Fréttablaðið - 17.01.2008, Síða 63

Fréttablaðið - 17.01.2008, Síða 63
46 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is „Bernal lenti í síðustu viku og verður fram til 8. apríl en þá förum við til Mexíkó með sýninguna,“ segir leik- stjórinn og leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun mexíkóska stórstirnið Gael Garcia Bernal leika í uppfærslu Vesturports á Tillsammans og eru æfingar nýhafnar. Leikarinn mun því væntanlega verja páskunum hér á landi og njóta næturlífsins, sem er jafnan upp á sitt besta á þeim tíma. Gísli hafði sjálfur ekki rekist á félaga sinn enda nýkominn heim frá London þar sem Hamskiptin voru frumsýnd á mánu- dagskvöldið. Gísli var ákaflega sáttur við frammistöðu hópsins, sagði hann hafa staðið sig ákaflega vel og að þegar hefði birst jákvæður dómur í breska blaðinu Evening Standard. Eftir nokkrar sýning- ar mun leikverkið síðan fara í mikið ferðalag um England og verður meðal annars sett upp í Bítlaborginni Liver- pool og Manchester. En það er meira á dagskránni hjá Vesturporti því á meðan á dvöl Gísla Arnar stóð í London samdi hann við Lyric Hammersmith-leik- húsið um að setja upp söngleikinn Ást í sumar. Gísli sagði allt verða staðfært og meðal annars notuð lög frá þekktum breskum tónlistarmönn- um, þeirra á meðal Amy Wine- house. Og hann reiknaði fastlega með því að rykið yrði dustað af löngu gleymdum hetjum úr bresku þjóðlífi. Suður- kóreska útgáfan af Ást verður frumsýnd 1. febrúar næstkomandi og þótt Gísli hafi haft litlar fregnir af gangi mála þar skildist honum að þegar hefði ein leikkonan verið rekin. Og sá brottrekstur hefði vakið mikla athygli í suður- kóreskum fjölmiðlum. „Ætli ég reyni ekki að drífa mig út þegar aðeins hægist um hjá mér hérna heima,“ segir Gísli. Gísli dustar rykið af gömlum hetjum ÖNNUM KAFINN Árið 2008 virðist ætla að verða annasamt hjá Gísla Erni en hann ætlar að setja upp söngleikinn Ást í sumar í London. Bandaríski leikarinn Brad Renfro, sem sló í gegn ungur að aldri í myndunum The Client og Sleepers, fannst látinn á heimili sínu, 25 ára. Ekki er vitað hvernig Renfro dó en hann hafði lengi glímt við áfengis- og eiturlyfjafíkn. Hafði hann verið úti á lífinu með vinum sínum kvöldið sem hann lést. Renfro hóf kvikmynda- feril sinn tólf ára þegar hann lék í myndinni The Client á móti Susan Sarandon og Tommy Lee Jones. Næstu mynd- ir hans voru The Cure og Tom and Huck, sem fjallaði um Stik- ilsberja-Finn. Í Sleepers lék hann síðan persónu Brad Pitt unga að árum. Ferill Renfro dal- aði smám saman en áður en hann lést hafði hann þó nýlokið við að leika í The Informers á móti Winonu Ryder og Billy Bob Thornton. Renfro lenti margoft upp á kant við lögin og þurfti að dúsa í fangelsi fyrir eiturlyfjavörslu, þjófnað, ölvunarakstur og skilorðsbrot. Hann fór í meðferð árið 2005 eftir að hafa verið ákærður fyrir að reyna að verða sér úti um heróín. „Hann lagði hart að sér við að hætta vímu- efnanotkun. Honum gekk vel. Hann var góð manneskja,“ sagði Richard Kaplan, lögfræðingur hans. Brad Renfro látinn BRAD RENFRO Renfro sló í gegn ungur að árum í myndunum The Client og Sleepers. Sjónvarpsmennirnir Auð- unn Blöndal og Adolf Ingi Erlingsson sameinast á nýjan leik á EM í handbolta sem hefst í Noregi í dag. Á HM í Þýskalandi í fyrra grófu þeir stríðsöxina eftir harðar deilur og á Auðunn von á góðu samstarfi við Adolf á mótinu. „Hann tekur bara upp sitt efni og við tökum upp okkar. HSÍ er búið að redda okkur einhverjum sér- stökum pössum þannig að við erum gjaldgengir hvar sem er,“ segir Auðunn Blöndal sem enn og aftur er kominn á fullt með íslenska landsliðinu á stórmót. Nú í Þrándheimi á EM sem hefst í dag. Eins og frægt varð skarst í odda með þeim Huga Halldórs- syni, Auðuni Blöndal og svo Adolf Inga Erlingssyni, íþróttafrétta- manninum knáa af RÚV, á HM í Þýskalandi í fyrra þegar þeir félagar sökuðu Adolf um að hafa gengið erinda þýskra yfirvalda og komið því til leiðar að þeim var hent út úr íþróttahöll skömmu eftir leik Íslands og Úkraínu. Auðunn var reyndar ekki búinn að hitta á Adolf Inga en sagði að sverðin hefðu verið slíðruð í Þýskalandi og hann ætti ekki von á því að gripið yrði til þeirra á ný. Auðunn, sem er að fara í annað sinn til Noregs, segist þó ekki vita mikið um Þrándheim og einhver hafi logið því að honum að þar sé öllu lokað klukkan níu. Hann setur það þó ekki fyrir sig enda ætli hann fyrst og fremst að taka púlsinn á íslenskum stuðnings- mönnum landsliðsins. „Og ætli við reynum ekki að bögga stuðn- ingsmenn hinna liðanna,“ segir Auðunn. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Svíum í kvöld og má búast við æsispennandi viður- eign. Svíar búsettir hér á landi ætla að hittast í Norræna húsinu og horfa á leikinn á breiðtjaldi. Á síðasta ári hittust Svíar einnig á sama stað til að fylgjast með sínum mönnum taka á móti Íslendingum í undankeppni EM í fótbolta. Sá leikur endaði með stórsigri Svía en vonandi verður ekki það sama upp á teningnum í kvöld. Partíið í Norræna húsinu hefst klukkan 18.30 og byrjar leikurinn 19.15. - fgg/fb Sverðin slíðruð fyrir EM SVERÐIN SLÍÐRUÐ Þrátt fyrir að slegist hafi í brýnu með þeim félögum Auðuni Blön- dal, Huga Halldórssyni og Adolf Inga þá hafa sverðin verið slíðruð fyrir EM. Drew Barrymore segist ekki skilja af hverju hún sé talin í hópi fegurstu kvenna í Hollywood, þar sem hún hafi alla tíð fengið mikið af bólum. „Eina fegrunarráðið mitt er bólukrem, ég gæti ekki lifað án þess,“ segir leikkonan við Entertainmentwise. „Ég er stöðugt að fá bólur og það pirrar mig meira en allt annað. Ég hef prófað hverja einustu andlitssápu, bólu- krem, allt,“ segir Barrymore, sem kveðst ekki hafa mikið sjálfsálit hvað varðar útlitið. „Nú þegar ég er farin að eldast fæ ég svo fullt af hrukkum í stíl við bólurnar. Suma daga lít ég út eins og eitthvað úr Night of the Living Dead,“ segir hún hlæjandi. Drew berst við bólurnar > MARC OG VICTORIA Victoria Beckham hefur vakið töluverða athygli í auglýsingum fyrir hönnuðinn Marc Jacobs á síðustu dögum. Í auglýsingunum sést krydd- pían brölta um í risastórum innkaupapoka með nafni Jacobs á. Á sumum sést í höfuð hennar, á öðrum bara í einn fótlegg. Er það mál manna að Victoria hafi þar með sannað að hún hafi að minnsta kosti einhvern húmor fyrir sjálfri sér. Á laugardaginn verður fyrsta 12- laga undanúrslitakvöldið í Euro- vision forvalinu. Athygli vekur að lag Hafdísar Huldar, Núna veit ég, verður að þessu sinni flutt af Magna Ástgeirssyni einum, en var seinast sungið af honum og Birg- ittu Haukdal. „Þegar maður er með svona stórstjörnur er erfitt að finna dag- setningar sem ganga upp fyrir alla,“ segir Hafdís. „Birgitta er í fríi á Ítalíu svo það varð ofan á að strákurinn syngi þetta bara einn. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Lagið verður í breyttri útgáfu, það er búið að endurgera það svo það henti betur Magna einum.“ Lögin sem Hafdís þarf að etja kappi við á laugardaginn eru Gef mér von eftir Gumma í Sálinni, sem Páll Rósinkrans syngur og friðarlagið hans Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Lullaby to Peace, sem Ína Valgerður Pét- ursdóttir, Seth Sharp og Berg- lind Ósk Guðgeirsdóttir syngja. Strax á sunnudaginn er Hafdís Huld svo flogin til Englands. „Ég hef búið undanfarið í Kings Cliffe í mið- Englandi og hlakka mikið til að komast þangað í sveita- kyrrðina aftur. Ég er með heima- stúdíó sem ég er spennt að kom- ast í til að byrja að vinna í næstu plötu.“ Birgittulaus Magni TREYSTIR MAGNA FYRIR DJOBBINU Hafdís Huld hefur engar áhyggjur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.