Fréttablaðið - 17.01.2008, Síða 25

Fréttablaðið - 17.01.2008, Síða 25
FIMMTUDAGUR 17. janúar 2008 25 „Að okkar mati er kólnunin á fast- eignamarkaði hafin og við sjáum fyrir okkur að enn frekar dragi úr veltu á næstu mánuðum,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, sérfræð- ingur hjá greiningardeild Kaup- þings. Velta á fasteignamarkaði síð- ustu tvær vikur ársins 2007 og fyrstu tvær vikur hins nýja árs nam samanlagt rétt rúmum 3,1 milljarði og dróst saman um tuttugu prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra, þegar veltan nam 3,8 milljörðum. Veltan er jafn- framt níu prósentum minni en fyrir tveimur árum. Ásdís segir ástæðuna fyrir minnkandi veltu fyrst og fremst vera erfiðara aðgengi að lánsfé. Vextir hafi verið að hækka auk þess sem bankarnir haldi frekar að sér höndum við útlán. Hún segir greiningardeild Kaupþings sjá fram á smávægilega hækkun nafnverðs á árinu. Hins vegar megi búast við um 1,5 prósenta verðlækkun að raunvirði, sé miðað við verðbólgu kringum fjögur prósent. „Við sjáum fyrir okkur áfram- haldandi kulda og að markaðurinn fari ekki að glæðast á ný fyrr en í lok árs og upphafi þess næsta.“ Bjarni Þór Óskarsson, einn eig- enda fasteignasölunnar Domus, segist ekki hafa fengið tölur í hendur fyrir janúar en tekur fram að vel hafi gengið í desember og að menn hafi ekki orðið þess varir sérstaklega að tekið hefði að hægjast um. „Menn hér eru bjart- sýnir í upphafi árs.“ - jsk ÚR HLÍÐUNUM Kólnun er hafin á fasteignamarkaði að mati sérfræðinga. Minnkandi eftirspurnar verður vanalega fyrst vart í úthverfunum, en síðar í mið- borgum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kólnun á fasteignamarkaði hafin Velta síðustu fjögurra vikna er tuttugu prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar spá lækkun raunverðs á árinu. „Ég hef vakið á því athygli við umræður á Alþingi að óvissa væri í fjárlagagerðinni. Það er matið á fjármagnstekjuskattinum og tekj- um fyrirtækja,“ segir Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis. Frá því hefur verið greint að for- sendur fjárlaga kynnu að vera brostnar, þar sem mikil lækkun hefði orðið á verði hlutabréfa. Fjár- laganefnd kemur saman í vikunni, ásamt efnahags- og skattanefnd, til að ræða þetta mál og áhrif þess á tekjur ríkissjóðs. Í fjárlögum 2008 er gert ráð fyrir að fjármagns- tekjuskattur skili 35 milljörðum króna í ríkissjóð og fyrirtækja- skatturinn 45,5 milljörðum. Pétur segir að fjárlög séu alltaf áætlun. „Það sá enginn verðfallið fyrir þegar fjárlögin voru sam- þykkt.“ Hann bætir því við að allir séu að átta sig á því að hlutabréfa- verðið sveiflist. „Tekjur ríkisins eru því sveiflukenndar.“ - ikh Fjármagnstekjur veikur hlekkur PÉTUR BLÖNDAL Pétur, sem er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hafa vakið athygli á óvissu við fjárlagagerð þingsins. Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið hlut sinn í finnska fjarskiptafélaginu Elisa. Novator á nú 14,88 prósenta hlut í Elisa. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar í Finnlandi á Novator 15,45 prósenta hlut í Elisa, með framvirkum samningum til 15. febrúar. Novator hefur þá atkvæðisrétt í samræmi við þenn- an hlut á hluthafafundi sem hald- inn verður 21. þessa mánaðar. Hluturinn minnkar aftur 3. mars, samkvæmt öðrum framvirk- um samningi, og á Novator þá 13,71 prósent. Novator hefur lýst því yfir að á hluthafafundi sem haldinn verður verði lagt til að ný stjórn verði kjörin, en breytingum á samþykkt- um frestað. Eignlegur aðalfundur Elisa verður haldinn eftir miðjan mars. - ikh Novator bætir við sig í Elisa BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Björgólfur vill ræða breytingar á sam- þykktum Elisa í ró og næði. Hann hefur aukið hlut sinn í félaginu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.