Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 42
● hús&heimili Páll hefur í nógu að snúast og kvart- ar ekki undan verkefnaskorti en segir þó hrunið á verðbréfamark- aðnum hafa sett nokkur verkefni í bið. „Það er aðeins dauður tími núna í „kreppunni“ en þá hef ég bara haft tíma til að vinna í mínum eigin verkum,“ segir Páll og bendir á litla kaffibolla sem hann er með á vinnuborðinu. „Bollarnir eru tiltölulega nýt- ilkomnir en þeir spunnust upp úr þrætumáli sem ég átti við mann um það hvenær bolli er bolli. Þú getur brotið af kaffibolla hand- fangið en hann er samt einhvern veginn ennþá bolli en ef þú brýtur til dæmis haldið af ausu þá er hún orðin skál. Mér fannst þetta eitt- hvað asnalegt og bjó því til bolla sem er háður handfanginu, það er hann getur ekki staðið án þess. Hann er þá kannski tæknilega séð ausa!“ Milli þess sem hann rótar fyrir rokkara hannar Páll sína eigin vöru og hefur hannað nokkra rofa til að kveikja og slökkva ljós. Hann vinn- ur með ánægj- una í því að fram- kvæma einhverjar aðgerðir og segist ekkert hrifinn af því hvernig allar aðgerðir í daglegu lífi eru einfaldaðar. „Rofinn með stóra skaftinu er svona barnsleg fantasía um það hvernig á að slökkva sem mér finnst vera mikil aðgerð og dramat- ísk hreyfing. Við viljum alltaf vera að létta okkur vinnuna, gera minni takka fyrir minni aðgerð en þá tökum við alla gleðina úr,“ útskýr- ir Páll og vill meina að til dæmis sé miklu skemmtilegra að mala kaff- ið sjálfur og hella upp á en að labba að einhverju tæki, ýta á „latte“ og bíða bara. Allir rofarnir kalla á meiri að- gerð en að ýta bara á takka og þarf til dæmis að skrúfa frá krana, taka tappa úr nið- urfalli og velta stórri kúlu fram og aftur til að slökkva eða kveikja ljósið. Rofana sýndi Páll á hönnunar- sýningunni Kviku á Kjarvalsstöðum síðasta sumar og fékk góðar und- irtektir. „Eftir sýninguna fékk ég til dæmis tölvupósta frá erlend- um ferðamönnum sem höfðu mikið fyrir þvi að finna netfangið mitt, og vildu kaupa,“ segir hann og bætir við að gírstöngin og tappinn hafi verið vinsælastir hjá gestum að prófa, svo vinsælir að það tókst að brjóta gírstöngina nokkrum sinn- um. En hvort er maður að kveikja eða slökkva ljósið þegar tappinn er tekinn úr? „Ég er ekki alveg búinn að ákveða mig,“ segir Páll og klórar sér í hausnum. „Ég vil hafa kveikt þegar tappinn er úr því ef maður hugsar sér rafmagn sem flæði þá ertu að opna fyrir rennslið þegar þú tekur tappann úr en loka fyrir það og slökkva með því að setja tapp- ann í. Á móti kemur hins vegar að tappinn fer í þegar þú ferð í baðið og þá ætti að setja tappann í til að fá ljós en taka hann úr til slökkva því þá læturðu renna úr baðinu,“ segir Páll og virðist engu nær um á hvorn veginn tappinn eigi að virka. Aðspurður hvernig íslensk hönn- un standi í dag segist Páll sjá mikið af hæfileikaríku fólki vera að koma fram núna og kraftur og þrjóska einkenni hönnunarbransann. Hann segir þó íslenska hönnun þurfa að sanna sig frekar. „Mér finnst við ekki vera búin að skapa nógu mik- inn samhljóm í íslenskri hönnun til að hægt sé að fara að gera hana út en það er mikið af hæfileikarík- um hönnuðum sem komast áfram á þrjósku og þvermóðsku og hafa þetta viðhorf að „ef enginn vill ráða mig þá geri ég þetta bara sjálfur“ sem mér finnst rosalega gott við- horf.“ - rat Hvenær er kaffibolli bolli eða ausa? ● Páll Einarsson vöruhönnuður hefur ýmislegt á prjónunum og hannar kaffibolla og ljósarofa meðfram því að kenna í Listaháskóla íslands og Iðnskólanum í Hafnarfirði og róta fyrir rokkara. Páll Einarsson vöruhönnuður með kaffibollana á vinnuborðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þessi rofi kallar á að láta fikta í sér en til að kveikja og slökkva ljósið þarf að velta stálkúlunni úr sessi. Hvort kviknar eða slökknar ljósið þegar tappinn er tekinn úr? Ef maður hugsar rafmagn sem rennsli á þessi rofi vel við til að skrúfa frá ljósinu. Skaftið eða gírstöngin var svo vinsæl á Kviku-sýning- unni að hún brotnaði. 1. Furðulegt tól Miðað við útlit- ið gæti þetta áhald alveg eins átt heima á bílaverkstæði eins og í eld- hússkúffunni. Til hvers á að nota það? Jú, til að skrúfa lokið af krukkum. Krukkuskrúftöngin kostar 1.609 krónur í Byggt og búið í Kringlunni. 2. Stór spurning Þessi þrjú áhöld eru falleg en til hvers á að nota þau? Hjá Búsáhöldum í Kringlunni fengust þær upplýsingar að þetta væru sítrusskeri, sítrusrifjárn og smjörrúlla og hvert er nú hvað? Smjörrúllan og sítrusskerinn kosta hvort 1.500 krónur en sítrusrifjárnið 1.135 krónur. 3. Bananaskeri Þó að hægt sé að nota hníf til að skera niður banana er þetta áhald til að sneiða niður heilan banana í einu handtaki. Gæti komið sér vel við að undirbúa bananasplitt eða þegar smyrja þarf samlokur með banana ofan í marga. Bananaskerinn kostar 499 krónur í Byggt og búið í Kringlunni. Gestaþrautir í eldhúsinu ● Úrvalið af sérhæfðum eldhúsáhöldum er endalaust og ótrú- legustu verkfæri sérsniðin fyrir eitthvað sem kannski væri einfaldast að nota bara hníf í. Stundum eru þau líka svo margslungin í laginu að það er hreinasta gestaþraut að átta sig á í hvað á að nota þau. 2 3 1 16. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.