Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 46
● hús&heimili F imm íslenskar textíllistakonur setja upp verk sín á sýningu á Wesserling-textíllistasafninu í Frakklandi. Íslenski textílhópurinn, sem saman stendur af Gerði Guðmunds- dóttur, Hrafnhildi Sigurðardóttur, Kristveigu Halldórsdóttur og Ólöfu Einarsdóttur, fór til Frakklands ásamt Önnu Gunnarsdóttur textíllistamanni að setja upp sýningu í Wesser ling. Sýningin er ein aðalsýning safns- ins árið 2008 og stendur í næstum eitt ár. Eflaust verður hún fjölsótt, því talið er að um 35 þúsund gestir víðs vegar að sæki safnið á ári hverju. Í boðsbréfi frá forstöðumanni safns- ins kemur fram að hann vilji kynna sérstaklega íslenska nútímatextíllist árið 2008. Íslensk list út til Frakklands Ullarljós eftir Önnu Gunnarsdóttur verða meðal sýningargripa. DRAUMAHÚS Þakíbúð í Orkuveituhúsinu Bjarni Þórður Halldórsson knatt- spyrnumaður gæti vel hugsað sér að búa í þakíbúð á efstu hæð í Orkuveituhúsinu. „Það má segja að þetta sé til- valið húsnæði ef maður ætlar að finna gott útsýni. Útsýnið er stór- kostlegt í allar áttir. Svo eru þarna stórar og flottar svalir sem gætu nýst vel í grillpartíum. Eldhús- ið í húsinu yrði búið fullkomnum tækjakosti svo við hjónakornin gætum eldað stórkostlegar mál- tíðir á hverju kvöldi enda rataði mikið af hæfileikum okkar á svið eldamennskunnar. Baðherberg- ið er með útsýni að Esjunni með stóru nuddbaðkeri,“ segir Bjarni og heldur áfram. „Ég myndi horfa í austurátt út um stóran svefn- herbergisgluggann enda Blá- fjöllin fögur að sjá í morgunsól- inni. Stofan er búin afar þægileg- um sófum fyrir framan arineld og stofuglugginn myndi snúa til vesturs þar sem hægt væri að sjá sólina setjast. Garðyrkja er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér og ég er því feginn að losna við að þurfa að slá og klippa tré. Hugsanlega er í lagi að vera með nokkrar lifandi plöntur,“ útskýrir Bjarni og bætir við: „Ég efast um að efsta hæð Orkuveituhússins sé á leiðinni á sölu á næstunni en ég má láta mig dreyma enda hollt að leyfa sér það inni á milli,“ segir Bjarni, sem er þó mjög sáttur þar sem hann býr í dag. - mmr Bjarni væri alveg til í að hafa útsýni á borð við það sem er á efstu hæð Orkuveituhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KETTLER VERSO 107 Segulviðnám með 12 kg kasthjóli. 10 þyngdarstillingar. Æfi ngatölva með púlsmæli. Fyrir allt að 110 kg. Segulviðnám með 10 þyngdarstillingum Æfi ngatölva með púlsmæli. Fyrir allt að 110 kg. Mótorstýrt segulviðnám með 14 kg kasthjóli. Æfi ngatölva með 6 kerfum, þyngdarstillingu, púlsmæli og fl eiru. Fyrir allt að 130 kg. Mótorstýrt segulviðnám með 9 kg kasthjóli. Æfi ngatölva með 6 kerfum, þyngdarstillingu, púlsmæli og fl eiru. Fyrir allt að 130 kg. KETTLER PASO 107 KETTLER VERSO 307 KETTLER PASO 307 Markið • Ármúla 40 • 108 Reykjavík • Sími 553-5320 • Opnunartími verslunar: mán. - fös. 10.00-18.00 laugardaga 11.00-16.00 P IPA R • S ÍA • 80297 ÁÐUR KR. 45.900 ÁÐUR KR. 62.400 ÁÐUR KR. 31.200 ÁÐUR KR. 45.900 TILBOÐ KR. 36.720 TILBOÐ KR. 49.920 TILBOÐ KR. 24.960 TILBOÐ KR. 36.720 www.markid.is VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA BJÓÐUM VIÐ 20 % A FSLÁTT AF FJÖLÞJÁLFUM OG ÞR EKHJÓLUM 16. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.