Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 60
32 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Þ að má líkja stjórnun fyrirtækis í óróanum á mörkuðum við það að keyra jeppa í snjóbyl þar sem skyggnið er lítið sem ekk- ert. Þá gildir að fara varlega og halda sig á veginum. Það er það sem við þurfum að gera við þessar aðstæð- ur; vinna áfram vel að okkar daglegu verk- efnum og halda ró,“ segir Lárus Welding forstjóri Glitnis. Mikill órói á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum hefur rýrt verðmæti félaga sem skráð eru í OMX-kauphöllinni um nálægt 1.300 milljarða frá því áhrifa óróans fór að gæta á haustmánuðum í fyrra. „Þetta eru athyglis- verðir tímar en um leið spennandi,“ segir Lárus en hann tók við stjórnartaumunum í Glitni af Bjarna Ármannssyni 30. apríl í fyrra. „Það er ekki hægt að segja annað en þessi tími hafi verið viðburðaríkur og skemmtilegur. Ég þekkti vel til innviða bankans þegar ég tók við og vissi hversu traustar stoðir hans eru. Þar ræður miklu að vera með gott starfsfólk. Þessar stoðir koma sér vel í árferði eins og nú er og það er lík- lega það sem stendur upp úr á þessum tíma, að finna fyrir þeim mikla mannauði sem bankinn býr yfir.“ Álagið ógnar Skuldatryggingaálag á íslenska banka hefur verið mjög hátt að undanförnu. Það er um 560 punktar (100 punktar eru sama sem eitt prósentustig) á Kaupþing, 530 á Glitni en nokkru lægra á Landsbankann, um 280. Í ljósi þessa háa álags getur lánsfé á fjármála- mörkuðum verið dýrt. Skuldtryggingaálag helst í hendur við álag á LIBOR-vexti, það er millibankavexti. Ef skuldatryggingaálagið er 200 punktar, eða tvær prósentur, þá er líklegt að skuldari þurfi að greiða sambæri- legt álag ofan á LIBOR-vexti fyrir nýtt láns- fé. Þó er ekki alltaf fullt samræmi milli skuldatryggingaálagsins og lánskjara, sam- kvæmt upplýsingum frá Greiningu Glitnis. Lárus segir þetta vera vandamál sem geti ógnað bönkunum haldist skuldatrygginga- álagið lengi of hátt. „Það er erfitt að segja til um hvaða þættir það eru nákvæmlega sem halda álaginu svona háu en ef það helst svona lengi þá mun það hafa íþyngjandi áhrif á bankana, það liggur í augum uppi. En það er engin töfralausn til. Við Þurfum að halda áfram að vanda okkar vinnu, kynna okkar mál og Ísland vel á alþjóðamörkuðum og sýna árangur,“ segir Lárus. „Ef við gerum þetta þá batnar staðan hægt og bítandi.“ Lárus segist hafa þá trú að óróinn muni ganga yfir á löngu tímabili frekar en á skömmum tíma. Hann segir bankann vel í stakk búinn til þess að taka á sig þá „ágjöf“ sem nú einkennir fjármálamarkaði. „Þessi fjármálakreppa er að ganga yfir og ég held að hún leysist ekki hratt og örugglega, heldur frekar jafnt og þétt yfir lengra tímabil. Þó ástandið sé vitaskuld erfitt þá erum við sátt við okkar stöðu. Starfsemin okkar hér á Íslandi og í Noregi er á traust- um grunni.“ Uppruninn og ræturnar Stefna Glitnis hefur meðal annars beinst í þá átt að byggja upp sérþekkingu í sjávar- útvegi og orkuiðnaði. Þá þekkingu nýtir bankinn í viðskiptum hér á landi og erlend- is. Lárus segir hátt heimsmarkaðsverð á olíu geta rutt brautina fyrir framgang í iðnaði með vistvæna orku. Glitnir hefur fjárfest í verkefnum á því sviði í Banda- ríkjunum og Asíu. „Einn af okkar styrk- leikum er okkar sérstaða sem er starfsemi í sjávarútvegi og orkuiðnaðinum. Í ljósi aðstæðna á olíumarkaðnum, þar sem fatið af olíu er komið hátt í hundrað dollara, þá er augljóst að eftirspurn eftir vistvænni ódýrari orku fer gríðarlega vaxandi,“ segir Lárus. Fatið af olíu hefur hækkað um tugi prósenta á síðustum þremur árum. Eink- um hefur hækkunin verið skörp á síðasta eina og hálfa ári. Hann telur samstarfsvettvang milli stjórnvalda og einkafyrirtækja vera fyrir hendi á þessu sviði. „Eins og prófessor Michael Porter hefur skrifað mikið um, og fjallaði meðal annars um í fyrirlestri hér á landi [2. október 2006 á Hótel Nordica], þá ætti að vera hægt að byggja upp meiri starfsemi í kringum greinar sem eiga rætur hér á landi, til dæmis sjávarútveg- inn og orkuiðnaðinn. Fyrirtæki sem eiga rætur að rekja til sjávarútvegsins hafa náð góðum árangri, eins og Marel og fleiri, en það eru sóknarfæri fyrir smærri og stærri fyrirtæki í kringum orkuiðnaðinn að mínu mati.“ Lárus segir menntastofnanir geta unnið með fyrirtækjum að því að auka þekkingu á sviði orkumála. Þannig njóti samfélagið allt ágóðans. „Því meiri sérþekking því betri árangur,“ segir Lárus og telur sam- starf af þessu tagi geta ýtt undir mikla verðmætasköpun fyrir þjóðfélagið allt. „Það er fullt tilefni til þess að halda áfram að vinna að hugmyndum um að koma upp fjármálamiðstöð hér á landi. Hvernig það er gert er útfærsluatriði og eitthvað sem samvinnuferli leiðir fram þegar tekin hefur verið ákvörðun um að ýta því úr vör. Samstarf menntastofnana og fyrirtækja gæti verið góð leið til þess að brúa bilið milli ólíkra atvinnugreina og skapa með því „dýnamískan“ vettvang nýsköpunar.“ Vinni í eina átt Íslenska ríkið rekur Íbúðalánasjóð. Hann hefur lengi verið pólitískt þrætuepli en boðaðar hafa verið á honum breytingar, einkum til þess að mæta athugasemdum sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur gert við það fyrirkomulag sem að baki honum býr. Lárus segir stjórnvöld geta gert efna- hagsstjórnina styrkari með því að láta stofnanir vinna í sömu átt í stað þess að fara hver á móti annarri. Í því samhengi skipti starfsemi Íbúðalánasjóðs töluverðu máli. „Íbúðalánasjóður vinnur gegn Seðla- bankanum. Svo einfalt er það. Vextir eru lágir hjá Íbúðalánasjóði vegna ríkis- ábyrgðar á meðan Seðlabankinn reynir eftir fremsta megni að berjast gegn verð- bólgunni með því að halda vöxtum háum, sem er í mótsögn við það sem Íbúðalána- sjóður gerir. Þetta hefur neikvæð áhrif og er órökrétt,“ segir Lárus. Hann telur, eins og margir starfsbæður hans í viðskiptalífinu, að íbúðalán eigi að vera hjá bönkunum. „Mín skoðun er sú að íbúðalán eigi heima hjá fjármálafyrirtækj- unum en það þarf að breyta þessu í fullri sátt við stjórnvöld. Samstarf fjármála- geirans, sem nú er um tíu prósent af lands- framleiðslu, og stjórnvalda hefur gengið vel en ég held að það megi gera betur í þessu eins og mörgu öðru,“ segir Lárus. „Mér finnst til dæmis það framtak stjórn- valda að boða aukið samstarf við fjármála- fyrirtækin um að kynna íslenskt efnahags- líf og fjármálakerfið almennt vera afar jákvætt.“ Kænska og samvinna Í viðtölum við Fréttablaðið fyrir skemmstu héldu Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX- kauphallar Íslands, og Jón Steinsson, lekt- or við Columbia Háskóla, því fram að við þær erfiðu aðstæður sem væru á fjármála- mörkuðum skipti kænska stjórnenda fyrir- tækja sköpum. Við þessar aðstæður kæmi í ljós hverjir hefðu burði til þess að „lifa af“. Fagtímarit um viðskipti hafa gert grein fyrir sama viðhorfi en leiðarahöfundur efnahagsritsins The Economist heldur því fram í janúarhefti blaðsins að stjórnendur standi frammi fyrir „efnahagsfellibyl“. Lárus segir nokkuð til í þessu viðhorfi. „Auðvitað reynir á stjórnendur í erfiðleik- um. Að því leytinu til er það rétt að hæfir stjórnendur geta sannað sig við svona aðstæður. Nútímabankastarfsemi byggir á mannauði þar sem stjórnendur eru aðeins hluti af stærri heild. Lykillinn að lausnum og árangri er vinna samstillts og sterks hóps eftir skýrri og ákveðinni stefnu frek- ar en hæfni eins manns. Ég vinn eftir því.“ Ræturnar uppspretta tækifæra Lárus Welding stýrir Glitni í ólgusjó fjármálamarkaðarins. Miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum valda erfiðleikum þar sem ís- lenskir og erlendir bankar reyna eftir fremsta megni að halda sjó. Magnús Halldórsson tók Lárus tali á skrifstofu hans í höfuðstöðvum Glitnis á Kirkjusandi og ræddi við hann um óróann, vöxt í orkuiðnaði og hvernig fjármálafyrirtæki geta starfað með stjórnvöldum. LÁRUS AÐ STÖRFUM Lárus sést hér standa við skrifborð sitt og sinna hefðbundnum störfum. „Það er eng- inn tími til þess að setjast niður,“ segir Lárus og brosir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þessi fjármálakreppa er að ganga yfir og ég held að hún leysist ekki hratt og örugglega, heldur frekar jafnt og þétt yfir lengra tímabil. ■ Stærstu verkefni Glitnis á sviði jarðvarma og endurnýjanlegra orkugjafa eru í Bandaríkjun- um. Þar opnaði Glitnir skrifstofu á haustmán- uðum í fyrra sem haft hefur millgöngu um ýmis verkefni, leitað fjárfestingatækifæra og veitt ráðgjöf. Meðal annars má nefna verkefni í Nevada og Kaliforníu. Fyrirtækin Nevada Geothermal Power Inc., Thermasource L.L.C., ArcLight, Caithness, Western Geo Power og CHAR L.L.C. koma öll að verkefnum sem snúa að jarðhita í samstarfi við Glitni. ■ Glitnir tekur þátt í verkefnum í Kína, í sam- starfi við Enex, Geysi Green Energy, Xiang Yang District Heating System, PNOC-EDC og fleiri. Einnig eru stór verkefni á Indlandi komin vel á veg. Mörg önnur verkefni eru komin vel áleiðis eða eru í undirbúningi. ■ Aðkoma Glitnis að verkefnunum er sértæk eftir hverju tilfelli fyrir sig. Aðkoman er kölluð sérhæfð innkoma, þar sem verkefnin er mis- langt á veg komin þegar Glitnir kemur að þeim. Í Kína tekur Glitnir meðal annars þátt í verkefni sem snýr að notkun jarðhita til húshitunar en ekki rafmagnsframleiðslu eins og mörg verkefna af þessu tagi byggja á. Þá kemur fyrirtækið einnig að fleiri verkefnum, stórum sem smáum. ■ Lárus segir tækifærin vera mikil, það hafi ekkert breyst þótt deilt hafi verið um útrás orku- fyrirtækja hér á landi, meðal annars í tengslum við útrásararm Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest. „Þetta er vaxandi atvinnugrein og hún er rökrétt fyrir okkar uppruna og stefnu. Kúnnarnir okkar spyrja okkur mikið; hvernig getum við komist inn í þessi verkefni? Orku- geirinn getur verið okkar olía ef rétt er haldið á spöðunum, bæði af hálfu stjórnvalda og einkafyrirtækjanna,“ segir Lárus. Hann segir Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands hafa opnað fleiri dyr að þessum iðnaði heldur fólk geri sér grein fyrir almennt og það sé lofsvert. Aukin fjölbreytni orkugjafa, meðal ann- ars vegna umhverfisvakningar, geti haft í för með sér verðmæt viðskiptatækifæri sem Glitnir ætli að nýta sér. „Í þessu samhengi má nefna að olíufyrirtæki hafa verið að hækka verðforsendur arðsemis verkefna hjá sér um fimmtíu prósent að undanförnu. Þetta þýðir að fyrirtækin gera ráð fyrir því að olíuverð haldist mjög hátt í dágóðan tíma, jafnvel mörg ár. Í þessu felast tækifæri fyrir okkur sem höfum byggt upp þekkingu á endurnýjanlegum orku- gjöfum. Þetta eru langtímaverkefni. Við erum að fara inn í verkefni sem eru misjafnlega langt komin. En ég tel vera framundan mikilvæga tíma á þessum vettvangi. Því fyrr sem fyrirtækj- um tekst að marka sér stöðu í þessum iðnaði, því betra,“ segir Lárus. ➜ SÓKNARFÆRIN Á SVIÐI ORKUMÁLA MIKIL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.