Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 4
4 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Útgerðarmenn tóku þá ákvörðun á fundi sem þeir héldu í gær að veiða einungis 3.000 tonn af loðnu á sólarhring þar til ítarleg- ar rannsóknir á stofninum eru afstaðnar að sögn Friðriks Arn- grímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Þetta er náttúrlega gífurlegt áfall,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. „Fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra var veltan hjá Vinnslustöðinni rúmur milljarður en í ár var fyrsta milljónin að koma í hús í gær. Það má gera ráð fyrir því að þessi velta hafi verið rúmir þrír milljarðar í Vestmannaeyjum í fyrra svo auðvitað er þetta mikið áfall, sérstaklega í ljósi þessa mikla niðurskurðar í þorski.“ Hann segir að ástandið hafi mikil áhrif á starfsfólkið. „Það veit eins og er að þetta er ekki gott fyrir fyrir tækið og þar af leiðandi ekki gott fyrir starfsfólkið sjálft sem síðan kemur niður á samfélaginu.“ Einar K. Guðfinnsson gaf nýlega norskum loðnuveiðiskipum heimild til að vera við veiðar einum sólar- hring lengur en um hafði verið samið og rýmkaði heimild um fjölda norskra skipa sem mættu vera að veiðum á sama tíma, úr 25 í 40. Spurður hvort það hafi ekki verið óheppileg ákvörðun í ljósi þessara þrenginga segir hann ekki svo vera. „Það var í raun ekki svo mikil breyt- ing því í raun var flotinn ekki það mikill að þeir gætu nýtt sér þetta. Svo held ég að það sjái það allir að einn sólarhringur hefur ekki svo mikið að segja.“ Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort komið verði sérstaklega til móts við þá sem hafa orðið illa úti vegna loðnu- skorts. - jse Útgerðarmenn hafa ákveðið að draga verulega úr loðnuveiðum: Eyjamenn gætu orðið af 3 milljörðum VINNSLA Í VESTMANNAEYJUM Það var ekki jafn fjörugt í Eyjum og oft er þegar loðnan berst í hús enda er óvissan mikil. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° XX° 4 Á MORGUN 3-8 m/s en heldur stífari á hálendinu MÁNUDAGUR 5-10 m/s. 3 3 3 2 4 4 5 7 7 6 1 5 6 5 5 3 3 3 10 10 4 6 58 5 4 5 58 5 5 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur HLÝ HELGI Þessa helgina eru horfur á fremur rólegu og hlýju veðri. Reyndar verður vætusamt, einkum þó á vestuhelmingi landsins en því fer fjarri að austur- helmingurinn sleppi við vætu, einkum í dag. Á morgun og mánu- dag verður yfi rleitt þurrt eystra. LÖGREGLUMÁL Annþór Kristján Karlsson fékk að hringja á lögreglustöðinni við Hverfisgötu daginn áður en hann strauk, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Ekki liggur ljóst fyrir hversu oft hann fékk að nota símann, en hann kvaðst vera að ráðfæra sig við lögmann sinn. Þetta er eitt fjölmargra atriða sem farið verður yfir í rannsókn á tildrögum stroksins. Annþór strauk snemma í gærmorgun. Lögregla gerði mikla leit að Annþóri, sem stóð fram undir kvöld. Þá fannst hann í íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ, þar sem hann hafði falið sig inni í skáp. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns var Annþór í svokallaðri opinni gæslu í lögreglu- stöðinni. Í gærdag rann gæsluvarðhald hans út og átti hann þá að mæta fyrir héraðsdóm að nýju. Hann dvaldi í álmu sem ætluð er öðrum en þeim sem stungið er inn til að sofa úr sér. Í álmunni eru fimm klefar, gangur og lítil setustofa. Annþór var eini fanginn í álmunni. Geir Jón segir að af einhverjum ástæðum sem ekki voru ljósar í gær hafi klefi Annþórs ekki verið læstur yfir nóttina. Annþór hafi verið á sínum stað við athugun um fimmleytið í fyrrinótt. Um sjöleytið hefði hins vegar uppgötvast að hann hefði strokið. Hann hefði brotið rúðu úr öryggis- plexigleri á ganginum og látið sig síga niður í kaðli. Spurður hvar hann hefði fengið kaðalinn sagði Geir Jón að hann hefði komist inn í geymslu í álmunni. „Þar fann hann smá kaðalspotta sem hann hefur náð að láta sig síga niður í,“ segir Geir Jón og bætir við að ekki sé vitað hvernig Annþór komst inn í geymsluna. Tveir menn voru í gær handteknir á höfuðborgar- svæðinu í tengslum við rannsókn lögreglunnar á flótta Annþórs. Þeir eru grunaðir um að hafa aðstoðað hann. Lögregla gerði húsleit á fjölmörg- um stöðum í leit sinni að Annþóri áður en hann fannst. Það voru lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, svo og tollverðir og sérsveit Ríkislögreglustjóra sem stóðu að aðgerðunum til að finna og handtaka Annþór í gær. Hringdi af stöðinni og seig niður í reipi Annþór Karlsson fékk að nota síma á lögreglustöðinni við Hverfisgötu daginn áður en hann strauk. Annþór var handtekinn undir kvöld í gær þar sem hann faldi sig í skáp í húsi í Mosfellsbæ. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. LÖGREGLUSTÖÐIN Annþór braut sér leið út um glugga á annarri hæð, lét sig síðan síga niður og notaði til þess kaðal sem hann mun hafa fundið á lögreglu- stöðinni. Til hliðar sjást glerbrotin sem féllu við flóttann. LÖGREGLA SKOÐAR HVAÐ FÓR ÚRSKEIÐIS Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu, Stefán Eiríksson, segir að lögreglan fari nú yfir flóttann og orsakir þess að fanginn slapp. Hann vill ekki svara því hvort einhver verði lát- inn sæta ábyrgð á mistökunum. „Það eina sem ég get sagt um þetta núna er að við erum að fara yfir hvað fór úrskeiðis, það fer ekkert á milli mála að eitthvað fór úrskeiðis,“ segir hann. Engar eftirlitsmyndavélar voru á ganginum og ekki er vitað hversu mikinn tíma fanginn hafði til umráða né hvers vegna klefi hans var ólæstur. Ekki er heldur vitað hvort fanganum var hjálpað við flóttann eða ekki. - kóþ STEFÁN EIRÍKSSON TÓLF TÍMA FRELSI ■ Annþór er fluttur af Litla-Hrauni í fangaklefa í Lögreglustöðinni við Hverfisgötu á fimmtudagskvöld. ■ Annþór var í klefa sínum klukk- an 5 að morgni föstudagsins. Um sjöleytið er hins vegar ljóst að hann er flúinn. Lögreglan lýsir eftir Annþóri um tíuleytið. ■ Lögregla hefur mikinn viðbún- að vegna flóttans, gerðar voru húsleitir víða og tveir handteknir vegna málsins. ■ Annþór naut frelsisins um daginn. Gaf sér tíma til að bjóða vinum til veislu á netinu og leita að íbúð. ■ Annþór var hand- tekinn skömmu fyrir kvöldmat í íbúðar- húsi í Mosfellsbæ. Hann faldi sig inni í skáp þegar lög- reglumenn bar að garði. FJÖLMIÐLAR Blaðamannafélag Íslands harmar framgöngu starfs- manna Sjálfstæðisflokksins vegna blaðamannafundar í Valhöll síðastliðinn mánudag. Blaðamönnum var meinaður aðgangur að fundinum, þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sat fyrir svörum. Arna Schram, formaður félagsins, sendi Andra Óttarssyni, framkvæmdastjóra flokksins, bréf á fimmtudaginn þar sem farið er fram á að vinnubrögð sem þessi endurtaki sig ekki. Andri neitaði að svara spurn- ingum blaðamanns í síma, en sendi þess í stað yfirlýsingu í tölvupósti. Í henni segir að óánægja blaðamanna sé skiljan- leg, en þar spili vafalítið inn í að væntingar þeirra hafi verið töluvert meiri en efni stóðu til. Allir sem óskuðu eftir hafi fengið að taka viðtal við Vilhjálm. - sþs/elj Blaðamannafélag Íslands: Ósátt við með- ferð í Valhöll BOSNÍA, AP Frumrit friðarsam- komulagsins, sem batt enda á Bosníustríðið, er týnt. Þetta staðfestir Zeljko Komsic, formað- ur forsætisembættisins, að loknum fundi leiðtoganna þriggja sem deila með sér embættinu. Bosníustríðinu, sem stóð árin 1992-95, lauk með gerð friðarsam- komulags í Dayton í Bandaríkjun- um milli Króata, Serba og múslima. Það var undirritað í París. „Þetta væri fyndið, ef það væri ekki svona sorglegt,“ sagði Miroslav Lajcak, sem hefur fyrir hönd alþjóðasamfélagsins umsjón með framkvæmd samkomulags- ins. Hann segir íbúa Bosníu þó ekki þurfa að örvænta því afrit samkomulagsins er vandlega geymt í París. - gb Dayton-samkomulagið: Frumrit friðar- samnings týnt GENGIÐ 15.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 128,9687 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,58 66,90 130,61 131,25 97,71 98,25 13,107 13,183 12,330 12,402 10,479 10,541 0,6164 0,6200 105,24 105,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.