÚR EINKASAFNI YFIR 900 BÖRN Á 15 ÁRA FERLI Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir tók á móti fimm börnum í heimafæðingum á síðasta ári. Hún er í sjötíu prósent starfi í Hreiðrinu og hefur tekið á móti samtals yfir 900 börnum á fimmtán ára ferli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NÝFÆDDA STÚLKAN Nýfædda stúlkan heima í Garðabænum á nýársnótt, viktuð og þvegin og tilbúin til að leggja sig í mömmu- og pabbarúmi. ■ Orðið bóhem, sem oft er notað yfir lista og menntamenn sem lifa lífinu ekki eftir hefðbundnum regl- um og viðmiðum, á rætur að rekja til Frakklands á 19. öld. Listamenn flykktust til borganna; þorri þeirra bjó við kröpp kjör og leitaði því í sígaunahverfin þar sem leiguverð var lægra. Það var útbreidd skoðun í Frakklandi á þeim tíma að sígaunar hlytu að koma frá Bæheimi (f. Bohème). Nafngiftin festist við listafólk sem drakk lífsins bikar í botn og setti æ sterkari svip á evrópskar stórborgir á 19. öld. BÓHEMAR: FRANSKUR MISSKILNINGUR „Það eru næg verkefni í vinnunni,“ segir Hildur Dungal. „Nú erum við að einbeita okkur að því að einfalda ferlið fyrir þá sem hingað koma frá EES-svæðinu en það er langstærsti hópurinn. Til dæmis fengum við milli 10 og 12 þúsund umsóknir frá fólki af þessu svæði meðan umsóknirnar í heild voru rétt rúmlega 17 þúsund. Þeir þurfa að biðja um dvalarleyfi en hingað til hefur það ferli verið kannski full flókið, stund- um verið að biðja um full ýtarlegar upplýsingar. Þessi hópur hefur forgang en ef við náum aðeins að liðka fyrir getum við náttúrulega einbeitt okkur að þeim umsókn- um sem kalla á meiri vinnu. Eins ætlum við að reyna að færa þetta sem mest í rafrænt form og ef þetta gengur vel þá förum við í svipaða vinnu með hina hópana.“ Viðfangsefni í vinnunni eru reyndar svo víðfeðm að þau skjóta upp kolli þegar síst skyldi. „Ég hef reynt að lesa svolítið um jólin og einhverra hluta vegna er ég öll í drottn- ingasögunum núna. Ég hef verið að lesa sögu Marie Antoinette sem var fyrst afar vinsæl drottning í Frakklandi en þegar halla tók undan fæti varð hún óvinsæl og þá þreyttust menn ekki á að benda á það að hún væri austurrísk. Svo var Maria Stuart náttúrlega frönsk þannig að innflytjendamál skutu þarna upp kollinum í jólalesning- unni.“ Hún segist þó ekki eiga von á umsókn frá drottningu til Útlendingastofu. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HILDUR DUNGAL FORSTJÓRI ÚTLENDINGASTOFNUNAR Af innflytjendum og drottningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.