Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 18
18 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Slysavarnir Öll viljum við snúa heil heim að vinnudegi loknum en því miður eru ekki allir svo heppnir. Rekja má fjölda slysa til þess að ekki hefur verið hugað að öryggismálum við ýmsar fram- kvæmdir. Slík slys eru með öllu ólíð- andi og mega ekki eiga sér stað. Af þessum sökum er ástæða til þess að brýna stjórnvöld til þess að vera fyrirmynd þegar kemur að öryggi við framkvæmdir og gera ríkari kröfur en nú er gert til ýmissa verktaka. Til þess að stuðla að slíkri hugarfarsbreytingu hef ég flutt þingsályktunar- tillögu sem miðar að því að fela fjármálaráðherra að endurskoða innkaupastefnu ríkisstjórnarinnar með það að markmiði; a) að tryggja sem best öryggi, heilsu og aðbúnað starfsfólks bjóðenda svo að tíðni slysa og atvinnutengdra kvilla verði lægst á Íslandi meðal OECD-landa b) að koma í veg fyrir að framkvæmdir hins opinbera valdi óhöppum eða slysum (hér er átt við utanaðkomandi aðila, eins og t.d. vegfarendur, þar sem um vegaframkvæmdir er að ræða). Sem stærsti framkvæmdaaðili á Íslandi getur hið opinbera haft mikið að segja í þessum efnum með því að sýna gott fordæmi og setja reglur þar að lútandi um val á verktökum og birgjum m.t.t. frammi- stöðu þeirra í öryggismálum og heilsu- vernd. Íslenskt atvinnulíf og samfélag hefur alla burði til þess að verða fyrst til þess að setja sér núll-slysastefnu rétt eins og við setjum okkur háleit markmið þegar kemur að umferðaröryggismálum. Ríkiskaup og sveitarfélög geta komið miklu til leiðar ef val á verktökum/birgjum byggist á árangri viðkomandi aðila í öryggis- og heilsu- verndarmálum, þ.e.a.s. að bjóðendur þurfi að leggja fram slysa- og atvinnusjúkdómatölfræði og áætlun um hvernig öryggis- og heilsuverndar- málum skuli fylgt eftir. Það er því mikilvægt að setja sér markmið um engin slys, því lág tölfræði slysa bætir ekki stöðuna fyrir þann sem lendir í því eða aðstandendur þeirra. Því hlýtur núll- slysastefna að vera markmiðið. Höfundur er alþingismaður. Engin slys takk ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Uppboð 17 febrúar í IÐNÓ við tjörnina 1. hluti kl. 12:00 Frímerki 2. hluti kl. 13:30 Póstkort og mynt. 3. hluti kl. 14:30 Póstkortasafn S.Ö 4. hluti kl. 17:00 Bækur, málverk og aðrir listmunir. Uppboðsdagskrá: Myndir eftir Kjarval, Svavar, Barböru, Nínu, Eirík Smith o.fl. Úrval af mynt, m.a. frá Iðnaðarsýningunni 1883 og 1911, en upplag var 31 eintak. Gamalt póstkortasafn Sigurðar Örlygssonar. Silfurskeið handunnin af Asbjörn Jacobsen. 81 bókartitill m.a. eftirgerð af elstu íslensku handritunum í 18 bindum, útg af Rosenkilde & Bagger. Gott úrval af ferðabókum, landfræðiritum, fornritum, blöðum, tímaritum o.fl. áhugaverðu. Allir velkomnir. Meðal uppboðsefnis: Arnason & Andonov ehf., Austurstrond 1, 170 Seltjarnarnes, sími 551-05 50, aa-auctions@simnet.is, www.aa-auctions.is Uppboðsefni til sýnis laugardag 16. febrúar frá kl. 10 – 16 á Austurströndinni. Einnig hægt að skoða efnið á vefnum. Mótorskipið Ísland siglir óræðan kúrs suðvestur af landinu. Radarinn er í ólagi og framundan er þrútið loft og þykkur sjór. Veislunni í matsaln- um er lokið og farþegar teknir að ókyrrast. Í brúnni stendur stýrimaður- inn Geir, með báðar hendur á stýri, og rýnir út um sæblautar rúður. Skipstjórinn liggur sofandi í káetu sinni inni af stýrishúsinu en loftskeytamað- urinn Sólrún situr við tæki sín og tól og hefur náð sambandi við Brussel. „Þeir segja að við þurfum að breyta stefnunni um sjö gráður!“ hrópar hún fram til stýrimanns. „Ha?„ segir Geir, lagar gleraugun og rýnir áfram út úr brúnni. „Brussel segir sjö gráður á stjórn!“ „Ertu að tala við HAFNAR- STJÓRNINA í Brussel?“ spyr stýrimaður með glotti. Inn kemur Þorgerður, annar stýrimaður, og vill tala við kaftein. „Nei. Láttu hann vera. Hvað er málið?“ spyr Geir. „Það er út af yfirbrytanum. Við verðum að...“ „Er ekki nýbúið að skipa hann? Þennan Ólaf F.?“ „Jú, en… þú veist…“ „Hvar er Villi?“ „Hann fór af í Huddersfield, þú manst.“ „Já, alveg rétt,“ segir Geir og grettir sig örlítið um leið og stórt brot gengur yfir brúna. „Á ég ekki bara að spyrja karlinn?“ spyr Þorgerður og bendir á hurð skipstjóra. „Nei. Ekki trufla hann. Eru þau orðin óróleg?“ „Já, við verðum að gera eitthvað í þessu. Við erum að tapa tiltrú farþega...“ Geir rýnir út í sortann og hugsar málið stutta stund áður en hann svarar: „Láttu þau bara kasta upp á þetta.“ Þorgerður hristir hausinn, dæsir og hverfur niður stigann. Í gættinni mætir hún Sigurði Einarssyni, fyrsta vélstjóra. Hann strýkur svitann af enninu með olíusvartri hendi um leið og hann stígur inn í brú, og kastar mæði áður en hann tilkynnir Geir að vélin sé að missa afl. „Við getum ekki haldið svona áfram. Við verðum að taka land og skipta um olíu.“ „Taka land? Hvar eigum við að taka land?“ spyr Geir. „Í Evrópu.“ „Ég er í sambandi við Brussel!“ hrópar loftskeytakon- an úr kompu sinni. Skyndilega er hurðin rifin upp og inn af dekkinu birtast tveir hásetar, þeir Steingrímur og Ögmundur, í saltblautum sjógöllum. „Seglin eru klár, sör,“ segir Steingrímur. „Seglin?“ hváir stýrimaður. „Já. Við heyrum það að vélin sé að gefa sig. Þá er rétti tíminn til að setja upp seglin. Þau eru líka mun umhverfsvænni en helvítis bölvað vélaraflið,“ segir Steingrímur ákveðinn og Ögmundur bætir við: „Við leggjum líka til að skipinu verði snúið heim. Þetta er orðin ein stór háskaför.“ Þá heyrist hljóð úr horni. Sjómælingamaðurinn Ingólfur Bender segir radar nú sýna grynnkandi hafsbotn. „Við virðumst nálgast land.“ „Hvaða land er það?“ spyr Geir. „Mér sýnist það vera… sker.“ Inn úr fundasal koma nú þeir Vilhjálmur Egilsson, formaður félags farþega á fyrsta farrými, og Grétar Þorsteinsson, formað- ur félags farþega á öðrum farrýmum. Vilhjálmur segir frá óánægju á fyrsta farrými. Fólk vilji breyta um kúrs. Nú? Hvert vill það fara? spyr Geir. „Til Evrópu,“ svarar Vilhjálm- ur. „En þitt fólk, Grétar?“ spyr stýrimaður. „Því er nú svosem sama. En það spyr hvort ekki sé hægt að borga bjórinn í evrum.“ „Brussel kallar aftur! Þeir eru tilbúnir með lóðs!“ kallar Sólrún úr loftskeytaherberginu. „Ekki hlusta á þetta rugl! Hér talar alþjóðagróðahyggjan. Upp með seglin segjum við og hart í bak!“ segir Steingrímur og Ögmundur kinkar kolli. Öllum að óvörum birtist nú skipslæknirinn, Guðlaugur Þór, í brúnni og tilkynnir stýrimanni að hann sé búinn að loka reykherbergi yfirmanna. Fáir veita honum athygli. „Það grynnkar hratt núna,“ kveður Bender. Sem fyrr heldur Geir þéttings- fast í stýrið og rýnir út í síþykknandi sortann. Enn ein ágjöfin gengur upp á rúðurnar í brúnni. Áhöfnin bíður spennt eftir ákvörðun stýrimanns. En allt í einu opnast dyrnar á svítu skipstjóra og þrumandi rödd hans fyllir brúna: „Haldið kúrs! Óbreytt stefna!“ M/s Ísland Rangt mál Hvað er nú að gerast? sagði nefndar- maður í umhverfisnefnd Alþingis þegar hann uppgötvaði að á meðal mála á dagskrá fundar nefndarinnar í gærmorgun var þingsályktun Stein- unnar Valdísar Óskarsdóttur um nýtt starfsheiti ráðherra. Þó að tillag- an þurfi sjálfsagt alla mögu- lega og ómögulega skoðun verður seint sagt að hún eigi erindi í umhverfis- nefnd. Enda kom á daginn að um mistök var að ræða. Málið hafði slæðst inn á dagskrána í stað frumvarps um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Íþróttalífið eflt Menntamálaráðherra hefur, að tillögu íþróttanefndar, úthlutað 20 milljón- um króna í styrki til samtals 90 styrk- þega. Verkefnin eru misjöfn og meðal styrkhafa eru Skíðagöngufélagið sem fær 150 þúsund krónur til að kaupa smurbekki fyrir gönguskíði, Skylmingasamband Íslands sem fær 300 þúsund til að kaupa hljóðkerfi fyrir Skylmingamið- stöðina í Laugar dal og Skot- félag Akraness sem fær 200 þúsund kall til að kaupa ólympíska loftbyssu. Er þetta það sem þarf? Margt ágætt er að finna í sigurtil- lögu Skotanna þriggja um skipulag Vatnsmýrarinnar. Til dæmis leggja þeir til að hluti Hringbrautarinnar fari í stokk en lítil prýði er að götunni eins og hún er. Furðulegri er hins vegar hugmyndin um að Hljómskálagarðurinn verði stækkaður. Hann hefur nefnilega þótt alveg nógu stór fram til þessa. Reykvíkingar eru að mestu lausir við almenningsgarða- menningu og kannski rétt að búa hana til áður en hugað er að stækkun garða. bjorn@frettabladid.is HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Þjóðarskútan Í grófum dráttum má segja að stjórnendur séu af tveimur gerð- um. Annars vegar þeir sem taka ákvarðanir út frá því hvern- ig hlutirnir hafa alltaf verið, og svo hinir sem reyna að sjá nokkra leiki fram í tímann og ákveða kúrsinn eftir því. Fyrri aðferðina má kenna við baksýnisspegilinn og hún hefur ýmsa kosti. Hún byggir á reynslu og getur forðað mistökum. Gallinn er sá að hún er í eðli sínu mjög íhaldssöm og svo eiga hlutirnir til að taka breytingum og fortíðin er þá alls ekki besti leiðarvísirinn. Síðari aðferðin byggir á því að sjá fyrir sér framtíðina og helst færa hana til nútímans. Þetta er vissulega áhættusamari aðferð en sú sem byggir á baksýnisspeglinum. Ef vel tekst til er hún hins vegar bæði margfalt líklegri til árangurs en ekki síður til að forðast dýrkeypt mistök. Lítil dæmisaga sem Moshe Rubenstein, prófessor við UCLA, sagði á námskeiði í Háskólanum í Reykjavík fyrir nokkrum árum fangar vel framtíðarhugsunina: Háskóli einn í Bandaríkjunum reisti nokkrar nýjar byggingar á svæði sínu. Þegar framkvæmdum var lokið var ákveðið að leggja ekki göngustíga til að tengja nýju húsin. Þess í stað var svæðið milli þeirra sléttað. Að nokkrum vikum liðnum lá ljóst fyrir hvað leiðir stúdentarnir völdu sér milli bygginganna. Þá loks var ráðist í göngustígagerðina. Stjórnendum skólans hafði tekist að færa framtíðina til nútímans. Í vikunni tókst þeim sem koma að stjórn Reykjavíkur að sýna okkur hvernig framtíð höfuðborgarinnar getur orðið. Í niðurstöð- um alþjóðlegu hugmyndasamkeppninnar um Vatnsmýrina er ekki horft í baksýnisspegilinn. Í keppnislýsingu samkeppninnar var það skilið eftir galopið hvort flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni eða yrði þar um kyrrt. Það er lýsandi að í fyrstu umferð gerði aðeins ein tillaga af 136 ráð fyrir flugvellinum áfram. Og í annarri umferð féll höfundur hennar frá þeirri útfærslu. Ákveðinn ótti við hvað kæmi í staðinn fyrir flugvöllinn hefur lengi bærst meðal þeirra sem vilja hann burt. Og það ekki að ástæðulausu. Sporin hræða. Sú Benidorm norðursins, sem risin er við Skúlagötu, hefur ekki beinlínis fyllt mann bjartsýni, né held- ur framhaldið við Borgartún þar sem kassar í miðju bílastæði eru leiðarminnið. Vinningstillaga Skotans Graeme Massie um Vatns- mýrina eyðir þessum ótta. Hún kemur eins og ferskur andblær inn í þá skipulagshugsun sem hefur ráðið ríkjum í Reykjavík undan- farna áratugi. Fegurðin í tillögunni er ekki síst sú að hún byggir að stóru leyti á sömu grunnhugmynd og er að baki borgarskipulaginu frá því 1927, sem miðaði að því að Reykjavík yrði borg í evrópskum stíl með randbyggðum nokkurra hæða húsum. Ef tillaga Massie verður að veruleika bjargar hún Reykjavík frá þeim örlögum að breytast í bíla- og úthverfaborg á bandarískan máta. Mikil þverpólitísk samstaða var meðal meirihluta borgarfulltrúa um að taka af skarið um framtíð Vatnsmýrarinnar á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti hefur aðra stefnu í fyrsta sæti í málefnasamningi sínum. Þar seldu sjálfstæðismenn sig undir vilja Ólafs F. Magnús- sonar. Það yrði mikið slys ef einum borgarfulltrúa af fimmtán tæk- ist að tefja þetta mál í krafti valdataflsins í Ráðhúsinu. Við megum engan tíma missa. Það þarf að taka u-beygju frá úthverfaskipulag- inu sem nú blasir við í borginni. Framtíðin er í Vatnsmýri. Óttanum eytt JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.