Fréttablaðið - 17.01.2008, Page 6

Fréttablaðið - 17.01.2008, Page 6
6 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR FÉLAGSMÁL „Ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir,“ segir Garðar Sverrisson, formaður hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins (ÖBÍ), um dauðaslys sem varð eftir að íbúi með framheila- skaða lést í fyrra af brunasárum sem hann hlaut inni á baðherbergi sínu í Hátúni. Í harðorðri greinargerð Sigur- steins Mássonar, fyrrverandi for- manns ÖBÍ, um aðstæður í Hátúni segir að öryggismál hafi verið í ólestri. Tvívegis hafi hann hvatt til að settir yrðu hitastillar inni á baðherbergi allra íbúða. „Ekki var aðhafst í málinu fyrr en eftir slysið,“ segir Sigursteinn. Helgi Hjörvar alþingismaður var formaður hússjóðs ÖBÍ á þeim tíma sem greinargerð Sigursteins vísar í en sjóðurinn fer með umsjón fasteigna þess. „Samkvæmt mínum upplýsing- um var búið að skipta um hita- stýrð blöndunartæki í 200 af 240 íbúðum og fjárveiting komin til að ljúka verkinu þegar þetta hörmu- lega slys varð síðastliðið sumar. Það breytir ekki því að ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir,“ segir Garðar. Í greinargerðinni gagnrýnir Sigursteinn líka að tvívegis frá árinu 2005 hafi það gerst að fólk hafi verið látið í íbúðum sínum svo vikum skipti áður en þess var vitj- að. Þó hafi ekki verið gripið til ráðstafana. Í fyrra málinu hafi stjórnarmenn hússjóðsins ekki sent samúðarskeyti til ættingja heldur aðeins reikning fyrir nýrri málningu auk húsaleigureiknings. „Hvað varðar þennan líkfund þá er hann fjarri því að vera eins- dæmi í okkar samfélagi en er auðvitað sorg- legur eins og aðrir slíkir. En það er ekki upp- byggilegt að nota svona harmleiki til að varpa sök á leigusala sem hefur takmark- að vald til að fylgjast daglega með leigjendum sínum. Við verðum að átta okkur á að hér er um að ræða einkaheimili sjálfstæðra einstaklinga sem hafa síðasta orðið um hvort og þá hversu mikla þjónustu, eftirlit og önnur afskipti þeir kjósa,“ segir Garðar um ummæli Sigursteins. „Eins og fleiri er ég fyrst og fremst hissa á hve dökk og ein- hliða mynd er dregin upp í þess- ari skýrslu, sem greinilega var ætlað að valda skyndilegu upp- námi rétt áður en gengið var til atkvæða í viðkvæmu og vand- meðförnu máli,“ segir Garðar enn fremur. Helgi Hjörvar vill ekki tjá sig um greinargerð Sigursteins. karen@frettabladid.is Það breytir ekki því að ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir. GARÐAR SVERRISSON FORMAÐUR HÚSSTJÓRNAR ÖBÍ STJÓRNMÁL Þingmenn lands- byggðar kjördæmanna þriggja – Norðvestur-, Norðaustur- og Suður kjördæma – fá senn starfs- menn sér til aðstoðar við þing- störfin. Um leið fá formenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi aðstoðarmenn. Fyrirætlanin er hluti af aðgerðum til að bæta starfs aðstöðu þingmanna. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segir unnið að mótun reglna um aðstoðarmennina og að lokahönd verði senn lögð á verkið. Hann segir stefnt að því að aðstoðarmennirnir geti hafið störf í mars. Hver og einn þingmaður fær aðstoð sem nemur einum þriðja af stöðugildi. Þrír samflokks- menn í sama kjör- dæmi gætu því sameinast um aðstoðarmann. Eins og nú háttar til fá 22 þing- menn og þrír flokksformenn aðstoðarmann. Aðstoðarmenn- irnir verða á launaskrá Alþing- is. Aðrar aðgerðir sem miða að bættri starfsaðstöðu þingmanna eru til dæmis fjölgun ritara við nefndasvið Alþingis og aukin tækifæri þingmanna til að fylgj- ast með framvindu Evrópumála, meðal annars með heimsóknum til stofnana Evrópusambandsins og systurflokka í Evrópuþinginu. Eitt hundrað milljónum var varið til breytinga á þingsköpum og bættrar starfsaðstöðu þing- manna á fjárlögum ársins. - bþs Reglur um aðstoð við þingmenn og formenn stjórnarandstöðuflokka í mótun: Þingmenn fá aðstoðarmenn í mars STURLA BÖÐVARSSON AÐSTOÐARMENN Ráðherrar 12 Formenn stjórnarandst.fl. 3 Landsbyggðarþingm. 7 DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt nítján ára karlmann í hálfs árs skilorðs- bundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn nefbraut annan mann með hnefahöggi í miðbæ Akur eyrar um verslunarmanna- helgina 2006. Árásin átti sér stað í hópslagsmálum á Ráðhústorgi. Árásarmaðurinn braut skilorð með líkamsárásinni og því var hæfileg refsing ákveðin sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Auk þess var hann látinn greiða fórnarlambinu 130.000 krónur í bætur og 200.000 krónur í sakarkostnað. - sþs Sex mánuðir skilorðsbundnir: Nefbraut mann á Ráðhústorgi ÞÝSKALAND, AP Bolur með áprent- aðri gulri Davíðsstjörnu sem á stendur „reykingamaður“ til að líkja meðferð á reykingamönn- um við meðferð á gyðingum á tímum nasism- ans hefur vakið mikla reiði meðal gyðinga í Þýskalandi. Í byrjun árs var innleitt reykingabann á veitingastöðum og börum í nokkrum þýsku sambandsland- anna. Mánuði fyrr hóf viðburða- fyrirtækið DMP að bjóða bolina til sölu á vefsíðu sinni. Varaforseti Samtaka gyðinga í Þýskalandi fordæmdi bolina og í kjölfarið hætti DMP sölu þeirra. - sdg Reiði meðal þýskra gyðinga: Davíðsstjarna reykingamanna JAPAN, AP Paul Watson, leiðtogi Sea Shepherd-samtakanna, krafðist þess í gær að tveim skipverjum hans sem er haldið um borð í japönsku hvalveiðiskipi yrði sleppt tafar- og skilyrðislaust. Mennirnir tveir fóru um borð í hvalskip- ið Yushin Maru 2 í fyrradag. Saka Japanarnir þá um að hafa reynt að vinna spellvirki um borð í skipinu. Watson segir að hans menn hafi aðeins ætlað að afhenda skipstjóra skipsins tilkynningu um að hann væri að stunda ólöglegar veiðar. Watson hét frekari aðgerðum til að stöðva veiðarnar. - aa Watson í stríði við Japana: Krefst frelsis fyrir skipverja PAUL WATSON Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Opið mánud.–föstud. 10–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12-16 Risaútsa la Allt að afsláttur af fatnaði 70% TB W A \R EY K JA V ÍK \S ÍA DAVÍÐSSTJARNA Nasistar létu gyð- inga ganga með Davíðsstjörnu. Finnst þér að læknar eigi að manna neyðarbíl Landspítal- ans? Já 90% Nei 10% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú að gengi krónunnar falli á næstunni? Segðu skoðun þína á visir.is KENÍA, AP Tveir létust eftir að lög- regla skaut þá og sex særðust í gær á fyrsta degi þriggja daga skipu- lagðra fjöldamótmæla stjórnar- andstöðunnar í Kenía. Stjórnar- andstöðuleiðtoginn Raila Odinga boðaði til mótmælanna þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu sett bann við mótmælum eftir mikið mannfall í óeirðum í kjölfar kosninganna 27. desember síðastliðinn. Odinga sakar forsetann, Mwai Kibaki, um að hafa rænt hann kosningasigrin- um með kosningasvindli. Rigningarveður sem var víða í Kenía í gær dró úr mótmælunum. Hópur fólks kastaði steinum í lög- regluna í einu fátækrahverfa höfuðborgarinnar Naíróbí og í bænum Kisumu í vesturhluta landsins. Annars staðar fóru mót- mælin friðsamlega fram og voru í flestum tilfellum brotin á bak aftur af lögreglu. Í Naíróbí eltu lögreglumenn á hestum smáa hópa mótmælenda niður götur í miðbænum. Þegar táragasi var beitt lokuðu fyrirtæki á svæðinu skjótt og þúsundir skelfdra skrifstofumanna í jakka- fötum og á háum hælum þustu út á göturnar. Sumir lýstu gremju sinni á mótmælunum með því að hrópa „farðu heim Raila!“ Odinga hét því að leiða mótmæl- in í miðbæ Naíróbí en komst síðan ekki á staðinn. Stuðningsmenn hans hafa heitið því að halda áfram að mótmæla þangað til Kibaki og stjórn hans viðurkenna kosninga- svindl. - sdg Þriggja daga skipulögð fjöldamótmæli stjórnarandstöðunnar í Kenía hófust í gær: Mannfall á fyrsta degi mótmælanna MANNHAF Þúsundir Keníabúa söfnuðust saman á götum borgarinnar Eldoret til að mótmæla í gær. NORDICPHOTOS/AFP Hússjóður axlar einn ábyrgð á dauðaslysi Garðar Sverrisson, formaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins, segir að ef einhver beri ábyrgð á því að maður lést í Hátúni vegna of heits vatns sé það stjórn hús- sjóðins. Fyrrverandi formaður ÖBÍ dragi upp of dökka mynd af stöðu mála. GARÐAR SVERRISSON HÁTÚN Mikill styr stendur um aðbúnað í íbúðum Öryrkjabandalagsins í Hátúni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.