Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.07.1981, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. júli 1981 5 lÍi'i'JL'l'l'JL'* ■ Okkur bar aö i bytið á f immtu- dagsmorgni, klukkan niu, sem ábyggilega telst ekki snemmt hjá feröaglööum Farfuglum. Enda voru margir á bak og burt og aðr- iraðtygja sig tilfarar.Fyrirutan hiisið stóð vígalegur hópur af fólki á öllum aldri i grænleitum felu- klæðum, með derhúfur, og merkt i bak og fyrir með ferðamanna- merkjum. Hávaxinn maður sem gnæfði upp úr hópnum sagði að þau væru Skánverjar frá Málmey og ferð- uðust 10 saman, alls þrjár fjöl- skyldur. — ,,Og einn öldungur”, greip aldursforseti hópsins fram i og sagðist heita Hugo Agen. Restin heitir Anders Sörensen, ■ Mamma, pabbi, börn og bill, hópurinn frá Málmey Svíar, Frakki og Japani sá hávaxni, kona hans Lis og dótt- irin Lina. Inger og Ake Thörnblad ásamt syninum Mats. Göte Mel- berg, Sif og Kristel. „Við erum meðlimir i samtök- um sem heita „Friluftsfremand- et” (Otilíf) sem hafa það helst að markmiði að kenna börnum og öðrum að ferðast og umgangast náttúruna. Hingaö koma á næst- unni tveir hópar i viðbót frá sam- tökunum. Þar rikir mikilláhugi á lslandi,” sagði Lis. Þau komu til landsins i gær, ætluðu að lita á bæinn og siðan að leigja sér bil og keyra um helstu staði i nágrenni hans, til Krýsu- vikur, Þingvalla og Geysis. Siöan ætluöu þau að leigja sér tvo bila norður á Akureyri og keyra á Mý- vatn og til Húsavikur. „Við erum búin að stúdera landið siðan i desember”, sagði Anders, og Göte veifaöi miklum doðranti um Island til áherslu, „og vitum nokkurn veginn uppá hár hvað við viljum sjá.” Þau sögðu að i gær hefði verið 30 stiga hiti i Málmey þannig að það væru nokkur viðbrigði að koma i dumbunginn sem var i Reykjavik á fimmtudagsmorgun- inn. „Bærinn kom okkur nokkuð á óvart”, sagöi Anders, „viö héld- um að hann væri miklu stærri.” Blaðamaður benti þeim á að þau ættu margt dséð af viöáttunni og þau hlógu, eins og reyndar næstum allan timann sem hann spjallaði við þau. Um þetta leyti skaust smávax- inn austurlandabúi útúr dyrum Farfuglaheimilisins og tók greiða stefnu á miðbæinn. Blaðamaður rétt náði að stöðva hann áður en hann hvarf úr augnsýn. Það kom upp á daginn að hann talaði litla ensku, en gat þó gert blm. skiljanlegt að hann héti Ichiro Komatsu frá Japan. „Ég er frá Okayama sem er næsta borg við Hiroshima — þar sem að sprengjan var”, sagði hann og lét æði fylgja orðum. Ichiro sagöist hafa heyrt að Is- land væri gott og merkilegt land hjá Japana sem hann hafði hitt á ferðalögum sínum og var hér i fyrra. Ichiro hafði verið hérna einn dag en sagöist ætla aö reyna að halda út í þrjár vikur. „Ég hef verið á ferðalagi i þrjá mánuði, fyrst um Suöur-Kyrrahaf (hann var greinilega heillaður af náttúrunni þar) og siðan i Banda- rikjunum, flaug hingaö I gær frá New York. Ég ætla að fara norður fljótlega, til...hvað heitir það AKUÚÚOAA ÓÓAkureyrar?” „Já, Akureyrar og Húsavfkur,” sagði Ichiro sem er eftirlitsmaður i skipasmiðastöð i heimaborg sinnni. Þegar blm. var i þann mund að hverfa á braut kom Japaninn blaöskellandi og vildi sýna honum myndir frá ferðum sinum um kyrrahafið. Sannarlega voru þær afar fagrar og freistandi; Pálma- tré, kóralrif, glampandi strendur, léttklæddar stúlkur og brosandi barnungar. Blm. var ekkert að ofgera enskukunnáttu Ichiros með þvi að spyrja hvers vegna hann kæmi úr þessari paradis hingað i' kuldann... 1 þröngu „lobbýi” Farfugla- heimilisins stóö smávaxinn dökk- leitur maöur og var mikið niðri fyrir, stóð við simann og hringdi út um allar jarðir án nokkurs sýnilegs árangurs. Þaö var ekki beint hlaupiö að þvi að ná sam- bandi við hann Francois Valla frá Grenoble i Frakklandi þennan morgun, enda ekki furða... „Ég er jöklafræðingur og er hér að skipuleggja ferð 38 jarðfræð- inga frá Evrópu, einkum latnesk- um löndum — Sviss, Frakklandi og Spáni, um hálendið. Þetta er árleg ferð sem Alþjóða jökla- rannsóknafélagið stendur fyrir, núna i' samráði við Sigurð Þórar- insson.” Francois kvaðst vera formaður jöklafræðifélagsins i Frakklandi. Blm. spurði hvort væri mikil þörf fyrir slikar rannsóknir þar I landi. „Mais, bien sur, viö erum mikiö i rannsóknum i kringum Alpana, alla jöklana þar. Ég stunda rann- sóknir á snjóflóöum, svo eru margir sem eru i kringum virkj- anaframkvæmdir.” Francois Valla sagðist hafa komið hingaö 1968 og siðan fynd- istsér margt hafa breyst. Nú fær hann tækifæri tilaðsjá hvort jökl- arnir hafa breyst h'ka... ■ Francois Valla, jöklafræðingurinn franski ■ Ichiro Komatsu frá Okayama YiSfA!fíA/A//7á VJfí /?. að meta þaö sem hún sá á Þing- völlum og við Geysi. „Þetta var frábær og mjög fróðleg ferð. Þarna voru Danir oe tslendingar saman i mesta bróðerni, þar á meðal alveg sér stakur maður sem heitir ólafur og vissi alltum hverina, fjöllin, góóðurinn — allt um allt. Hann var á viö besta „gæd”.” Ferö Ruthar norður I land var ekki eins vel heppnuð, enda var hún þá ein sins liös. Auðvitað ringdi næstum allan tfmann, á Akureyri, við Mývatn, á Egils- stöðum og Höfn. Nótt i tjaldi i Skaftafelli heföi þó veriö hreint yndisleg, sól og fuglakvak. Blm. spurði hvers vegna hún legðist I ferðalög og þá einkum um hiö kalda noröur. „Ég vilupplifa alltnorðrið, öll Norðurlöndin, af, eigin raun. Kynnast náttúrunni, mannlif- inu, sögunni og sjá slóðir vikínganna. Ég hef veriö viðast hvar á Norðurlöndum, m.a.s. á Grænlandi og Alandseyjum. Aður en ég legg upp reyni ég aö lesa mér til um landið og gera áætlun um þaö sem ég vil sjá.” Ruth batt miklar vonir við ferð sem hún var að leggja uppi með Ferðafélaginu i Land- mannalaugar og Þórsmörk. Blm. fullvissaði hana um að þar yrði hún ekki fyrir vonbrigðum, þótt sjálfur sé hann litt til frásagnar af lystisemdum öræf- anna. „Mér virðast ferðir F1 mjög vel skipulagðar, þar hittir maður skemmtilegt fólk. Einkum voru kvöldstundirnar á áningastað sérdeilislega huggu- legar — þá lumaði oft einhver á einhverju sterkara úti kaffið..” Við hliðina á Ruth i eldhúsinu sátu ung stúlka og miðaldra kona og borðuðu haframél með matarlyst feröamannsins. Eitt- hvað voru þær keltneskar að sjá svo blm. ávarpaði þær á ensku. Vitaskuld voru þær mæðgur (sjá mynd), kváöust heita Sue Westmacott og Penny Lazarus frá Birmingham. Penny var sérstaklega hress og málgefin, móðirin sat hjá og brosti i kampinn og leyföi dóttur sinni að eiga viðtalið. „Við höfum veriö hér I tvær vikur og erum að fara heim i kvöld — þvi miöur,” sagði Penny. „Við voru þrjá daga i Reykjavík,þaðer skrýtinn bær! Þrjá á Akureyri, það er lika skrýtinn bær! Og fjöra viö Mývatn, þar líkaði okkur best aö vera. Það var likt okkur að lenda i skitaveðri mestalla leiö- ina, þaðhefur varla sésttil sólar nema hérna fyrir sunnan.” Blm. imjx-aði á þvi hvort ekki væri tilbreyting að koma úr kolarykinu i iðnaöarborginni Birmingham hingað i ferska loftið og hreina vatnið. Móöirin Sue var alls ekki til aö taka undir að lifiö væri svo slæmt i Birmingham. „Ég er fædd i London og vildi ekki skipta fyrir mitt litla lif. Fólkið er miklu hressara og glaðlyndara i Birmingham og skiturinn er nú ekki eins mikill og látið er af.” Henni þótti greinilega vænt um heimaborg sina, en eins og gengur vildi dóttirin fullt eins búa I London, eða þá bara leggjast i ferðalög. Hana dreymdi jafnvel um að setjast að i sveitasælunni I Skotlandi. Aðspurð kvaðst Penny nýveriö hafa lokið menntaskóla, en varð heldur undirleit þegar blm. spurði hana um frekara nám. Ahugamálin væru þó fyrir hendi. „Ég hef bæði áhuga á fuglum og jarðfræöi, þó meiri á fuglum, lærði mikið um þá I skólanum. Ef ég færi i háskólanám myndi ég sennilega leggja fyrir mig dýralækningar eða eitthvaö tengt dýrum.” Hvers vegna komu þær Penny og Sue svo til Islands? „Ég hefði aldrei komist hingað ef þessi hefði ekki borgað,” sagði Penny og benti á móöur sina, „vinkona min var hérna I fyrra og átti ekki nógu sterk orð til að lýsa landinu. Ég er sjálf ekki alveg ósnortin, gæti alveg hugsað mér að koma hingað aftur... Með kiki!” Ungur skeggjaður maður var á leiðinni upp stigann við inn- ganginn I eldhúsið. Fyrst varö hann heldur hvumpinn þegar blm. ávarpaði hann en þegar hann sá meinleysissvipinn á honum og Guðjóni bak við myndavélina tók hann aftur gleði sina. Hann kvaöst heita Toni Von Matt og vera Sviss- lendingur frá Luzern. Toni mælti vart á annað en annar- lega þýska mállýsku. „Ég kom hingað ásamt félaga minum fyrir um tveimur vikum.Mikið eralltasskotidýrt hérna — við ætlum að vera hérna I þrjár vikur, en verðum að fara burt á laugardaginn vegna peningaleysis. Fyrst vorum viö mjög bjarlsýnir, ætluðum aö spara meö þvi að sofa I hálfkláraöri byggingu. Okkur var hræöilega kalt um nóttina og komum hingað um morguninn illa haldnir.” Þeir áttu hringmiða um landiö, norðurleiöina, voru við gott atlæti á Farfuglaheimilinu á Akureyri, hoppuðu annars af rútunni hvenær sem eitthvað áhugavert varð á leið þeirra — við Mývatn, Dettifoss, á Skútu- stöðum, Egilsstöðum o.sv. frv. Toni var þó ekki alveg ánægður með ferðamátann. „Þaö er þreytandi og ekki alltaf skemmtilegt aö ferðast um I rútum. Næst þegar ég kem hingað ætla ég aö vera á mótor- hjóli, þanniger maður frjáls og óbundinn og kemst i alla af- kima. Annars er fint að vera hérna, ekki of margir túristar. Ég hef verið á stöðum þar sem allter yfirfullt af þeim — það er verra en að vinna!” Toni sagöist hafa farið viða, komið til flestra Evrópulanda nema Grikklands. Hann er kokkur að atvinnu og vinnur ekki nema árstiðabundið. eh. ■ Ruth Bonnevie, upplifir norðr- ið I Toni Von Matt, svaf i nýbygg- ingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.