Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 17. janúar 2008 35 Ekki eru þær margar sem bera kvenmannsnafn- ið Ilmur á Íslandi, eða sautján talsins samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Listamaðurinn Ilmur Stefánsdóttir er ein þeirra, en hún segist hafa verið með þeim fyrstu sem hlutu það nafn hérlendis og það hafi bæði vakið athygli og verið aðhlátursefni. „Ég held að ég hafi verið önnur í röðinni af þeim sem voru skírðar Ilmur. Fyrir var Ilmur dótt- ir Árna Björnssonar þjóðháttafræðings, en þaðan fengu foreldrar mínir hugmyndina,“ útskýrir Ilmur og segist einnig vita til þess að vættur í gamalli ís- lenskri sögu heiti þessu nafni, sem þýði hreinlega góð lykt. Ilmur segir að nafnið hafi í gegnum tíðina oft orðið tilefni til ýmissa brandara á hennar kostn- að. Til dæmis hafi vinum hennar þótt einstaklega gaman að því að reyna að reyta hana til reiði með því að snúa út úr merkingu þess. „Ég var til dæmis margsinnis kölluð Fýla,“ rifjar hún upp hlæjandi en þvertekur þó fyrir að það hafi átt við nein rök að styðjast. „Svo var ég bara svo ánægð með nafnið mitt að þetta sló mig nú sjaldnast út af laginu.“ Annars segist Ilmur almennt ekki vera móttæki- leg fyrir bröndurum af þessu tagi, nema í þeim til- vikum þegar þeir hitti sérstaklega vel í mark. „Eins og þegar við maðurinn minn fórum í brúðkaup eins vinar okkar,“ segir hún. „Þar heilsaði gamall vinur mannsins míns upp á okkur og spurði hvort ég væri konan hans Vals. Því næst las hann af nafnspjaldinu mínu og þóttist ruglast svo útkoman varð Limur í stað Ilmur. Þá hló ég og hristist eins og tittlingur.“ - rve NAFNIÐ MITT: ILMUR STEFÁNSDÓTTIR Tilefni ýmissa brandara Ilmur segir að Olga Guðrún hafi nefnt söguhetju bókarinnar Búrið eftir sér þótt þær hafi aldrei þekkst persónulega. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN MERKISATBURÐIR 1850 Skólasveinar Lærða skólans gera hróp að rektor skólans, Svein- birni Egilssyni. 1912 Robert Falcon Scott kemst á Suðurpólinn, mánuði á eftir keppinauti sínum, Roald Amundsen. 1914 Eimskipafélag Íslands er stofnað í Reykjavík. 1929 Teiknimyndasjóarinn Stjáni blái eftir Elzie Crisler Segar sést í dag- blaði í fyrsta sinn. 1975 Sjö manns farast er þyrla hrapar á Kjalarnesi. 1991 Ólafur V Noregskonungur and- ast, áttatíu og átta ára að aldri, og sonur hans Haraldur V tekur við krúnunni. 1995 Yfir sex þúsund manns látast þegar jarðskjálfti af stærðar gráð- unni 7,2 á Richter skekur Kobe í Japan. ÖRUGG FJÁRFESTING — TRYGGÐUR HÖFUÐSTÓLL Sölutímab il 17. -24. ja n. Kynntu þér málið á kaupþing.is, í síma 444 7000, eða komdu við í næsta útibúi. ICEin 0708 sex mánuði 11% á tímabilinu sem jafngildir 23% á ársgrundvelli OMXI15 17. - 24. janúar EURin 0708 sex mánuði 15% á tímabilinu sem jafngildir 32% á ársgrundvelli gengi evrunnar 17. - 24. janúar Nú getur þú tekið þátt í að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum eða í gengi mynta án þess að eiga á hættu að tapa höfuðstól og átt möguleika á góðri ávöxtun. tveimur nýjum reikningum, ICEin 0708 og EURin 0708, Nýjung Bundið í 6 mánuð i FAGNAR SEXTUGSAMÆLI í bernsku í lítilli íbúð á Lynghaganum svo ég hef víða verið. Það er svona þegar fólk er í leiguhúsnæði, þá er ekki eins mikil festa og annars. En þetta voru allt ágætir staðir og ég á bara góðar minningar frá þeim,“ segir hann. „Til dæmis held ég ágætu sambandi enn við vini sem ég eign- aðist á Selfossi.“ Talið berst að sjónvarpsleik- ritinu Allt gott, sem er unnið upp úr smásögu eftir Davíð og fjallar um barnaafmæli á Selfossi. Skyldi hann vera að skrifa eitthvað spenn- andi núna? „Ég er alltaf að skrifa en ekki í neinum loftköstum. Bara fyrir mig og skúffuna. Hvað maður dregur upp úr henni síðar verður bara tíminn að sýna,“ svarar hann og segir enga útgáfu fyrirhugaða í tilefni sextugsafmælisins. „Ég hef aldrei gefið neitt út í tilefni tíma- móta en ég gaf út fyrra smásagna- safnið mitt þegar þakið fór að leka heima. Það voru svo sem ákveðin tímamót!“ Eins og þjóðin eflaust man veiktist Davíð af tvenns konar krabbameini fyrir fáum árum. Því er hann spurður um heilsufar- ið. „Heilsan er ágæt. Læknarnir fylgjast vel með mér og reglu- bundið. Það voru fjarlægðir alls konar hlutir úr skrokknum á mér og ég er með miklu færri líffæri en ég var með þegar ég hélt upp á fimmtugsafmælið. Það er eins og gengur.“ Að lokum. Vonast hann eftir ein- hverju sérstöku í afmælisgjöf? „Ég verð bara að viðurkenna að ég er ekkert farinn að hugleiða það og þarf ekki á neinu sérstöku að halda. Vona að það verði ekk- ert stórvægilegt. Ég hlakka bara til að hitta gamla samferðamenn í gegnum lífið. Ég hef víða verið og víða komið við þannig að ég þekki marga og langflesta að góðu einu.“ gun@frettabladid.is DAVÍÐ SEXTUGUR Davíð fékk leyfi borgaryfirvalda til að halda upp á afmælið í Ráðhúsinu og er þakklátur fyrir það. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.