Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 04.01.2008, Blaðsíða 96
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Brúðkaup eins ríkasta manns þjóðarinnar og frétt af konu sem greindi frá því í útvarpinu að maðurinn hennar héldi framhjá með geðhjúkrunarfræðingi eru fréttir ársins 2007 sé litið á saman- tekt fréttavefs Vísis yfir mest lesnu fréttirnar. Það kom mér svo- lítið á óvart að stórviðburðir eins og ríkisstjórnarskiptin skyldu ekki komast á listann og að fleiri hefðu lesið um kúkabletti í sófanum hennar Britneyjar Spears heldur en meirihlutaskipti í borgarstjórn. Í LJÓSI þessa kann það að hljóma svolítið undarlega að ég er núna, á fjórða degi ársins, handviss um hver verður frétt ársins 2008. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðl- um hafa vísindamenn og fræði- menn fundið vísbendingar sem gefa til kynna að evrópskir must- erisriddarar, með aðstoð Snorra Sturlusonar, hafi falið kaleik Krists í leynihvelfingu á Kili á 13. öld. Það á víst að reyna að grafa dótið upp í sumar og ef það finnst, sem ég efast ekki um, verður það frétt aldarinnar. ÉG er auðtrúa. Allt frá því ég las DaVinci lykilinn eftir Dan Brown hef ég verið sannfærð um tilvist hins heilaga grals. Nú get ég ekki svo mikið sem litið á málverk DaVincis af síðustu kvöldmáltíð- inni án þess að sjá í því landfræði- legar skírskotanir til Íslands. Það liggur í augum uppi að línurnar sem myndast milli Jesú og læri- sveinanna eru útlínur árinnar Jökul falls og brauðið á borðinu bendir greinilega á ákveðna stað- setningu á Kili. ÉG er ótrúlega stolt af því að musterisriddararnir skuli hafa valið Ísland. Hvar er líka betra að fela slíkan leyndardóm en hjá firrtri þjóð sem skýtur upp 800 tonnum af flugeldum á einni kvöld- stund sér til dægradvalar? Það dettur engum í hug að leita hjá svoleiðis bjánum. Tímasetningin er líka fullkomin. Það er ábyggi- lega engin tilviljun að þetta kemst í hámæli einmitt núna þegar allt logar í deilum um kristinfræði- kennslu í skólum og Júdas og Jesús eru farnir að auglýsa GSM-síma. EF friðarsúla Yoko Ono megnar ekki að koma Íslandi á kortið þá ættu þessar fréttir svo sannarlega að gera það. Fundur kaleiksins á eftir að skáka öllum innlendum fréttum af framhjáhaldi á Land- spítalanum og veislum fræga fólksins. Þetta verður ábyggilega sýnt beint og öll heimsbyggðin mun fylgjast með þegar uppgröft- urinn hefst og meðlimir Saving Iceland hlekkja sig við skóflur vís- indamannanna. Ég get varla beðið. Frétt ársins 11:16 13:32 15:49 11:29 13:16 15:06 Í dag er föstudagurinn 4. janúar, 4. dagur ársins. Veitingahúsið Kínamúrinn ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Töfralandið Tyrkland verður stöðugt vinsælli áfangastaður fyrir ævintýraþyrsta Íslend- inga sem vilja hafa það náðugt á fallegum ströndum, leika sér í sjónum eða kynnast dulúðarfullri menningarsögu landsins. Eyjan Marmaris er paradís Miðjarðarhafsins yfir sumartímann og smábærinn Içmeler hefur slegið í gegn með fegurð sinni og þjónustu við ferðamenn. Gist er á fyrsta flokks hótel- um, loftið er hreint og stöðugur andvari frá sjónum kælir sólunnendur í hitanum. Komdu til Tyrklands og sjáðu sólina í nýju ljósi. Forum Residence - Marmaris Faber - Içmeler Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verðdæmi: 62.148,- Nýtt og glæsilegt íbúðahótel með stórum og björtum íbúðum, vel staðsett við aðalgötuna í Marmaris. Ströndin er í göngufæri og stutt í verslanir og veitingastaði. Faber er einstaklega skemmtilegt íbúðahótel í Içmeler með ljúfu starfsfólki og góðum anda. Stutt í alla helstu þjónustu. Fallegur garður með góðri sundlaug. Verðdæmi: 60.820,- á mann m.v. 2 með tvö börn í 2 vikur 27. ágúst Verð á mann m.v. 2 fullorðna 73.620,- á mann m.v. 2 með tvö börn í 2 vikur 27. ágúst Verð á mann m.v. 2 fullorðna 78.275,- Ódýrustu sætin bókast fyrst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.