Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 32
[ ]Sjálfrennireið er fyrsta íslenska orðið yfir bíl og er bein þýðing á alþjóðlega orðinu „automobile“ sem merkir beinlínis eitthvað sem getur hreyfst af sjálfu sér. 585 bílar voru seldir á einum mánuði, þar af 300 Land Cruiser-jeppar. Sölumet var sett hjá Toyota á Íslandi nú í janúar. Þá seldust 585 bílar, sem er tuttugu prósentum meira en áður hefur verið selt í janúar mánuði hjá fyrirtæk- inu. Áhugi á nýjum bílum virðist mikill í byrjun árs og áberandi hve margir fjórhjóladrifsbílar hafa selst. Í upphafi árs fóru fyrstu Land Cruiser 200 bíl- arnir að aka um götur lands- ins en alls hafa 150 bílar af þeirri gerð verið afhentir til þessa. Í allt voru 300 Land Cruiser jeppar seldir hjá Toyota á Íslandi í jan- úar. - sgi Metmán- uður hjá Toyota Toyota LandCruiser LC200 Forstjóri Renault tilkynnir söluaukningu á milli ára. Forstjóri Renault, Carlos Ghosn, segir að útlit sé fyrir bjartari tíma, eftir þá gagngeru naflaskoðun sem franski bílaframleiðandinn hefur verið í. Ghosn tilkynnti um góða söluaukninga milli ára á blaðamannafundi í vikunni. Ghosn gekk til liðs við Renault fyrir tveimur árum, eftir að hafa starfað hjá Nissan. Hann kynnti þá áform um endurnýjun allrar fólksbílalínu Renault fram til árs- ins 2009. Rekstrartölur styðja fullyrðing- ar Ghosn um að ný stefnumörkun sé farin að skila sér en Renault jók sölu sína töluvert í fyrra. Sölu- aukning ársins 2007 nam 2,3% á heimsvísu og framlegðin batnaði um 27,4%. Heildartekjur Renault- samstæðunnar jukust um 41,2%, aðallega vegna áhrifa frá hlut- deildarfélögunum Nissan og Volvo AB vörubílaframleiðandanum. Von er á 9 nýjum bílgerðum frá Renault á árinu 2008 og Ghosn álítur að jákvæð áhrif þess að bjóða upp á eina nýjustu bílalín- una á markaðnum muni vega upp á móti hugsanlegum samdrætti í efnahagslífi heimsins. - rve Framtíðin björt Ghosn við hliðina á Renault Koleos. Ný kynslóð bílljósa FYRSTI JEPPINN MEÐ SVOKÖLLUÐUM LED FRAMLJÓSUM VERÐUR FRUMSÝNDUR Á ÁRINU. Jeppinn með hinum nýju ljósum er af gerðinni Cadillac Excalade Platin- um sem verður með ljósin sem stað- albúnað. LED ljósgjafarnir sjá fyrir allri lýsingu í framljósabúnaðinum hvort sem það eru há eða lág ljós, dagljós, stöðuljós eða stefnuljós. Hvort framljós hefur sjö LED aðalljósgjafa, fimm fyrir lágu ljósin og tvö fyrir háu ljósin. Það er Jóhann Ólafsson & Co, umboðs- aðili Osram á Íslandi sem kynnir hina nýju línu bílljósa. Framleiðandi ljósanna er Hella, KGaA Hueck & Co. Cadillac Excalade með nýrri gerð bílljósa. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Bíla- og hjólalyftur Vökvadrifnar á góðu verði P R E N T S N IÐ E H F .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.