Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 12
12 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR SKYNDI HJÁLPAR MAÐUR ÁRSINS 2007 - - F í t o n / S Í A F I 0 1 5 9 6 0 Ábendingar skulu berast Rauða krossi Íslands fyrir 15. janúar. Viðurkenningar verða veittar þann 11. febrúar. Nánari upplýsingar um tilnefningar og hvernig staðið er að valinu má finna á www.redcross.is Rauði kross Íslands auglýsir eftir ábendingum um einstakling sem hefur á árinu 2007 bjargað mannslífi með réttum viðbrögðum í skyndihjálp. N1, sem er samstarfsaðili Rauða kross Íslands um útbreiðslu á skyndihjálp, veitir skyndihjálpar- manni ársins sérstaka viðurkenningu. GRÆNLAND Hans Enoksen, for- maður grænlensku landstjórnar- innar, boðaði í nýársræðu sinni að þann 25. nóvember yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um ný heimastjórnarlög. Sérskipuð nefnd grænlenskra og danskra þingmanna hefur í þrjú ár unnið að gerð nýrra heima- stjórnarlaga, en niðurstaða þess starfs liggur enn ekki fyrir. Til hafði staðið að því lyki í septem- ber síðastliðnum, en það frestaðist og síðan ollu hinar skyndilega boð- uðu þingkosningar í Danmörku í nóvember því að skipa þurfti nýja danska fulltrúa í nefndina. Það er því enn ekki ljóst hvenær niðurstaðan liggur fyrir og hægt verður að efna til opinnar umræðu á Grænlandi um hana. Á þetta bendir Kuupik Kleist, formaður IA-flokks grænlenskra sjálfstæðis- sinna, í gagnrýni á nýársræðu Enoksens, að því er greint er frá á fréttavef grænlenska útvarpsins, KNR. Kleist telur ekki ráðlegt að fastnegla dagsetningu fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna fyrr en eftir að heimastjórnarlagafrumvarpið er komið fram fyrir almennings- sjónir og ráðrúm hafi gefist til lýðræðislegrar umræðu um það. Formaður nefndarinnar, Jonatan Motzfeldt, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í nóvember að í frum- varpsdrögunum væri viður- kenndur sjálfsákvörðunarréttur Grænlendinga sem þjóðar í skiln- ingi þjóðaréttar. - aa Þjóðaratkvæðagreiðsla um ný heimastjórnarlög boðuð á Grænlandi síðla árs: Bíða niðurstöðu nefndarstarfs HANS ENOKSEN Formaður landstjórnar- innar boðar þjóðaratkvæði þótt frum- varp sé ekki fram komið enn. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Nokkuð vantaði upp á að Íslendingar fullnýttu aflaheimildir í fisktegundum sem við nýtum í samvinnu við aðrar þjóðir árið 2007. Af fimm tegundum voru aðeins fullnýttar þorskaflaheimildir í Barentshafi. Að meðtöldum leyfilegum flutningi aflaheimilda milli ára má segja að aflaheimildir í norsk-íslensku síldinni hafi líka verið nýttar að fullu. Íslendingar eiga aflamark í Norðuríshafsþorski, úthafskarfa, norsk-íslenskri síld, kolmunna og rækju af Flæmingjagrunni. - shá Aflaheimildir ónýttar: Fullnýttum tvær tegundir NOREGUR Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur viðurkennt að hafa ekki gefið upp tekjur sem hún hefur fyrir ráðgjafarstörf hjá gosdrykkja- framleiðandan- um Pepsi Cola, samkvæmt frétt í norska Dagbladet. Tekjurnar hjá Pepsi hefðu átt að koma til frádráttar við útreikning eftirlauna hennar sem fyrrverandi forsætisráðherra og þingmanns á norska Stórþinginu. Brundtland býr nú í Nice í Frakklandi og greiðir ekki skatta í Noregi. - ghs Gro Harlem Brundtland: Gleymdi Pepsi- peningunum GRO HARLEM BRUNDTLAND CHILE, AP Hundruð manna þurftu að yfirgefa heimili sín þegar eld- gos hófst í fjallinu Lliama í Chile á nýársdag. Fólkið dvaldi úti við um nóttina en engan hefur þó sakað og ekki hafa borist fréttir af eigna- skemmdum. Stjórnvöld segja ekki þörf á að flytja fólk frá hættu- svæðum í stórum stíl, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. „Nokkrar fólksflutningabifreið- ar og hertrukkar hafa verið send á staðinn og eru til taks ef ákvörðun verður tekin um fjöldabrottflutn- ing fólks frá þorpinu Melipeacu,“ segir Carmen Fernandez, forstjóri almannavarna í Chile. - gb Eldgos í fjallinu Lliama í Chile: Hundruð flýja LLIAMA GÝS Lítil hætta er enn á ferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Vinna við að undirbúa ferjusiglingar milli Vestmanna- eyja og Bakkafjöru er í fullum gangi og segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, að framkvæmdir fyrir höfnina í Bakkafjöru muni hefjast á næstu dögum. Siglingar hefjast svo árið 2010. Ný ferja, svipuð Herjólfi, verður smíðuð á undirbúningstímanum en ráðgert er að hún muni taka um 50 til 55 bíla og 300 til 350 farþega. Heildarkostnaður er áætlaður 5,6 milljarðar króna. Þar af er kostnaður smíði á ferju áætlaður tæpir 1,8 milljarðar. Lagður verður nýr rúmlega ellefu kílómetra lang- ur vegur frá Suðurlandsvegi að Bakkafjöru og er áætlað að lagning hans kosti um 450 milljónir. Hann mun stytta leiðina að Bakkafjöru um 18 kílómetra fyrir þá sem koma austan að en tvo kílómetra fyrir þá sem koma vestan frá. Þá er áætlað að rúmlega 3,4 milljörðum verði ráðstafað til hafnargerðar, hönnunar varnar- garða og skjólgarða, til dýpkunar og uppbyggingu fyrir aðstöðu á svæðinu. „Nú er búið að opna fyrir útboð á smíði og rekstri skipsins en fjögur fyrirtæki komust í gegnum forvalið,“ segir Elliði. „Það eru Eimskip, Samskip, Nýsir og svo hópur heimamanna undir forystu Vinnslustöðvarinnar og bæjarins. Þetta mun þýða að farnar verða sex til átta ferðir á dag sem taka hálftíma í stað tveggja til þriggja ferða nú sem taka um þrjár klukku- stundir. Ég vil meina að þessi sam- göngubót hafi sömu þýðingu fyrir okkur og það hefði fyrir Ísfirðinga ef Ísafjörður yrði færður til Borgar fjarðar.“ Elliði segir að nú þegar hafi eftirspurn eftir lóðum á hafnar- svæðinu í Vestmannaeyjum stór- lega aukist. „Menn sjá náttúrlega möguleikana, það tekur um tólf tíma að sigla til Reykjavíkur en þegar þessi leið opnast verður hægt að koma varningi mun fljót- ar á milli. Og ef Kjalarvegur verð- ur opnaður aukast möguleikarnir enn frekar.“ Fyrirhuguð höfn hefur fengið vinnuheitið Landeyjahöfn og segir Elliði líklegt að það verði og form- legt heiti hennar þegar fram líða stundir. jse@frettabladid.is Framkvæmdir við Landeyja- höfn hefjast Framkvæmdir við hafnargerð í Bakkafjöru hefjast á næstu dögum. Áætlað er að framkvæmdir vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja kosti 5,6 milljarða. Á annatímum mun ferjan fara átta ferðir á dag. EKKI LANGT MILLI LANDS OG EYJA Eins og sést á myndinni er ekki langt milli lands og Eyja en þegar Landeyjahöfn verður risin árið 2010 og ferjan farinn að sigla á milli mun fólki þykja jafnvel enn styttra enda getur það þá komist á milli á hálftíma. ELLIÐI VIGNISSON KOSNINGAHREINGERNING Þessi kona í Georgíu brá sér út í gær til að sópa götuna sem liggur meðfram vegg með kosningaspjöldum, sem límd hafa verið upp fyrir forsetakosningar á morgun. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.