Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 2
2 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Lambafille Country styleÞú sparar 900 kr. 2.698 kr.kg. Spennandi helgarsteik noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ LEIT Tveimur frönskum skíða- göngumönnum var bjargað af hálendinu ofan Eyjafjarðar á þriðjudaginn. Höfðu þeir ætlað að ganga suður yfir hálendi Íslands og lagt af stað fyrr um daginn. Þegar þeir komu að Urðarvötnum á Nýjabæjarafrétti var veður orðið það slæmt að þeir urðu að tjalda og halda kyrru fyrir. Laust fyrir klukkan tvö óskuðu þeir hjálpar og fóru þá björgunar- sveitarmenn úr Dalbjörgu og frá Súlum af stað til leitar. Fundust mennirnir kaldir í tjöldum sínum við GPS-punkt sem þeir höfðu gefið upp og voru þeir komnir til byggða um klukkan fimm sama dag. - ovd Skíðamönnum bjargað: Biðu hjálpar í tjöldum sínum VONSKUVEÐUR VAR Á LEITARSVÆÐINU Nítján manns tóku þátt í leitinni á jepp- um, vélsleðum og snjóbíl. MYND/NJÁLL Ó. PÁLSSON KJARAMÁL Engin svör fengust um aðkomu ríkisstjórn- arinnar að samningum á almennum vinnumarkaði á fundi forystumanna Alþýðusambands Íslands, ASÍ, og Samtaka atvinnulífsins, SA, með ríkis stjórninni í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að sérfræðingar myndu setjast yfir kröfurnar og svo yrði fundað með forystumönnum á vinnumarkaði. „Við sjáum hverju fram vindur,“ sagði hann. „Við munum fara yfir hugmyndir sem tengjast skatta- málum, húsnæðismálum, starfsmenntunarmálum.“ Ótímabært væri að ræða kostnað af aðgerðum ríkisins. „Við þurfum að átta okkur á því hvað við erum að tala um langt tímabil. Við viljum helst tímasetja aðkomuna út allt kjörtímabilið að því gefnu að kjarasamningar haldi megnið af því tímabili. Þetta er eitt af því sem við eigum eftir að vinna í.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði að greinilega væri „unnið út frá þeirri grundvallarhugmynd að auka hér jöfnuð og tryggja jafnvægi. Þetta tvennt verður að fara saman og ríkisstjórnin hlýtur að vinna út frá því líka,“ og taldi ólíklegt að svar bærist í dag. „Ég held að þetta taki lengri tíma.“ ASÍ lagði fram endurnýjaða kröfugerð frá því í desember. SA lagði fram kröfur um að launaþróun opinberra starfsmanna yrði í takt við það sem gerðist á almennum vinnumarkaði, breytingar á peningastefnu Seðlabankans og lækkun á tekjuskatti fyrir tækja. Enn fremur er farið fram á lægri flutningskostnað, aðgerðir í atvinnumálum, endur- hæfingar sjóð, starfsmenntunarsjóð og afnám þunga- skatts. Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, segir að ekkert hafi komið út úr fundinum í gær annað en að „þau upplýstu okkur um að þau hefðu ekki unnið heimavinnuna sína. Þau settu málið í nefnd þannig að það er einhver skriður. Nú viljum við sjá þeirra útfærslu og tillögur,“ segir hann. „Við reiknuðum ekki með að fá svör við einstökum atriðum,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA. „Við reiknum með að ráðherrarnir vinni sína heimavinnu og niðurstaðan liggi fyrir tiltölu- lega fljótt.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði að ekki yrði skrifað undir fyrr en aðkoma ríkisins væri ljós. „Það einfaldar málið að við lögðum fram okkar kröfur í byrjun desember. Ríkisstjórnin hefur haft góðan tíma til að hugsa málið.“ ghs@frettabladid.is Beðið eftir útspili ríkisstjórnarinnar Óvissa ríkir um aðkomu ríkisins að kjarasamningum. Forystumenn segja ríkis- stjórnina ekki hafa unnið heimavinnuna. Vonast er eftir undirritun um helgina en ekki verður skrifað undir fyrr en aðkoma ríkisstjórnarinnar liggur fyrir. ÚT ALLT KJÖRTÍMABILIÐ „Við þurf- um að átta okkur á því hvað við erum að tala um langt tímabil. Við viljum helst tímasetja aðkomuna út allt kjörtímabilið,“ sagði Geir H. Haarde. Farið yrði yfir hugmyndir sem tengdust skattamálum, hús- næðismálum og starfsmenntunar- málum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ORKA Stjórn Orkuveitunnar tók ekki ákvörðun um hver yrði næsti stjórnarformaður REI á fundi sínum í gær, en líklega verður fjallað um það á auka- stjórnar fundi í næstu viku. Fyrirtækið, sem meta má á sex milljarða hið minnsta, hefur því verið án stjórnarformanns síðan upp úr áramótum, er Bjarni Ármannson fór frá störfum. „Það liggur á því að starfhæf stjórn sé skipuð, því núverandi stjórn REI er umboðslaus og ákvarðana- fryst stjórn, sem er skipuð nokkrum starfsmönnum Orkuveitunnar,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Spurður hvort ekki væri bagalegt að hafa engan stjórnarformann, gat Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, ekki neitað því: „Þetta er mjög bagalegt allt saman,“ sagði hann. Alls er óvíst hver tekur við starfi stjórnarfor- manns en ýmsir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks þykja koma til greina, ásamt fulltrúa F-lista, Ástu Þorleifsdóttur. Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveit- unnar, vill ekkert láta uppi um þetta. Mestu skipti að nýr meirihluti hafi tekið málefni REI föstum tökum. „Nú getum við látið fyrirtækið fara að fúnkera almennilega,“ segir hann. Stór skref hafi verið stigin í þá átt í gær. - kóþ Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins verður valinn innan skamms: REI stjórnlaust enn um sinn NÚVERANDI STJÓRN ORKUVEITUNNAR Hefur ekki tekið ákvörðun um það hver verði stjórnarformaður REI, en hann hefur vantað frá því upp úr áramótum. MYND/ORKUVEITAN Sveinn, hvar er best að veiða um helgina? „Það er spurning, eru þeir ekki enn að leita að þessari loðnu? Annars er ég úr Skagafirði og myndi telja best að veiða þar.“ Sveinn Margeirsson er deildarstjóri hjá Matís, sem var að kynna nýjan hugbúnað sem meðal annars segir til um hvar best sé að veiða. DANMÖRK, AP „Gerið það, hættið þessu nú,“ sagði Mostafa Chendid, einn helsti leiðtogi múslima í Danmörku, í föstudags- predikun sinni í mosku í Kaup- mannahöfn í gær. Hann beindi máli sínu til ungmenna sem efnt hafa til óeirða í Kaupmannahöfn og víðar í landinu á hverju kvöldi nú í vikunni. Margir telja að ofbeldið hafi aukist eftir að helstu dagblöð Danmerkur endurbirtu á mið- vikudaginn umdeilda skopteikn- ingu af Múhameð spámanni. „Spámaðurinn kenndi okkur ekki að brenna skóla, bifreiðar eða samgöngutæki. Múhameð kenndi okkur siðmenningu,“ sagði Chendid. - gb Leiðtogi danskra múslima: Biður fólk að hætta óeirðum MOSTAFA CHENDID Einn helsti leiðtogi múslima í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Aðeins tveimur fóstrum af 27 sem greindust með Downs-heilkenni frá 2002-2006 var ekki eytt. Í helgarblaði DV kemur fram að afar fá börn séu eftir á Íslandi með heilkennið síðan fósturskimun hófst hér á landi árið 1999. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Félags áhugafólks um Downs, segir í viðtali við blaðið að ýmislegt megi bæta þegar komi að upplýsingagjöf til verðandi foreldra. - sþs Downs-heilkenni útrýmt: Aðeins tveimur fóstrum hlíft DÓMSMÁL Sautján ára drengur hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðis- brot gegn stjúpsystur sinni. Hann var fimmtán ára þegar brotin voru framin, hún átta ára. Drengurinn játaði að hafa farið nokkrum sinnum upp í rúm til stúlkunnar þegar hún gisti hjá föður sínum, stjúpföður drengsins, og káfað á henni innan sem utan klæða. Þetta gerðist frá 21. ágúst 2006 til 24. mars 2007. Stúlkan þóttist vera sofandi þegar brotin áttu sér stað. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að drengurinn hafi sætt geðrannsókn vegna ungs aldurs, og verið metinn sakhæfur. Litið hafi verið til alvarleika brotanna þegar refsing hans var ákveðin, en tekið hafi verið með í reikninginn að hann hafi sjálfur verið barn í lagalegum skilningi þegar hann framdi brotin. Stúlkan hefur átt við andlega erfiðleika að stríða í kjölfar misnotkunarinnar, segir í úrskurði Héraðs- dóms. Auk refsingarinnar var hann látinn greiða stúlkunni hálfa milljón í bætur og eina milljón í sakarkostnað. - sþs Sautján ára drengur dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi: Káfaði á átta ára stjúpsystur sinni GISTI HJÁ GERANDA ■ Foreldrar stúlkunnar skiptu með sér forræði yfir henni þegar brotin áttu sér stað. Hún gisti á sama heimili og drengurinn aðra hvora viku. ■ Drengurinn fór nokkrum sinnum upp í rúm til stúlk- unnar, ýmist þegar hún gisti á dýnu í herbergi hans eða í næsta herbergi. ■ Stúlkan sagði móður sinni frá brotunum í maí í fyrra. Hún fór til Barnaverndar Reykjavíkur, sem óskaði 1. júní eftir því að brotið yrði rannsakað. ■ Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist drengurinn sjá mikið eftir því sem hann gerði. Ástæðan hefði aðallega verið forvitni og kynferðisleg örvun. Fimmti morðinginn fundinn Fimmti maðurinn hefur verið hand- tekinn í tengslum við morðið á Benaz- ir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan. Maðurinn, Abdul Radheed, er sagður lykilmaður í hópnum sem stóð fyrir árásinni hinn 27. desember, þar sem tuttugu aðrir létust. PAKISTAN REYKJANESBÆR Bæjarráð Reykja- nesbæjar hefur samþykkt að leggja til hvatagreiðslur, alls 35,1 milljón króna, til starfsmanna Reykjanesbæjar. Hvatagreiðsl- urnar verða greiddar einu sinni til tvisvar á ári. Markmiðið, að sögn bæjar- stjóra, er að koma til móts við aukið álag starfsmanna vegna örrar fjölgunar íbúa í bæjarfélag- inu, stuðla að góðri þjónustu og draga úr starfsmannaveltu og fjarvistum vegna veikinda. Við úthlutanir verður tekið mið af frammistöðu starfsmanna á liðnu ári, fjarvista vegna veikinda og gæða þjónustu. - áf Launabónus í Reykjanesbæ: Starfsmenn fá hvatagreiðslur SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.