Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 68
40 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR F lugfreyjustarfið, – æskudraumur sem rættist,“ segir Elín Ida Kristjánsdóttir, sem hefur starfað sem flug- freyja hjá Icelandair í níu ár. „Ég held mig hafi langað til að verða flugfreyja frá því ég fór fyrst til útlanda sem smástelpa. Svo passaði ég líka fyrir flug- freyju og heillaðist enn meira af starfinu.“ Flugfreyjustarfið er afar fjöl- breytilegt. Flugfreyjur eru alltaf að hitta nýtt fólk, bæði meðal far- þega og samstarfsmanna því að ekki er alltaf sama fólkið í áhöfn og farþegarnir koma og fara. Flugfreyjurnar fá vaktaskipulag einn mánuð fram í tímann og afar misjafnt er hvernig vaktirnar rað- ast. Elín Ida segir að flugfreyj- urnar vinni á vöktum og stundum komi tarnir þar sem þær fljúga marga daga í röð en svo komi frí inni á milli. Vaktavinnan hentar Elínu Idu vel og hún segist meta það mikils að geta verið meira með stelpun- um sínum á daginn. „Ég sé mig ekki fyrir mér vinna frá níu til fimm,“ segir hún. Flugfreyjustéttin er fjölmenn, mörg hundruð félagar eru í Flug- freyjufélagi Íslands, þar af starfa flestar flugfreyjur og flugþjónar hjá Icelandair. Flugfreyjur eru í miklum meirihluta þó að strákun- um í stéttinni hafi fjölgað töluvert undanfarin ár. Elín Ida segir að flugið gangi nánast alltaf vel en auðvitað komi stundum eitthvað upp á, til dæmis veikindi. Þau fái hins vegar mikla þjálfun í að bregðast við mismun- andi aðstæðum. Upprifjunarnám- skeið séu haldin á hverju ári þar sem farið sé yfir öryggismál og skyndihjálp ásamt ýmsu öðru. „Það virðist nánast alltaf vera læknir eða hjúkrunarfræðingur um borð sem leitað er til ef eitt- hvað alvarlegt kemur upp á. Yfir- leitt getum við þó sjálf sinnt því sem upp á kemur,“ segir hún og rifjar upp að sér hafi brugðið aðeins þegar hún í fyrsta skipti sá líða yfir farþega þegar hún var nýbyrjuð í starfi. Langflestir farþeganna eru tengifarþegar á leið milli Evrópu og Ameríku. Elín Ida segir mis- munandi hvernig stemning mynd- ast um borð eftir farþegasam- setningu. Stundum geti verið fjör í landanum meðan útlendingarnir séu rólegri. Vaktavinnan á vel við mig Flugfreyjustarfið er fjölbreytilegt og líflegt starf. Flugfreyjurnar eru alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk og vita aldrei hvernig vaktin þeirra verður nema einn mánuð fram í tímann. Guðrún Helga Sigurðardóttir blaðamaður og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari kynntu sér hvernig vinnuvikan gengur fyrir sig hjá Elínu Idu Kristjánsdóttur flugfreyju. ELÍN IDA MÆTIR TIL VINNU Flugfreyjur vinna á vöktum og stundum koma tarnir þar sem þær fljúga marga daga í röð en svo koma löng frí inni á milli. Elín Ida Kristjánsdóttir hefur starfað sem flugfreyja í millilandafluginu í níu ár. Hér mætir hún til vinnu á Hótel Loftleiðum með áhafnabílinn í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í RÆKTINNI Þegar Elín Ida er í vaktafríi fer hún stundum í ræktina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.