Fréttablaðið - 08.01.2008, Page 37
ÞRIÐJUDAGUR 8. janúar 2008 21
Hvaðan fékk Egill skáldskapar-
gáfu sína og hvar lærði hann gald-
ur? Svarið er að finna í nýju verki
sem frumsýnt var á Landnáms-
setrinu í Borgarnesi um helgina.
Þetta er fyrsta leikrit Brynhildar
Guðjónsdóttur sem jafnframt fer
með öll hlutverk þess.
Verkið fjallar um líf írskra
þræla á Íslandi og þeirra hlutverk
í íslenskri menningu og bókmennt-
um. Brák er írsk ambátt sem falið
er að ala upp Egil Skallagrímsson
sem síðar verður eitt mesta skáld
Íslendinga á víkingaöld.
Faðir hans og afi voru báðir var-
úlfar og Agli kippti í kynið, þannig
að ekki var nú auðvelt að ala upp
slíkan mann en það gerði Brák
fyrst og fremst með því að kenna
honum írska ljóðlist, sem nýttist
honum síðar á öllum alvarlegustu
stundum lífsins.
Hér er um heilsteypt verk að
ræða og að baki liggur gífurleg
rannsóknarvinna í leitinni að írsku
áhrifunum sem eru mikil með hlið-
sjón af því sem íslensk erfðagrein-
ing hefur staðfest að keltneskar
konur voru 63% allra landnáms-
kvenna. Hverjar voru svo þessar
þrælakonur og hvað hugsuðu þær?
Því svarar Brynhildur í frumraun
sinni í þessu tímamótaverki, Brák.
Ofurhetja Brynhildur heillar
áhorfendur upp úr skónum með
látbragði, leikni og meistaralegum
hljóðum. Hún leggur af stað í hina
miklu för frá Noregi til Íslands en
fer fyrst létt með að brytja niður
50 manns á þremur skipum og lágu
líkin út um allt í fantagóðri mynd
sem henni tekst að bregða upp í
byrjun.
Brynhildur velur svipað form
og Benedikt Erlingsson fylgdi í
sinni uppfærslu af Mr. Skalla-
grímsson. Formið og umgjörðin er
það sem tengir og minnir sýning-
arnar hvora á aðra − allt annað er
gerólíkt, enda annað sjónarhorn og
annað markmið.
Brynhildur á einstaklega létt
með að smeygja sér í og úr gerv-
um og var hrein unun að hlusta á
hana tala ýkta írsku þegar hún var
að lýsa því fólki sem óttaðist hinn
norræna drekaskríl sem mætti til
þess að ræna fólki. Það sem henni
tekst í þessu tveggja tíma leik-
verki, ferðalagi um bernsku Egils
Skallagrímssonar, fyrir utan að
glæða Þorgerði Brák lífi, er að
stökkva inn í gervi flestra sem á
vegi hennar verða og það með
hvaða látbragði og tungumáli sem
er.
Brynhildur er pólýglott, það er
margtyngd. Hún hefur svo gott
eyra og frábæran framburð að það
er engu líkara en að nýtt tungumál
sé bara eins og að læra nýtt lag.
Þetta hlýtur að vera í fyrsta sinn í
íslensku leiklistarsögunni að töluð
er gelíska hér á sviði? Það mál sem
líklega var samskiptamál mæðra
og barna hér í öndverðu. Það sem
við fáum út úr þessari sýningu er
líka nýtt lag, nýtt lag sem er þó svo
gamalt. Vísa eða ballaða sem Brák
syngur fyrir Egil en var í raun írsk
og að því er fram kom í verkinu
þegar sungin 400 árum fyrir land-
nám Íslands.
Í lífi hverrar hetju er alltaf
örlagavaldur. Egill Skallagrímsson
er hetja fornsagnanna, að vísu svo-
lítið ofbeldishneigður, svolítið ljót-
ur og kannski ekki húsum hæfur
eins og þar stendur, en engu að
síður eitthvað sem landinn stærir
sig af; hann er hetjan okkar. Hann
kunni að yrkja þótt skrímsl væri
af varúlfaættum og var ekkert að
bíða eftir því að verða fullorðinn
til þess að ná tökum á listinni, hann
var okkar Mozart, okkar undra-
barn, okkar haldreipi í baráttunni
við að búa okkur til rætur. Barn
sem samkvæmt Brák vó 27 merk-
ur við fæðingu, einstaklega höfuð-
stór strákur, reyndar komið fram
síðar að hann hefði verið með sjúk-
dóm svipuðum þeim og hinn frægi
fílamaður þjáðist af.
Í Egilssögu eru aðeins ellefu
línur um þessa merku konu. Egill
ku hafa verið óalandi og óferjandi.
Hinni fjölvitru fóstru tókst að ná
til hans betur en öðrum og hugsan-
lega var það hennar verk að hann
varð skáld.
Brynhildur nýtir sér dægurmál
og hreyfimynstur samtímans eins
og þegar hún sat og snyrti tánegl-
urnar í líki Beru eða hökti um með
göngugrind sem Gunnhildur gamla
Noregsdrottning eða kom Skalla-
grími fyrir í lazyboy allt með stór-
kostlegu látbragði sem minnti
helst á dóttur Chaplins á Listahátíð
um árið.
Lýsingin var einkar hugljúf. Það
er ekki auðvelt að breyta miklu í
þessu leikrými þannig að allt
ferðalagið er í gegnum leikinn,
tóna og hljóð úr hennar eigin barka
og lýsingu. Búningur ambáttarinn-
ar var smart, gaf skírskotanir í
margar áttir. Bæði tötrar og
skrautklæði í senn og notkun lita
meiri en við höfum átt að venjast í
grámyglulegu kuflunum sem forn-
mennirnir eru iðulega látnir birt-
ast í. Ýmis leiktæknileg atriði
minntu á klippingar úr kvikmynd-
um eins og þegar hún í lokin fórn-
ar sér, fórnar lífi sínu fyrir fóstur-
son sinn, og birtist eins og í sama
myndskeiði aftur og aftur.
Hér hafa þau Atli Rafn unnið vel
saman og líklega verða þau ansi
mikið uppi í Borgarfirði næstu
sumur því þessari fjölkunnugu
fóstru eiga flestir eftir að vilja
kynnast.
Elísabet Brekkan
Skáldmóðir dóttir Írlands
LEIKLIST
Brák
Höfundur og leikari: Brynhildur Guð-
jónsdóttir. Búningur: Þórunn María
Jónsdóttir. Tónlist: Pétur Grétarsson.
Leikmynd: Stígur Steinþórsson.
Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálma-
son. Leikstjóri: Atli Rafn Sigurðarson
★★★★
Frábær sýning!
BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR
LEIKKONA SEM ÞORGERÐUR BRÁK
Kennsla hefst
14. janúar
Innritun og upplýsingar
í síma 561 5620
frá kl. 12-17
www.schballett.is
11. janúar
19. janúar
25. janúar
45% 30%