Fréttablaðið - 17.01.2008, Page 16

Fréttablaðið - 17.01.2008, Page 16
16 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR KÓPAVOGUR Síðastliðið sumar var samþykkt tillaga í bæjarstjórn Kópavogs þess efnis að Kópavogsbúar fengju frítt í strætisvagna frá og með nýliðnum áramótum. Nú þegar nokkuð er liðið á janúarmánuð bólar enn ekkert á því að tillagan fari í framkvæmd. „Þessi tillaga var samþykkt á sínum tíma, en þetta var hálfgert frumhlaup hjá bæjarstjóranum og lítið búið að hugsa út í sjálfa framkvæmdina,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. „Stjórn Strætó bs. óskaði eftir því að framkvæmd- inni yrði frestað í hálft ár til þess að finna megi lausn á því hvernig hægt verði að framkvæma þetta.“ Ármann Kr. Ólafsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs og formaður stjórnar Strætó bs., segir stjórn Strætó hafa viljað bíða eftir að sjá útkomuna úr tilrauninni sem nú stendur yfir með gjaldfrjálsan akstur fyrir námsmenn. „Niðurstaðan úr þeirri tilraun kemur óhjákvæmilega til með að hafa áhrif á hvernig gjaldskrá Strætó bs. þróast. Við viljum fá að skoða þessar niðurstöður og fá svo að taka ákvörðun varðandi framhaldið út frá þeim.“ - vþ Hugmyndir um gjaldfrjálsar strætisvagnaferðir í Kópavogi: Verkefni í bið fram á sumar GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR, ODDVITI SAMFYLKINGAR- INNAR Segir ákvörðunina hafa verið tekna í flýti. ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Segir Strætó bs. vilja bíða niðurstöðu tilraunar með gjaldskrá fyrir námsmenn. LÖGREGLUMÁL Áttatíu og níu ökumenn voru myndaðir við brot sín í Hvalfjarðargöngunum á tæplega áttatíu og átta klukku- stundum frá þriðjudegi til föstudags í síðustu viku. Var meðalhraði þeirra tæplega 85 kílómetrar á klukkustund en í göngunum er 70 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á meira en 100 kílómetra hraða og tíu ökumenn voru á meira en 90 kílómetra hraða. Alls fóru 5.700 ökutæki um Hvalfjarðargöngin á þessum tíma og voru því 1,6 prósent ökumanna yfir leyfilegum hámarkshraða. - ovd Akstur í Hvalfjarðargöngum: Langflestir á löglegum hraða Hljóðfærahúsið í samstarfi við tónlistarskólann Tóney SÍÐUMÚLA 20 - Sími 591 5350 - www.hl jodfaerahusid. is Spennandi tónlistarnám fyrir fólk á öllum aldri í klassík, suzuki, djass-, heims- og tilraunatónlist. Meðal annars er kennt á fiðlu, víólu, selló, kontrabassa, þverflautu, klarínett, trompett og píanó. Skráning fer fram hjá Tóney, Síðumúla 8, í síma 551 3888 eða á heimasíðunni www.toney.is FJARSKIPTI „Þeir hafa hvorki látið sjá sig né í sér heyra,“ segir Bára Hjaltadóttir, ábúandi á Fellsenda í Dölum, aðspurð hvort hún sé komin með síma. Eins og Frétta- blaðið greindi frá á mánudaginn óskaði hún eftir flutningi á síma 8. desember. Bára segist vita til þess að menn frá Mílu hafi verið á svæðinu síð- astliðinn þriðjudag. „Miðað við orð upplýsingafulltrúans þá á ég að vera í forgangi. En ég hef það á tilfinningunni að þetta séu reglunar og það sé ekki farið eftir þeim.“ Hún segir tafir á viðgerð- um ekkert eins- dæmi því sím- inn hafi bilað milli jóla og nýárs hjá nágranna hennar og hafi ekki kom- ist í lag aftur fyrr en nýlega. „Það voru tvær vikur sem þau voru símalaus og það var engin útivinna eða strengjalagnir í því.“ Bára telur þetta mikið öryggis- leysi enda séu þau algerlega síma- sambandslaus þar sem ekkert gsm-samband er á svæðinu. „Húsið var skilgreint sem sum- arbústaður og það er ekki búið að klára það ferli,“ segir Linda B. Waage, forstöðumaður Samskipta- sviðs Símans. Hún segir þau þurfa að afla sér upplýsinga áður en til framkvæmda komi. Í ljós hafi komið að umrætt hús er frístunda- hús og þá taki við það annað ferli. Segir hún Mílu ehf. greiða kostn- að, upp að 600 þúsund krónum ef leggja þarf nýja símalínu inn í hús og ef um lögheimili sé að ræða. En ef kostnaður sé umfram þá upphæð greiði sá sem óskar eftir línunni mismuninn. „Ef um sumarhús er að ræða þá greiðir eigandi hússins allan kostnað við línulagnir.“ Linda segir Símann þurfa stað- festingu á að um lögheimili sé að ræða, ekki sumarhús áður en farið sé af stað. „Það er okkar megin- regla að við reynum að upplýsa fólk eins vel og við getum en við erum ekki að setja fram einhverjar væntingar ef við höfum ekki nákvæmar upplýsingar,“ segir Linda. „Við erum búin að vera net- og símasambandslaus í heilan mánuð,“ segir Heiða Haraldsdóttir, íbúi í Grafarvogi, sem að sögn pantaði símaflutning 17. desember. Hún segir tvær símalínur liggja inn í húsið svo ekki sé því fyrir að fara að grafa þurfi að húsinu. „Ég er búin að hringja svo oft og fæ alltaf mismunandi svör og það er öllu lofað en ekkert gerist.“ olav@frettabladid.is Dalabændur enn ekki með símasamband Ábúendur á Fellsenda hafa enn ekkert heyrt um hvenær þeir geta búist við flutningi á síma, rúmum mánuði eftir ósk um flutning. Málið ekki einsdæmi. HEIÐA HARALDSDÓTTIR Óskaði 17. desember eftir flutningi á síma en bíður enn. Segir öllu lofað en ekkert gerist. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN LINDA BJÖRK WAAGE RÚSSLAND, AP Deila Rússa og Breta um starfsemi bresku menningar- málastofnunarinnar British Counc- il í tveimur borgum Rússlands versnaði enn í gær, er rússneska leyniþjónustan FSB tók rússneska starfsmenn útibús British Council í Sankti Pétursborg til yfirheyrslna og lögreglan í borginni stöðvaði for- stöðumann útibúsins, Stephen Kinn- ock, og sakaði um ölvunarakstur. „Aðgerð lögreglunnar gegn Step- hen í gær er enn eitt dæmið um ólögmæt afskipti rússneskra yfir- valda af honum og öðrum breskum sendierindrekum,“ hefur Politiken. dk eftir Helle Thorning-Schmidt, eiginkonu Kinnocks og formanni danska Jafnaðarmannaflokksins. Deilan upphófst er bresk yfir- völd fóru fram á framsal fyrrver- andi KGB-mannsins Andrei Lug- ovoj, þar sem hann væri grunaður um aðild að geislunareiturs-morð- inu á Alexander Litvinenko, öðrum fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi sem bjó sem pólit- ískur flóttamaður í Bretlandi. Nýjasta útspilið í deilunni var að rússnesk yfirvöld fyrirskipuðu að útibúum British Council í Sankti Pétursborg og Jekaterínbúrg yrði lokað um áramótin, að sögn vegna þess að starfsemi þeirra væri ólögleg. Starfsmennirnir opnuðu hins vegar útibúin aftur eftir jóla- hlé í byrjun vikunnar. - aa Deila Rússa og Breta um starfsemi British Council: Starfsfólkið yfirheyrt af leyniþjónustunni Ég er búin að hringja svo oft og fæ alltaf mismun- andi svör og það er öllu lofað en ekkert gerist. HEIÐA HARALDSDÓTTIR ÍBÚI Í GRAFARVOGI NEKT Í ÞÁGU DÝRAVERNDAR Meðlimir í dýraverndunarsamtökunum PETA (People for the Ethical Treatment of Animals) efndu til mótmæla fyrir utan landbúnaðarráðuneytið í Berlín á dögunum til að mótmæla því að hænur sem liggja á eggjum sínum séu geymdar í búrum. Á spjöldunum sem hylja nektina stendur „frelsi fyrir hænur – engin búr árið 2012.“ SVEITARSTJÓRNIR Sendibúnaður sem bætt hefur verið við á varnarsvæð- inu í kringum Keflavíkurflugvöll stendur þróun Grindavíkur fyrir þrifum segir bæjarráð, sem hefur ítrekað sent mótmæli til utanríkis- ráðuneytisins vegna fjölgunar sendanna. „Bæjarráð Grindavíkur óskar eftir að þegar verði hafnar viðræður við utanríkisráðuneytið um færslu á starfsemi varnar- svæðis innan lögsögu Grindavíkur þar sem núverandi staðsetning er farin að há framþróun bæjarins,“ segir í samhljóða bókun. - gar Vilja færa varnarsvæðið: Sendibúnaður háir Grindavík Sólbakur fyrir Sóleyju Brim hf. hefur selt ísfisktogarann Sól- bak og kaupandinn er Nesfiskur ehf. í Garði. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. SJÁVARÚTVEGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.