Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 25.01.2008, Qupperneq 20
20 25. janúar 2008 FÖSTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is Fj öl di B AP TI ST AK IR KJ AN H EI M SF RI Ð AR - SA M TÖ K FJ Ö LS K . RE YK JA VÍ KU R- G O Ð O RÐ H EI M A - KI RK JA SA M FÉ LA G T RÚ AÐ R A Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins Í smábænum Davos austantil í svissnesku Ölpunum koma á hverju ári saman helstu leiðtogar heims jafnt í viðskiptum sem stjórnmálum. Nú í ár eru 2.500 manns mættir þangað til fundahaldanna, sem hófust á miðvikudaginn og standa fram á mánudag. Hvað gerist í Davos? Í Davos eru stanslaus fundahöld í fimm daga. Fluttir eru fyrirlestrar, efnt til umræðu- funda og vinnufunda þar sem leiðtogar stærstu fyrirtækja heims hitta leiðtoga margra helstu ríkja heims, og einnig slást í hópinn listamenn, fræðimenn, trúarleið- togar, verkalýðsleiðtogar og baráttufólk frá óháðum samtökum á borð við Greenpeace og Amnesty International. Stundum eru hátt í tíu fundir samtímis, þar sem fjallað er um mörg helstu vandamál heimsins, svo sem hryðjuverk, vatnsskort, hlýnun jarðar, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, og þar fram eftir götunum. Auk hinna eiginlegu fundahalda notar fólk tækifærið óspart til að mynda sambönd sem geta komið að góðu gagni síðar. Hverjir koma þangað? Meðal þeirra 2.500 þátttakenda sem sækja fundina í ár má nefna Condol- eezzu Rice, Al Gore og Henry Kissinger frá Bandaríkjunum, Gordon Brown, David Cameron og Tony Blair frá Bretlandi, auðkýfingana George Soros og Bill Gates, rokkarana Bono og Peter Gabriel, svo aðeins fáeinir séu nefndir og ekki má gleyma Íslendingnum Björgólfi Thor Björgólfssyni. Hvað er gagnrýnt? Andstæðingar alþjóðavæð- ingar hafa árum saman harðlega gagnrýnt þessa árlegu fundi í Davos. Aðrir hafa hins vegar gagnrýnt fundahöldin fyrir að vera ómark- viss og þung í vöfum, stefnt sé alltof hátt og starfið skili jafnan litlum árangri. FBL-GREINING: DAVOS Árviss fundahöld þeirra sem valdið hafa Matsskýrsla Gylfa Zoëga og Sveins Agnarssonar um álitamál vegna samráðs olíufélagana fyrir útboð Reykjavíkurborgar árið 1996, bendir til að ávinning- ur af samráðinu hafi numið allt að 200 milljónum á verðlagi dagsins í dag. Lög- menn olíufélaganna halda því að fram að tjónið hafi ekkert verið. Samráð Skeljungs, Olís og Olíu- félagsins, nú Kers, fyrir útboð á vegum Reykjavíkurborgar í októ- ber 1996 skilaði Skeljungi um 175 til 200 milljóna ávinningi að núvirði að því er fram kemur í matsskýrslu hagfræðingana Gylfa Zoëga og Sveins Agnars- sonar. Skýrslan, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er til athug- unar hjá Hæstarétti en málflutn- ingur í máli Reykjavíkurborgar, og fyrirtækja hennar, gegn olíu- félögunum fer fram á miðviku- dag. Málið er prófmál að því leyti að þetta er fyrsta skaðabótamálið sem kemur inn á borð Hæsta réttar sem tengist óumdeildu samráði olíufélaganna á árunum 1996 til og með meirihluta árs 2001. Olíufélögin voru dæmd til greiðslu skaðabóta upp á rúmlega 72 milljónir, auk vaxta, í Héraðs- dómi Reykjavíkur 13. desember 2006 vegna samráðs fyrir útboðið 1996. Olíufélögin kærðu niður- stöðuna til Hæstaréttar og bera því við að málið sé vanreifað. Í málflutningi í héraði lagði lög- maður Skeljungs, Hörður Felix Harðarson, á það áherslu að það væri með öllu ósannað hvort sam- ráðið hafi valdið tjóni. Grundvallarspurningar Lögmenn olíufélaganna lögðu á það áherslu í héraði að það væri grundvallargalli á málflutningi Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lög- manns Reykjavíkurborgar, að matsmenn hefðu ekki verið kall- aðir fyrir dóminn til þess að meta ávinninginn af samráðinu. Í kjöl- far dómsins í héraðsdómi kallaði Vilhjálmur til matsmenn, Gylfa og Svein, til þess að fara í málið og svara þremur grundvallarspurn- ingum. 1. Hvað er líklegt að verið hefði lægsta tilboð matsþola til mats- beiðanda í september 1996, það er krónuverð á lítra af gasolíu og 95 okt. bensíni með virðisaukaskatti samkvæmt útboði matsbeiðanda dagsettu 3. júní 1996, ef matsþolar hefðu keppt um viðskiptin en ekki haft með sér samráð um tilboð sín? 2. Hver var fjárhagslegur heild- arávinningur matsþola í krónum af samráði þeirra í fyrrnefndu útboði tímabilið október 1996 til og með desember 2001? 3. Breyttust einhverjar forsendur við verðmyndun á olíuvörum á milli útboðanna árið 1996 og 2001, sem geta gefið aðrar skýringar á þeim verðmuni sem var á milli lægstu tilboða, en það samráð sem fyrir liggur að matsþolar höfðu með sér? Ávinningurinn aðalatriði Spurning tvö er lykilspurning hvað varðar álitamál þar sem deilt hefur verið um hvort ávinningur af sam- ráðinu hafi einhver verið. Gylfi og Sveinn svara henni orðrétt svona: „Miðað við ofangreindar verðfor- sendur má gera ráð fyrir að heild- arávinningur Skeljungs hf. af þeim viðskiptum sem hér um ræðir hafi verið 121,7 - 140,2 milljónir á verð- lagi hvers árs, eða 174,5 - 201,7 milljónir á verðlagi í desember 2007.“ Matsmennirnir taka með þessu undir sjónarmið Reykjavíkur- borgar og héraðsdóms. Spurningu 1 svara Gylfi og Sveinn á þá leið að Skeljungur hefði að líkindum getað „boðið fyrir tækjum borgarinnar upp á 5,91 krónu lægra verð á hverjum lítra af 95 okt. bensíni og 3,93 króna lægra verð á hvern lítra af gas- olíu“. Er sú ályktun meðal annars dregin af skiptingu framlegðar félaganna sín á milli, en samkomu- lag var um að það félag sem átti lægsta boð myndi greiða hinum hlutfall af framlegðinni. Þriðja spurningin snýr að því hvort munur sé á útboðunum árið 1996, þegar samráð var fyrir hendi, og síðan 2001 þar sem sannað þykir að samráð hafi ekki átt sér stað. Svar Gylfa og Sveins er: „Lægri til- boð árið 2001, og einnig meiri mis- munur á milli tilboða olíufélaganna þá en 1996, benda til þess að sam- ráð hafi verið minna, jafnvel alls ekki til staðar. Vegna þess að umfang viðskipta við Reykjavíkur- borg er að mestu óháð hagsveifl- unni og fer þess í stað eftir skipu- lagi strætisvagnaþjónustu og annarrar þjónustu þá eiga þau ekki við í þessu tilviki að breytt staða efnahagsmála geti útskýrt lægri tilboð árið 2001. Hins vegar skal á það bent að þótt samráð eigi sér ekki stað þá geta tilboð breyst frá einu útboði til annars.“ Áhrif matsskýrslu Gylfa og Sveins á skaðabótamál sem bíða þess að vera tekin fyrir í héraðs- dómi og Hæstarétti eru óljós þó telja megi líklegt að sækjendur í málum gegn olíufélögunum muni horfa til þessa mats sem rökstuðn- ings fyrir því að ávinningurinn af samráðinu hafi verið ótvíræður. Meðal mála sem ekki hafa enn verið tekin fyrir er skaðabótamál íslenska ríkisins gegn olíufélögun- um vegna samráðs félagana fyrir útboð á vegum ríkisins. Ávinningur af samráði ótvíræður GÍSLI BALDUR GARÐARSSON Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformaður og lögmaður Olís, sést hér koma út úr dómsal Héraðs- dóms Reykjavíkur eftir að olíufélögin voru dæmd til greiðslu skaðabóta vegna samráðs fyrir útboð á vegum Reykjavíkurborgar árið 1996. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÆSTIRÉTTUR Óljóst er hvort matsskýrsla Gylfa Zoëga og Sveins Agnarssonar verður tekin til greina fyrir Hæstarétti þar sem hún er seint fram komin. Niðurstaða matsmanna þykir þó styrkja málflutning þeirra sem telja samráðið hafa valdið tjóni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERÐTILBOÐ FÉLAGA ÁRIÐ 1996 Verðlistaverð Skeljungur Olís Olíufélagið, nú Ker Gasolía 29,4 24,09 24,19 24,15 Bensín 76,0 71,46 71,9 71,59 Steinolía 35,0 30,50 29,4 30,25 Sú staða sem komin er upp í borgarstjórn Reykjavíkur kom einnig upp í bæjarstjórn Vestmanna- eyja á síðasta kjörtímabili. Þá voru Samfylking og Framsókn með eins manns meirihluta en eini fulltrúi framsóknarmanna naut ekki stuðnings annarra á listanum. Elliði Vignisson er fulltrúi sjálfstæðis- manna og bæjarstjóri. Hvernig gekk samstarfið hjá meirihlutanum? Til að byrja með gekk þetta vel en þegar á leið fór að halla undan fæti. Svo kom þó að það slitnaði upp úr þessu þó að ágæt sátt væri um málefnin. Hins vegar voru persónuleg mál erfiðari og það varð þeim að falli. Komst varamaðurinn einhvern tímann inn? Það kom upp sú staða að fulltrúi framsóknarmanna varð veðurtepptur uppi á landi og þá var bæjarstjórnarfundi frestað með stuttum fyrirvara. Við sendum málið til félagsmálaráðuneytisins því lögin kveða skýrt á um það að í slíkum aðstæðum tekur varamaðurinn sætið. Álit félagsmálaráðuneytisins var þó á annan veg. Hefðuð þið reynt að fá varamann til að fella meirihlutann? Nei, við litum aldrei svo á málin. Menn mega ekki gleyma því að embættin sem menn fara með eru mikilvægari en einstaklingarnir sem gegna þeim og það ber að gegna embættinu með það hugfast. Hefur þú einhverjar ráðleggingar fyrir Reykvíkinga? Ég hef heyrt menn segja að þetta sé í eina skiptið sem þeir ættu ekki að taka Eyjamenn sér til fyrirmyndar. SPURT & SVARAÐ VEIKUR MEIRIHLUTI Oddamaður veðurtepptur ELLIÐI VIGNISSON Bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. > Fimm fámennustu trúfélögin árið 2007 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 4 11 20 28 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.