Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.01.2008, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 17.01.2008, Qupperneq 8
8 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Níu fiskvinnslu- fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða hætt rekstri eftir að samdrátt- ur aflaheimilda var boðaður í byrj- un júlí. Á þriðja hundrað störf hafa tapast. Engar fjöldauppsagnir eða rekstrarstöðvanir tóku gildi fyrstu sex mánuði ársins. Aðeins upphaf- ið að hrinu uppsagna, er mat for- manns Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Alls hafa níu fiskvinnslufyrir- tæki sagt upp starfsfólki. Sex þeirra störfuðu við vinnslu bol- fisks eða voru með fjölbreytta vinnslu. Ástæður uppsagna eru undantekningalaust útskýrðar af stjórnendum þeirra sem viðbrögð við niðurskurði aflaheimilda í þorski um 30 prósent. Þrjú fyrir- tækjanna eru rækjuverksmiðjur þar sem uppsagnir og rekstrar- stöðvun ræðst aðallega af hráefn- isskorti og sterkri stöðu krónunn- ar. Rækjuveiði hér við land er orðin hverfandi miðað við það sem áður var og verksmiðjurnar hafa byggt á vinnslu á innfluttu hráefni að stórum hluta. Hópuppsagnir voru boðaðar í rækjuvinnslu Samherja á Akur- eyri á þriðjudag. Stjórnendur fyrirtækisins hafa hagrætt mikið í rekstri fyrirtækisins á undanförn- um árum en rekstrarskilyrði vegna stöðu krónunnar er helst um að kenna að starfseminni er hætt nú. Stærstu áföllin eru uppsagnir Eskju á Eskifirði og Humarvinnsl- unnar í Þorlákshöfn í september 2006. Þar var sagt upp 100 starfs- mönnum á einum degi. Á Eskifirði var um sérhæft þorskvinnsluhús að ræða sem missti rekstrargrund- völl sinn vegna þorskniðurskurðar upp á þúsund tonn hjá fyrirtæk- inu. Þorskniðurskurðurinn var einnig ástæða uppsagna í Þorláks- höfn þar sem fyrirsjáanlegur verk- efnaskortur réð uppsögnum, að sögn forsvarsmanna. Rækjuvinnslu Miðfells hf. á Ísa- firði var hætt í júní en endurreist með styrk Byggðastofnunar síðar á árinu. Þar náðist að endurheimta 25-30 störf af 40. Stapi á Bíldudal, sem sagði upp 12 starfsmönnum í lok október, hyggst einnig hefja vinnslu aftur í mars. Arnar Sigurmundsson, formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva, greindi stöðuna svo á aðalfundi samtakanna í lok september að þúsund störf myndu tapast á sjó og í landvinnslu vegna niðurskurðar aflaheimilda á yfirstandandi fisk- veiðiári. „Þetta mat virðist því miður hafa verið rétt og við eigum eftir að sjá hópuppsagnir á kom- andi mánuðum.“ svavar@frettabladid.is DÓMSMÁL Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til að greiða eMax ehf. rúmar sextíu þúsund krónur með vöxtum vegna umframniðurhals með netteng- ingu. Á fjórum mánuðum var alls um tuttugu gígabætum af gögnum halað niður umfram það sem kvað á um í samningi. Fyrir dómi neitaði konan að gangast við niðurhalinu, og sagði ómögulegt fyrir eMax að mæla nákvæmlega hversu miklu hefði verið halað niður á nettengingu hennar, þar sem hún væri ekki með fasta IP- tölu. Þessi rök héldu ekki fyrir dómi. Konan var því dæmd til að greiða reikninginn með vöxtum, auk hundrað þúsund króna í málskostnað. - sþs Fyrrum viðskiptavinur eMax: Gekkst ekki við niðurhali Hópuppsagnir fiskvinnslufyrirtækja Miðfell Ísafjörður 40 starfsmenn Stapi Bíldudalur 12 starfsmenn Humarvinnslan Þorlákshöfn 59 starfsmenn Rammi Siglufjörður 31 starfsmenn Krækir Dalvík 32 starfsmenn Samherji Akureyri 20 starfsmenn GPG Raufarhöfn 10 starfsmenn Frystihús Breiðdalsvíkur Breiðdalsvík 8 starfsmenn Eskja Eskifjörður 40 starfsmenn LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóri varar við nýrri tegund fjársvika- bréfa sem berast í tölvupósti. Í bréfinu kveðst sendandinn vera endurskoðandi við Prime Bank í London, og sé að leita að samstarfi við heiðarlegan mann við að flytja úr landi upphæð sem samsvarar milljarði króna úr landi. Því er heitið að upphæðinni verði skipt til helminga. Þessi tegund bréfa kallast Nígeríubréf, enda sendandinn oft- ast þaðan, og eiga það sameigin- legt að innihalda gylliboð sem ekki eru á rökum reist. Sendandinn þykist ýmist vera fulltrúi erlendra ríkisstjórna, konungborinn erf- ingi, prestur eða einhver annar, og biður móttakandann um að hjálpa sér við að leysa háar fjárhæðir úr banka. Til að koma málum af stað þarf viðkomandi að leggja fram ákveðna upphæð, sem vindur stöðugt upp á sig. Gulrótin — fjár- hæðin háa sem sögð er vera á erlendum reikningi — er ekki til. Í tilkynningu frá ríkislögreglu- stjóra segir að því miður hafi margir Íslendingar látið glepjast af bréfum af þessu tagi, og fjár- hagslegt tjón þeirra verið umtals- vert. Almenningur eigi að varast slíkar tilkynningar og leita lög- reglu ef grunsemdir vakna. - sþs Ríkislögreglustjóri biður almenning að hafa varann á í netviðskiptum: Varað við Nígeríusvindlurum GYLLIBOÐ Dæmigert Nígeríubréf þar sem sendandinn segist hafa fjörutíu milljónir dollara til umráða, og lofar móttakandanum 40 prósenta hluta ef hann aðstoðar hann við að koma fénu úr landi. SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenskra skipa í desember var 11 prósentum minni en í desember 2006, sé hann metinn á föstu verði. Árið 2007 dróst fiskaflinn saman um 3,1 prósent á föstu verði miðað við árið 2006. Aflinn nam alls 77.295 tonnum í desember 2007 samanborið við 71.919 tonn í desember 2006. Botnfiskafli dróst saman um rúmlega 8.400 tonn frá desember- mánuði 2006 og nam rúmum 24.900 tonnum. Þorskafli dróst saman um rúm 6.900 tonn, ufsaafli um tæp 1.400 tonn og karfaafli um tæp 880 tonn. Ýsuafli jókst um rúm 1.690 tonn. - shá Heildarafli í desember: Minni afli á föstu verði GRÆNLAND, AP Íslandsvinurinn og fyrrverandi formaður grænlensku landstjórnarinnar, Jonathan Motzfeldt, hefur sagt af sér sem forseti grænlenska þingsins vegna ásakana um að hafa í fyrravor gerst sekur um kynferðislega áreitni. Motzfeldt, sem starfaði sem prestur áður en hann fór í stjórnmálin, neitar sök, en ákvað samt á þriðjudag að víkja úr sæti þingforseta þar sem ásakanirnar hefðu grafið undan virðingu þingsins og orðspori Grænlands út á við. Fyrir helgi greindi kona úr grænlensku stjórnsýsl- unni frá því í viðtali við dagblaðið Sermitsiaq að Motzfeldt hefði káfað á sér eftir vinnufund heima hjá honum í apríl 2007. Konan, sem ekki er nafn- greind, sagði að hún hefði fyrst í ágúst tilkynnt atvikið til lögreglu. Áfallið og áhyggjur af starfs- frama sínum hafi valdið töfinni. Lögreglan lét málið niður falla með þeim orðum að ekki væri grund- völlur fyrir ákæru. Þá sneri konan sér til danska ríkissaksóknarans, en þess er vænst að hann ákveði snemma í febrúar hvort ný rannsókn skuli fara fram. „Það er mikilvægt fyrir mig að segja að samviska mín er hrein og að ég hef ekki á nokkurn hátt áreitt starfsmanninn kynferðislega,“ sagði Motzfeldt í yfirlýsingu. Hann heldur þingsæti sínu fyrir Siumut-jafnaðar- mannaflokkinn og formennsku í dansk-grænlensku nefndinni sem er að semja ný heimastjórnarlög. - aa Saksóknari kannar ásakanir um kynferðislega áreitni forseta Grænlandsþings: Motzfeldt víkur úr forsetastóli JONATHAN MOTZFELDT Íslandsvinurinn hefur sagt af sér sem forseti grænlenska þingsins. Hópuppsagnir hjá níu fiskvinnslum Níu fiskvinnslufyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða hætt rekstri síðan niður- skurður aflaheimilda í þorski var boðaður. Engar fjöldauppsagnir eða rekstrar- stöðvanir voru á fyrri hluta árs 2006. Frekari hópuppsagnir eru yfirvofandi. ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Demants ... ... kjarnaborar: 42 - 400 mm ... slípibollar: 125 og 180 mm ... sagarblöð: 125 - 800 mm Gæði og gott verð. FRAKKLAND, AP Franskur dómstóll úrskurðaði í gær að olíurisinn Total SA og þrír aðrir sakborningar ættu að greiða yfir 18,5 milljarða króna í skaðabætur vegna olíulekans sem varð þegar olíuflutningaskipið Erika sökk vestur af strönd Frakklands árið 1999. Um 20.000 tonn af olíu láku í Atlantshafið og er talið að um 75.000 fuglar hafi drepist vegna mengunarinnar. - sdg Skipskaði í Frakklandi 1999: Bætur vegna olíumengunar ERIKA SEKKUR Ári eftir atvikið samþykkti ESB hertari reglur um öryggi á sjó. 1 Hvaða fyrirtæki hyggst hætta rækjuvinnslu á Akureyri? 2 Hvað heitir konungur Sádi- Arabíu sem tók á móti George W. Bush á dögunum? 3 Hver hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Newcastle? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.