Fréttablaðið - 08.01.2008, Síða 33
ÞRIÐJUDAGUR 8. janúar 2008 17
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1.058
5.721 -3,75% Velta: 10.304 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,62 -0,62% ... Bakkavör
52,30 -5,77% ... Eimskipafélagið 34,00 +0,30% ... Exista 16,35
-6,04% ... FL Group 12,73 -2,82% ... Glitnir 20,40 -2,63% ... Icelandair
26,55 -0,19% ... Kaupþing 784,00 -4,39% ... Landsbankinn 32,45
-3,71% ... Marel 100,50 -0,99% ... SPRON 7,93 -2,1% ... Straumur-
Burðarás 14,03 -3,77% ... Össur 97,00 -2,51% ... Teymi 5,80 -1,19%
MESTA HÆKKUN
365 0,50%
EIMSKIPAFÉLAGIÐ 0,30%
ALFESCA 0,15%
MESTA LÆKKUN
EXISTA 6,04%
BAKKAVÖR 5,77%
KAUPÞING 4,39%
Umsjón: nánar á visir.is
Vísbendingar eru um að fjárfestar
leiti úr hlutabréfum í skuldabréf
eftir lækkanir í Kauphöll síðustu
daga, að því er fram kemur í hálf-
fimmfréttum greiningardeildar
Kaupþings.
Velta á skuldabréfamarkaði
nam í gær rúmlega 42,5 milljörð-
um króna og er það met. „Sam-
hliða lækkaði ávöxtunarkrafa
verðtryggðra bréfa um 8 til 15
punkta og óverðtryggðra bréfa
um 39 til 91 punkts. Þessi áköfu
viðskipti endurspegla án efa
breyttar vaxtavæntingar markað-
arins um hraðara vaxtalækkunar-
ferli hjá Seðlabanka Íslands,
sökum þess að íslenskt efnahags-
líf muni nú kólna hraðar en áður
var gert ráð fyrir,“ segir greining-
ardeildin. - óká
Flýja hlutabréf
yfir í skuldabréf
DIMMT YFIR KAUPHÖLLINNI Lækkanir
í Kauphöll Íslands eru taldar ýta undir
breyttar áherslur í fjárfestingum.
Íslenska fjárfestingarfélagið Nordic Partn-
ers hefur keypt Hamé, stórt matvælafyrir-
tæki í Mið- og Austur-Evrópu. Starfsmenn
Hamé eru um þrjú þúsund og veltan í fyrra
nam sautján milljörðum íslenskra króna.
Gísli Reynisson, forstjóri og aðaleigandi
Nordic Partners, segir kaupverðið trúnaðar-
mál. Beðið sé staðfestingar Samkeppnis-
eftirlits og samþykki þeirra á endurskoðuð-
um ársreikningi fyrir árið 2007. Hann segir
að unnið hafi verið að samningnum frá því í
mars á síðasta ári. Niðurstaðan sé ánægjuleg
þótt ferlið hafi verið strangt.
Helstu framleiðsluvörur Hamé eru unnar
kjötvörur, tilbúnar máltíðir, samlokur, barna-
matur, tómatvörur, sósur og grænmeti. Gísli
segir kaupin styrkja ytri vöxt matvælastarf-
semi Nordic Partners. Síðustu tvö árin hafi
miklar fjárfestingar styrkt innri vöxt fyrir-
tækjanna, meðal annars til að ná niður kostn-
aði. Útlit sé fyrir að veruleg veltuaukning
verði í matvælastarfseminni á næstu misser-
um og aukinn hagnaður.
Nordic Partners reka nú þegar margvís-
lega matvælastarfsemi í Lettlandi, Litháen
og Póllandi sem verður nú sameinuð undir
merkjum Hamé. Velta sameinaðrar starf-
semi er áætluð um 40 milljarðar króna á
árinu 2008. Framleidd verða nálægt 170 þús-
und tonn af unnum matvælum og ríflega 100
milljónir lítra af drykkjarvöru. - bg
Veltan eykst um 40 milljarða króna
FRAMLEIÐSLA Í SEXTÁN VERKSMIÐJUM
Framleiðsla Nordic Partners fer fram í Tékklandi,
Lettlandi, Póllandi, Litháen, Rúmeníu og Rússlandi.
Í þessum löndum eru einnig helstu markaðir
samsteypunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Rauði liturinn var nær allsráðandi
í Kauphöllinni í gær, þriðja daginn
á þessu ári sem Kauphöllin er
opin. 21 félag lækkaði á meðan
aðeins tvö hækkuðu. Mesta lækkun
varð á bréfum í Bakkavör Group
og Exista en stofnendur Bakka-
varar, bræðurnir Lýður og Ágúst
Guðmundssynir, eiga meirihlut-
ann í Exista.
Gengi bréfa í Bakkavör lækkaði
mest í gær, um 5,58 prósent, en
fast á hæla þess er Exista en geng-
ið á því lækkaði um 5,17 prósent.
Tíu önnur fyrirtæki lækkuðu um
meira en tvö prósent í dag og fór
Úrvalsvísitalan niður um 3,59 pró-
sent.
Mesta hækkun var hins vegar á
bréfum 365, um 0,50 prósent og í
Eimskipafélagi Íslands en gengi
þess fór upp um 0,29 prósent. - bg
Meiri lækkun
Stjórn Astraeus Limited, sem er
alfarið í eigu Northern Travel
Holding hf., hefur ráðið nýjan for-
stjóra fyrir Astraeus Limited, sem
þegar hefur hafið störf; eftir að
fyrrverandi forstjóri sagði starfi
sínu lausu í lok desember síðast-
liðinn, að því er fram kemur í
tilkynningu frá félaginu. Nýr
forstjóri heitir Mario Fulgoni og
hefur starfað sem fram kvæm da-
stjóri yfir flugrekstarsviði Astr-
aeus frá júlí 2007.
Northern Travel Holding hf. er
íslenskt eignarhaldsfélag í eigu
Fons hf. (44%), FL Group hf. (34%),
og Sund hf. (22%). Megináhersla
félagsins er rekstur flugfélaga og
fyrirtækja í ferðaiðnaði á Norður-
löndunum og í Norður-Evrópu. - bg
Nýr forstjóri