Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.02.2008, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 16. febrúar 2008 13 ÞRIÐJA GREIN AF FJÓRUM Á morgun: Framtíðaráform í fangelsismálum „Það er mín tilfinning að þeim finnst þeir ekki hafa neinu að tapa. Ef smyglið tekst koma þeir út í gróða en ef það mistekst fá þeir vinnu í fangelsi á launum sem þykja bærileg í Litháen,“ segir Einar Loftur Högnason, sem starfað hefur sem fanga- vörður í sautján ár, um stöðu erlendra fanga, þá sérstaklega Litháa inni á Litla-Hrauni. Einar Loftur segir Litháa þó einkar vel liðna innan fangelsis- veggjanna. Þeir séu harðdugleg- ir, snyrtilegir og eigi auðvelt með að búa í miklu návígi við aðra eins og tíðkist í fangelsum. Um það eru allir starfsmenn innan fang- elsismála sammála af þeim sem ræða við blaðamenn. Fólk er þó almennt einnig sammála um að eðlilegt sé að fangar afpláni refs- ingu í því landi sem þeir koma til með að búa í að lokinni refsingu, þá sérstaklega þegar litið er til þess hve fangelsi á Íslandi eru nú þröngt setin og hve marga á eftir að boða til afplánunar. Innan dómsmálaráðuneytisins er nú unnið að því að kanna mögu- leika á því að senda erlenda ríkis- borgara, sem gerst hafa brotlegir við lög hér á landi, til afplánunar í heimalandi sínu. Á nýliðnu ári luku afplánun eða voru í afplánun í lok árs 35 erlendir ríkisborgar- ar. Af þeim voru tuttugu ekki búsettir hér á landi og sátu þeir inni fyrir ofbeldisbrot, kynferðis- brot, fíkniefnabrot og auðgunar- brot. Nú eru til rannsóknarmeð- ferðar eða á ákærustigi mál allmargra erlendra ríkisborgara, meðal annars vegna gruns um aðild þeirra að nauðgunum, fíkni- efnabrotum eða líkamsárásum. Hildur Dungal, forstjóri Útlend- ingastofnunar, hefur greint frá því við Fréttablaðið að langflest- um EES-borgurum sem hafi feng- ið dóma hér til þessa hafi verið vísað úr landi eftir að fangelsis- vist lýkur. Þá hefur Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra greint frá því að þegar búið sé að kanna réttarheimildir og réttarstöðu þess að menn afpláni dóma í heimalandi sínu verði niðurstað- an kynnt. „Þetta eru góðir strákar en eins og ég segi finnst þeim bara fínt að vera hérna og dæmi eru um að þeir komi jafnvel glaðir aftur til okkar,“ segir Einar Loftur. Fyrirmyndarfangar sem þykir gott að búa í íslenskum fangelsum: Á launum sem þykja góð í Litháen BÓN Litháískir fangar sjást hér þrífa bíl í bílskúr á Litla-Hrauni. Þeir þykja duglegir í vinnu og eru fyrirmyndarfangar að sögn fangavarða. Lagaheimildir lögreglu til þess að berjast gegn alþjóðlegri glæpa- starfsemi hér á landi eru umtals- vert þrengri en í löndunum í kringum okkur. Munar þar mestu um að hér miðast heimildir lögreglu til rannsókna og aðgerða við það að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot. Í nágrannalöndum okkar og raunar víðast hvar í Evrópu hefur lögregla víðtækari lagaheimildir til þess að rannsaka ýmis einkenni skipulagðrar glæpa- starfsemi, með ítarlegri grein- ingavinnu og viðlíka aðgerðum. Stefán Eiríksson segir brýna þörf vera á því að umræðu um þessi mál verði til lykta leidd, með öryggishagsmuni að leiðarljósi. „Það er ekki tilviljun að útlendingum hafi fjölgað hér í fangelsum hér á landi. Margir þeirra voru fundnir sekir um alvarleg brot. Í því ljósi þarf að huga að því hvaða úrræði lögreglan hefur til þess að sporna gegn því að hér nái fótfestu forhertir glæpahópar. Dómsmála- ráðherra [Björn Bjarnason] hefur talað fyrir þeim viðhorfum sem lögreglan telur skynsamleg. Það þarf að sýna framsýni í þessum efnum svo það sé ljóst að það sé búið að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.“ Lagaheimildir þarf að styrkja: Stöndum öðr- um þjóðum langt að baki STEFÁN EIRÍKSSON Ýmis einkenni skipu- lagðrar glæpastarfsemi hafa komið fram hér á landi, segir Stefán. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Átján fangar eru í gæsluvarð- haldi og þar af fimm útlendingar, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Þrír af þessum fimm eru búsettir hér á landi. Tveir af þeim átján sem eru í gæsluvarðhaldi eru sextán ára gamlir. Af þessum tuttugu og tveimur útlendingum sem eru í fangelsi núna eru fjórir Hollendingar, tveir Bretar, og einn frá Eþíópíu, Gana, Portúgal, Póllandi, Sierra Leone, Víetnami og Þýskalandi. Fangar í gæsluvarðhaldi: Fimm af átján útlendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.