Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 80
 4. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar til- vist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkind- um til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirn- ar. Myndirnar, sem eru í Lascaux-hellinum í Suður- Frakklandi, eru taldar vera 17.000 ára gamlar. Þær sýna ýmis dýr svo sem naut, hesta og dádýr sem voru algeng þar um slóðir í lok síðustu ísaldar. Ógnin sem að þeim steðjar er í formi svartra bletta sem nýverið birtust á veggjum hellisins og dreifa úr sér á ógnvænlegum hraða með þeim afleiðing- um að veggirnir hafa veikst og brotnað og litir í myndunum hafa dofnað. Hellirinn uppgötvaðist árið 1940 þegar fjórir unglingar eltu hundinn sinn ofan í holu í jörðinni sem reyndist, þegar betur var að gáð, vera inn- gangurinn að hellinum. Allt frá uppgötvun mynd- anna hafa fornleifafræðingar og vísindamenn rannsakað þær og reynt eftir fremsta megni að stuðla að varðveislu þeirra, meðal annars með því að koma loftræstikerfi fyrir í hellinum fyrir sjö árum. Loftræstingin leiddi að öllum líkum til áður- nefndrar sveppasýkingar, en líffræðingar hafa ekki enn fundið leið til að ráða niðurlögum sveppanna án þess að skemma myndirnar. Vísindamennirnir sem rannsakað hafa hellinn reyna af veikum mætti að bjarga myndunum, en ástandið er nú orðið svo alvarlegt að þeir hafa leit- að ásjár hjá frönskum yfirvöldum í von um að þau geti veitt aðstoð við björgunaraðgerðirnar. Enn sem komið er hafa yfirvöld ekki sýnt málinu áhuga. - vþ Fornar hellamyndir í bráðri hættu GÖMUL MYNDLIST Hellamyndirnar í Lascaux eru í hættu. Á sunnudag kl. 11 opnar Joris Rademaker sýninguna Mannleg tilvist í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Joris er Hollendingur sem hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006. Joris vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. Sýningin í Kunst raum Wohnraum er einhvers konar yfirlitssýning þar sem sjá má fjölbreytt verk. Sum eru unnin út frá púsluspilskubbum, en einnig má sjá vatnslitaverk, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit og klippimyndir, til að nefna nokkrar af þeim aðferðum sem Joris hefur beitt við listsköpun sína. Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartans- dóttur í Ásabyggð 2, og blandast því sýningar sem þar eru settar upp alvöru og leik heimilisfólks- ins. Sýning Jorisar Rade maker stendur til 2. mars og er opin eftir samkomulagi, en hægt er að semja um opnunartíma með því að hringja í síma 4623744. - vþ Blönduð tækni fyrir norðan SVARTHVÍTT Verk eftir Joris Rademaker. Sýningarnar standa til 13. janúar og eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700. GERÐUBERG www.gerduberg.is Kvæðamannafélagið Iðunn Spennandi dagskrá á fyrsta fundi ársins... Hagyrðingamót og margt fleira.. Allir velkomnir! Sjá www.rimur.is Allt í plati! Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn. Kíkið í heimsókn til Málfríðar, Kuggs og fleiri sögupersóna.. Opin listsmiðja fyrir krakka sem vilja föndra og lesa bækur! Einn og átta Sunna Emanúelsdóttir, alþýðulistakona, sýnir handgerða jólasveina ásamt skötuhjúunum Grýlu og Leppalúða! Málverkasýning Togga Í Boganum: Þorgrímur Kristmundsson, alþýðulista- maður, sýnir landslagsmálverk unnin í vatnslit og olíu. Listamaðurinn tekur á móti gestum um helgina. Vissir þú að... í Gerðubergi er góð ráðstefnu- og fundaraðstaða. Fundarherbergi og salir fyrir 8 - 120 manns. Upplýsingar og verðskrá: www.gerduberg.is og í síma 575 7700 Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is „Það er líka sjaldgæft að verða vitni að jafn kraftmikilli sýningu og þessari, jafn miklum galsa, jafn fumlausum tökum á forminu, jafn afdráttar- lausri túlkun, jafn tilgerðarlausri en jafnframt útpældri sviðsmynd…“ Þröstur Helgason Lesbók MBL, 29. des. Ívanov e. Anton Tsjekhov. Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur fös. 4/1 & lau. 5/1 örfá sæti laus Konan áður e. Roland Schimmelpfenning Háski og heitar tilfinningar lau. 5/1 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjölskylduna sun. 6/1 kl. 14 uppselt sun. 6/1 kl. 17 aukasýn. örfá sæti laus ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Salurinn Kennsla hefst 14. janúar Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 12-17 www.schballett.is 11. janúar 19. janúar 25. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.