Fréttablaðið - 08.01.2008, Page 42

Fréttablaðið - 08.01.2008, Page 42
26 8. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Chelsea og Everton mætast í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbik- arsins á Stamford Bridge í kvöld. Afríkukeppnin hefur sín áhrif á leikinn þar sem Didier Drogba og Salomon Kalou taka þátt í undirbúningi með landsliði Fílabeinsstrandarinnar fyrir Afríkukeppnina og Michael Essien leikur með Gana. Chelsea vonast þó til þess að Jon Obi Mikel fái leyfi til þess að spila leikinn eftir að knattspyrnusam- band Nígeríu gaf Everton grænt ljós á að Yakubu og Joseph Yobo spiluðu leikinn. Knattspyrnusam- band Suður-Afríku var ekki jafn skilningsríkt í sambandi við Steven Pienaar og neitaði Everton um leyfi til að spila honum í kvöld, en enska liðið hyggst virða þá tilskipun að vettugi. - óþ Undanúrslit deildarbikarsins: Afríkukeppnin hefur sín áhrif Pétur Már Sigurðsson og félagar í Skallagrími komu mörgum á óvart með því að bursta Stjörnuna með 25 stigum í Borg- arnesi á sunnudagskvöldið. Liðið lék án tveggja byrjunar- liðsmanna, Axel Kárasonar og Milojica Zekovic, en sá síðarnefndi hefur skorað 22 stig að meðaltali í vetur. Pétur Már átti stórleik, skoraði 24 stig og setti niður sex þriggja stiga skot. „Við spiluðum mjög góða vörn og svo tóku allir í liðinu meiri ábyrgð. Það voru allir að spila vel og við vorum að hitta loksins fyrir utan. Ég myndi segja að þetta hafi verið besti leikurinn hjá mér í vetur og líka hjá Pálma sem var svakalega góður. Darell Flake var líka algjör- lega óstöðvandi og skoraði bara af vild,” segir Pétur. „Mér fannst eins og þeir kæmu svolítið værukærir í leikinn og við byrjuðum á því að spila rosalega stífa vörn og stemningin var okkar megin frá byrjun,” segir Pétur en Stjörnumenn skoruðu aðeins 11 stig á fyrstu tólf mínútunum. Borgnesingum gekk vel að dekka sinn gamla liðsfélaga Dimitar Karadzovski sem fann sig ekki. „Við töluðum um það á æfingu hvernig við áttum að verjast honum. Við vorum að tvídekka hann og þvinga hann í léleg skot og það gekk vel,” segir Pétur en Dimitar tapaði fimm boltum áður en hann skoraði sína fyrstu körfu þegar Stjarnan var komin 20 stigum undir . „Við erum búnir að æfa rosalega vel í jólafríinu. Ken Webb er algjör fagmaður, hefur komið með nýja vídd í þetta hjá okkur og leggur rosalega mikið upp úr varn- arleik sem er að skila sér hjá okkur,” segir Pétur. „Við Íslendingarnir í liðinu erum búnir að hitta frekar illa í vetur en við eigum að geta notað þennan leik til þess að fá aukið sjálfstraust,” segir Pétur en Borg- nesingar settu niður 13 þriggja stiga skot í leiknum. Skallagrímsmenn þurfa einnig að spila án þeirra Zekovic og Axels í næstu leikjum. „Það er slæmt að missa þessa menn en það sýnir kannski karakterinn í liðinu að menn eru ekkert að leggjast í neitt volæði held- ur þjöppum okkur bara saman,” segir Pétur Már að lokum. PÉTUR MÁR SIGURÐSSON: SKORAÐI 24 STIG Í ÓVÆNTUM STÓRSIGRI SKALLAGRÍMS Á STJÖRNUNNI Allir í liðinu tóku á sig meiri ábyrgð Tími Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur 16.45 17.45 EÐL103 NÁT123 ÍSL503 SPÆ203 FRA203 ÍTA403 ÞÝS203 STÆ403 SAG173 EFN103 NÁT133 SPÆ403 STÆ313 FRA403 ÍSL303 ÍTA103 NÁT113 SAG263 STÆ203 ÞÝS403 17.55 18.55 EFN103 NÁT133 SPÆ403 STÆ313 FRA403 ÍSL303 ÍTA103 NÁT113 SAG263 STÆ203 ÞÝS403 EÐL103 NÁT123 ÍSL503 SPÆ203 FRA203 ÍTA403 SAG173 STÆ403 ÞÝS203 XXX XXXXXXXXXX XXXXXXXXXX XXXXXXXXXXX XXXXXXXXXX 19.10 20.10 DAN203 FÉL 103 ÍSL203 ÍSL403 ÞJÓ163 ÞJÓ263 ÞJÓ363 FÉL203 ÍSL3G3 LAN103 NÁT103 SAG203 ÍSL322/422 ENS503 FÉL263 HEI103 LÍF103 SAG3E3 SÁL103 ENS203 FÉL233 FÉL3036 ÍTA513 MYN153 ENS422/522 20.15 21.15 DAN203 FÉL 103 ÍSL203 ÍSL403 ÞJÓ163 ÞJÓ263 ÞJÓ363 FÉL203 ÍSL3G3 LAN103 NÁT103 SAG203 ENS503 FÉL263 HEI103 LÍF103 SAG3E3 SÁL103 ENS203 FÉL233 FÉL3036 ÍTA513 MYN153 Innritun í Öldungadeild MH fer fram þriðjudaginn 8. janúar, miðvikudaginn 9. janúar og fi mmtudaginn 10. janúar 2008 frá 15.00 - 19.00. Símainnritun verður frá 09.0-12.00 í síma 5955207. Námsrágjafar verða við 9. og 10. janáur frá 16.00-18.30. Deildastjórar verða við 10. janúar frá 17.00-18.00. Vefræn skráning er opin á www.mh.is undir Öldungadeild ÍSL322, ÍSL422, ENS422 OG ENS522 eru yndislestraráfangar og ekki á föstum tímum í töfl u. Áfangarnir ÞJÓ 163/263/363 eru kenndir saman. Hægt er að velja LAN103 og SAG203 saman. Þeir eru kenndir í dreifmennt og í staðbundnum lotum. Nánari uplýsingar varðandi innritun er að fi nna á www.mh.is > Sverre á batavegi Sverre Andreas Jakobsson, leikmaður íslenska landsliðs- ins í handbolta, er á góðum batavegi eftir að hafa veikst heiftarlega á æfingarmóti í Danmörku um síðustu helgi. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að Sverre væri á batavegi. „Sverre var mjög slappur við heimkomuna á sunnudagskvöld og hefur því verið mikið til á sjúkrahúsi síðan. Verið er að reyna koma í hann vökvanæringu í æð svo hann nái sér fljótt og vel. Við vitum ekki nákvæmlega hvað amaði að honum og vonum að það sé ekkert sem gangi um hópinn,“ sagði Einar. KÖRFUBOLTI KR-ingar hafa fengið til síns Bandaríkjamanninn Jer- emiah Sola sem er með ítalskt vegabréf og var lykilmaður þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrravor. Sola er kominn til landsins og spilar gegn Grindavík á fimmtudaginn. Jeremiah Sola kláraði ófáa leik- ina með KR í úrslitakeppninni í fyrra og átti frábæran dag þegar KR tryggði sér titilinn. Sola var með 24 stig, 15 fráköst og 5 stoð- sendingar í 83-81 sigri í fjórða leiknum. Jeremiah Sola sá KR- inga vinna níu stiga seiglusigur á Fjölnismönnum í Grafarvogi á sunnudagskvöldið og æfði með liðinu í gærkvöldi. „Hann á eftir að nýtast okkur vel fyrst að Fannar er meiddur. Hann sýndi það í fyrra að þetta er töffari á velli,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, og þá á hann ekki bara við húðflúrin. „Hann getur skorað, er hörku sendingamaður og þá setur hann stóru skotin niður og getur stigið upp í lok leikja,“ bætir Benedikt við en Sola var mjög vinsæll í KR og þá sérstaklega hjá Miðjunni sem kemur örugglega til með að syngja mikið til heiðurs honum. „Þetta er leikmaður sem vann titil með okkur og ég sem þjálfari gleðst mikið yfir því að fá þarna einn í viðbót úr sigurliðinu. Ég veit að hann var vel liðinn innan leikmannahópsins og sérstaklega vinsæll meðal stuðningsmann- anna. Ég held að það séu margir í Vesturbænum sem fagna komu hans,“ segir Benedikt. Sola vildi sjálfur koma til KR og var búinn að vera í sambandi við KR-inga síðustu misseri. „Við töl- uðum við hann eftir tímabilið í fyrra. Þá var hann með óraunhæf- ar kröfur og það gekk ekki upp. Svo fór hann til Kýpur og var óánægður þar snemma. Hafði þá samband í nóv- ember en var ennþá í óraunhæfum kröfum og við vorum því ekkert að spá neitt í því enda vorum við með menn sem við ætluð- um að keyra á. Svo hætti hann á Kýpur og var farin að vinna heima í Kaliforníu og sótti hart í það að fá að koma aftur. Við létum aldrei verða að því fyrr en Fannar datt út. Þá var þetta eiginlega orðið rakið því við urðum bara að bregðast við því okkur vantaði meiri hæð og styrk inn í teig,“ sagði Bene- dikt. Fyrsti leikur Sola verð- ur á móti Grindavík í DHL-höllinni á fimmtu- daginn en Sola var með 24,5 stig að meðaltali í tveimur deildarleikjum liðanna í fyrravetur. ooj@frettabladid.is Sola er mættur í Vesturbæinn KR-ingar hafa fengið til sín framherjann Jeremiah Sola sem var lykilmaður þegar liðið vann Íslandsmeist- aratitilinn í fyrravor. Sola er kominn til landsins og spilar gegn Grindvíkingum á fimmtudaginn. GÓÐUR Í FYRRA Jeremiah Sola var lykilmaður á bak við Íslands- meistaratitil KR í fyrravetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Makedóníski körfu- boltamaðurinn Jovan Zdravev- ski hefur skipt yfir í Stjörnuna og mun spila með nýliðunum úr Garðabæ það sem eftir lifir tíma- bilsins. KR-ingar létu Jovan fara um leið og þeir fengu Jeremiah Sola til sín. Jovan Zdravevski var með 22,0 stig að meðaltali á þremur árum sínum í Borgarnesi en hefur bara skorað 10,5 stig að meðaltali með KR í vetur. Jovan hitti úr 41,5 prósentum þriggja stiga skota sinna með Skallagrími en hefur aðeins hitt úr 22,8 prósentum þriggja stiga skota í KR-bún- ingnum. Það er því ljóst á þess- um tölum að hann fann sig ekki í Vesturbænum. „Þetta er algjör öðlingsdreng- ur, ég vona að honum gangi rosa- lega vel og hann finni taktinn sinn aftur sem hann fann aldrei í KR. Hans verður sárt saknað og þá sérstaklega félagslega. Það er ekki hægt annað en að líka vel við hann,“ sagði Bendedikt Guð- mundsson, þjálfari KR, um brott- hvarf Jovans. Jovan mun því spila tvo leiki í röð á móti Fjölni því hann var með 9 stig á 18 mínútum í 94-85 sigri KR á Fjölni á sunnudags- kvöldið og næsti leikur Stjörnu- manna er einmitt gegn Fjölni í Garðabæ á fimmtudagskvöldið. - óój Hrókeringar hjá Íslandsmeisturum KR-inga í gær: Jovan til Stjörnunnar FANN SIG EKKI Jovan Zdravevski var ekki sami leikmaður í Vesturbænum og hann var í Borgarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.