Tíminn - 12.07.1981, Síða 28

Tíminn - 12.07.1981, Síða 28
Póstsendum um allt land Sunnudagur 12. júli 1981 framhaldssagan II I’ 77900 S Gardínubtautir hf f7mí- " * R' 'I I : Skemmuvegi 10 Kópavogi Útskornir trékappar í mörgum viðartegundum 1 barrock í barrockl stíl Úrval ömmu- stanga frá Florense Munið orginal zbrautir frá okkur Simi77900 S Gardínubmutir hf • Skemmuvegi 10 Kópavogi stíl • Þið hringið við mælum og setjum upp • Reynið okkar þjónustu hún er trygg Simi 77900 Endurskinsmerki örvaaHa Dökkklæddur vegfarandi sést ekki fyrren í 20 — 30 m. fjarlægð frá lágljósum bifreiðar, oryggi umferðinni. en með endurskinsmerki sést hann í 120 — 130 m. fjarlægð. ODYR OG AFKASTAMIKILL HEYHLEÐSLUVAGN NÚ MEÐ VÖKVALYFTRI SÓPVINDU .«•». V. *«.'• CARBONI CR 44 er 26 rúmm. að stærð með 7 hnífum Nokkrum óráðstafað. Verð: 43.370 CARBONI CR 55 er 32 rúmm. að stærð á veltiöxli með 7 hnífum. Uppseldur Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Hagstæðasta verð á markaðnum. Gerið samanburð. G/obusi LÁGMÚLI 5, SIMI 81555 á rúminu hennar, hin dæmigerða duglega hjúkrunarkona, þegar dr. McCullers kom inn á stofuna. Hann leit á hana, hvorki vinsamlegur né óvinsamlegur á svip, einfaldlega með atvinnumannssvip og sagði stuttaralega: — Góðan dag, hjúkrunarkona. Hvernig liður sjúklingnum? — Góðan daginn læknir. Hún hefur verið undirbúin undir að- gerðina. Hún er tilbúin hvenær sem á þarf að halda. Dr. McCullers leit niður tilfrú Judson, sem brosti syfjulega til hans. Andrea hafði gefið henni róandi lyf, og það var þegar farið að hafa áhrif. Hann talaði ekki við hana, til þess að eiga ekki á hættu að vekja hana. Hann leit á kortið, sem Andrea hafði fyllt út og hengt á fótagaflinn eins og vera bar, svo kinkaði hann kolli og gekk út. Þegar aðstoðarmennirnir komu með sjúkravagninn sagði Andrea til um, hvernig færa ætti hinn sofandi sjúkling og koma honum fyrir á vagninum. Svo gekk hún viö hlið vagnsins fram eftir ganginum. Þegar þau komu að dyrum skurðstofunnar stóð þar hjúkrunarkona tilbúin með sótthreinsaða grimu. Hún kink- aði kolli til Andreu. — Viö tökum hér við. hjúkrunarkona. Þin verður ekki þörf á skurðstofunni. Andrea sætti sig við orð hennar, án mótmæla, og þegar dyrnar lokuðust á eftir aðstoðarmönnunum og skurðstofuhjúkrunarkon- unni, fórhún aftur til stofunnar, þar sem frú Judson átti að vera. Hún tók upp úr töskum frú Judson og sömuleiðis upp úr sinni tösku, en hún átti sjálf að búa i næsta herbergi. Að þvi búnu fór hún að huga að þeim mörgu blómum, sem þegar voru farin að berast, og furðaði sig á þvi, og ekki i fyrsta skipti, hvers vegna i ósköpunum fólk væri aö senda blóm með svo sterkri angan þegar á fyrsta degi sjúkralegu sjúklingsins. Fólk hlaut þó að vita, að sjúklingur, sem var að vakna eftir svæfingu þoldi ekki þessa sterku lykt. Það skipti ekki máli hve falleg blómin voru. Hún ætlaði að halda kortunum til haga, og setja merki aftan á þau, svohún vissi, hvaða kort hafði verið með hvaða blómum, en svo ætlaði hún að fá hjúkrunarkonurnar til þess að.koma þeim fyrir frammi i setustofunni, eða einhverju af móttökuherbergj- unum. Timinn leið hægt, minúturnar urðu að klukkustundum, og hún fór að verða alvarlega áhyggjufull. Að siðustu þoldi hún ekki biðina lengur og fór fram á ganginn. Þar var allt eins og það átti að vera, og ró yfir öllu. Aðeins heyrðist á hljóðskraf nokkurra hjúkrunarkvenna sem stóðu við borð deildarhjukrunarkonunnar. Andrea gekk hröðum skrefum til þeirra. Fótatak heyrðist ekki, vegna þess að hún var i skóm með gúmmisólum. Hjúkrunarkonurnar við borðið snéru sér viö, þegar hún nálg- aðist, og sú, sem sat við borðið leit kuldalega á hana. — Já? sagði hún kurteisleg, en um leið með iskaldri röddu. — Ég er Andrea Drake, einkahjúkrunarkona frú Judson. — Já, já, við vitum það, drafaði i deildarhjúkrunarkonunni. Hinum hjúkrunarkonunum virtist skemmt. — Hvað get ég gert fyrir þig, ungfrú Drake? Andrea roðnaði, þegar hún heyrði tóninn, sem hjúkrunarkonan notaði, þegar hún talaði til hennar. — Ég er orðin áhyggjufull út af frú Judson, byrjaði hún. — Þú þarft ekki að vera það, ungfrú Drake. Hún er i öruggum höndum. — Ég er viss um, að svo er, en ég hafði ekki búist við, að upp- skurðurinn myndi taka svona langan tima. — Uppskuröinum lauk fyrir klukkustund, eða meira, svaraði hún. — Sjúklingurinn er kominn inn á stofuna til þess að jafna sig. Af raddblænum mátti ráða, að hún hugsaði, hvar annars stað- ar ætti hún svo sem að vera. — Takk fyrir, sagði Andrea. — Ég bjóst við, að mér yrði til- kynnt, þegar uppskurðinum lyki. — Hélstu það i raun og veru? Þú hefur ekki spurst fyrir um þetta fyrr en nú, og ég er búin að segja þér það. Andrea leit frá stúlkunni við borðið, með kuldalega svipinn til hjúkrunarkvennanna þriggja, sem við borðið stóðu. Þær voru jafn sviplausar og f jarlægar á svip. Af margra ára reynslu vissi Andrea, að allt hjúkrunarliðið var á móti henni, og andsnúiö þvf að hún skyldi vera komin hingað sem einkahjúkrunarkona frú Judson. Hjúkrunarliðið leit á það, sem ábendingu um, að þjón- usta þess væri ekki einsog hún ætti að vera. — Ég býst við, sagði hún, og talaði i sömu tóntegund og þær höfðu gert, — að ég þurfi ekki að spyrja að þvi, uppskurðurinn hlýtur að hafa tekist vel? — Að sjálfsögðu, sagði hjúkrunarkonan við borðið, og lyfti svolitið augabrúnunum. — Dr. McCullers er góður skurðlækn- ir. Vinkona þin er i fullkomlega öruggum höndum. — Að sjálfsögðu, kuldaleg rödd Andreu kom greinilega illa við hjúkrunarkonurnar. — Það er komiö mikið af blómum með sterkri angan. Hvaðhaldið þið, að best væriað gera við þau? — Nú, nema hvað, sagði hjúkrunarkonan bliðlega. — Ég sting upp á að þú hugsir um þau, þangað til frú Judson kemur afturinná stofuna sina, sem veröur áreiðanlega á morgun. Þá er ég viss um, að hún vill hafa hönd i bagga meö þvi, hvaö um blómin verður. Enn einu sinni leit Andrea til hjúkrunarkvennanna þriggja en sá ekki votta fyrir allri minnstu hlýju i andlitum þeirra. — Þakka ykkur kærlega fyrir þessa einstöku kurteisi, sagði hún með eiturbroddi i röddinni. Svo gekk hún aftur að herbergi frú Judson. Hún heyrði ofurlitið högg á baðherbergisdyrnar, og opnaöi. Fyrir utan stóð yngsta hjúkrunarkonan af þeim þremur, sem höfðu staðið við borðið frammi á ganginum. Hún lagði fingur á varir sér svo Andrea segði ekkert. — Ég er Annette Lacey, Andrea, hvislaði hún, i samsæristóni. — Mér fannst þær koma ferlega fram við þig, þegar þær voru aö reyna að sýna þér þessa ókurteisi hérna frammi. Þær hefðu steikt mig i oliu, ef ég hefði reynt að segja eitthvað. Mig langaði bara til þess aðláta þig vita.hversu mikiðég dáist að þér. — Þúsund þakkir, sagði Andrea i lágum hljóðum, og létti við að finna þennan vinarhug stúlkunnar. — Mér þykir leiöinlegt, að þær skuli vera þvi mótsnúnar, að ég skuli eiga að verða einka- hjúkrunarkona frú Judson. — Það er ekki það, sem er að, Andrea. Þær vita, að þú hefur gert uppreisn gegn Mikilmenninu, og vita sömuleiðis, aö honum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.