Fréttablaðið - 16.02.2008, Side 16

Fréttablaðið - 16.02.2008, Side 16
16 16. febrúar 2008 LAUGARDAGUR UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is Framsóknarmenn segja að stjórnarskrárákvæði um að náttúruauðlindir verði þjóðareign raski ekki kvótakerfinu. Brýnt sé að festa ákvæðið áður en hefðar réttur getur myndast um fiskveiðikvótann. „Þetta er stærsta mál þingsins,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, um frum- varp flokksins um breytingu á stjórnarskránni. Í því er kveðið á um að náttúrauðlindir og landsrétt- indi, sem ekki eru háð einkaeignar- rétti verði þjóðareign. Þau megi ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila en veita megi tímabundna eða breytanlega heimild til afnota eða hagnýtingar gegn gjaldi. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi á mánudag en forysta flokksins kynnti blaðamönnum rök- semdir þess á fimmtudag. Í máli Guðna Ágústssonar kom fram að efni og texti frumvarpsins byggðust á niðurstöðu auðlinda- nefndar frá árinu 2000. Guðni sagði brýnt að þjóðar- eignar ákvæðið yrði bundið í stjórnar skrá þar sem menn óttuð- ust að hefðarréttur gæti myndast um fiskveiðikvóta. Því væru þing- menn í kapphlaupi við tímann. Kvað hann einnig mikilvægt að vekja stjórnarskrárnefnd til starfa á nýjan leik. „Það stendur ýmis- legt í kokinu á Sjálfstæðisflokkn- um,“ sagði Guðni, sem telur kröfu flokksins um að synjunarvald for- seta verði afnumið standa í vegi fyrir öðrum breytingum. „Auðvit- að getur forsætisráðherra ekki látið stjórnar skrár málið vera í gíslingu út af tilfinningum, kannski frá árinu 2004,“ sagði Guðni og vísar til synjunar forseta á stað- festingu fjölmiðlalaga. Engin grundvallarbreyting yrði á fisk- veiðistjórnunarkerfinu, að sögn forystu Framsóknarflokksins, þó að sameignarákvæðið færi í stjórn- arskrá. Valgerður Sverrisdóttir varafor- maður telur áðurnefnt stjórnar- skrárákvæði mikilvæga forsendu núgildandi kvótakerfis. „Því hefur verið haldið fram að ákvæði 1. greinar fiskveiðistjórnunarlaganna um þjóðareign á auðlindum sjávar sé einskis virði vegna þess að það er ekki ákvæði þessa efnis í stjórnar- skránni,“ segir hún. Sama eigi við um frumvarp um orkumarkaðinn. „Það er í raun ekki nægilega úthugsað að okkar mati miðað við að ákvæðið er ekki komið inn í stjórnarskrá til að byggja á.“ Siv Friðleifsdóttir þingflokks- formaður sagði Sjálfstæðisflokk- inn hafa tafið málið á síðasta kjör- tímabili. Þegar það loks hafi komið fram hafi of skammt verið til kosn- inga. „Þess vegna leggjum við þetta snemma fram til að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki tafið það á þeim forsendum að skammt sé til kosninga.“ Öll telja þau samstöðu ríkja um málið á Alþingi og því bjartsýn á að það nái fram að ganga. Auðlindirnar verði þjóðareign BRÝNT MÁL Siv, Guðni og Valgerður telja meðal annars að stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda sé nauðsynlegur grunnur löggjafar um eignarhald á orkulindum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Þetta var klaufalegt hjá mér. Ég er bara mannlegur. Ég er bara manneskja sem getur gert mistök og undir svona mikl- um þrýstingi og álagi þá hefur maður auðvitað gert mistök.“ Þetta sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á Valhallarfundin- um fræga á mánudag. „Ég er bara mannlegur.“ Það var einmitt það. „...og undir svona miklum þrýstingi og álagi þá hefur maður auðvitað gert mistök.“ Einmitt. Það er sem sagt ekki hægt að treysta því að Vilhjálmur standi sig undir þrýstingi og álagi. Þá gerir hann „auðvitað“ mistök. Vilhjálmur hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1982. Fyrstu níu árin reyndi ekki á hann að ráði – ekki frekar en aðra borgarfulltrúa – því Davíð stjórnaði. Næstu fimmtán árin var hann í minnihluta og þar sem borgarfull- trúar í minnihluta ráða engu eru þeir hvorki undir álagi né þrýstingi. Auðvitað þurfti Vilhjálmur ekki að nefna mannlegt eðli sitt sérstaklega. En það var heiðarlegt af honum að segja okkur að hann geri mistök undir þrýstingi og álagi. Þá er bara að gæta þess að hann lendi ekki undir þrýstingi og álagi. Og það gerir hann best með því að vera í minnihluta eða láta öðrum eftir að stjórna. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Álag Geir H. Haarde forsætisráðherra verður á spani í tveggja daga heimsókn til Lúxemborgar og Brussel undir lok mánaðarins. Að morgni þriðjudagsins 26. febrúar heimsækir hann Landsbankann, Glitni og Kaupþing í Lúxemborg, borðar hádegisverð með forsætis- ráðherra landsins og brunar að því búnu til Brussel þar sem hann hittir framkvæmdastjóra Nató áður en hann setur viðamikla íslenska menningarhátíð. Miðvikudagurinn hefst á fundi með forsætisráðherra Belgíu og að honum loknum taka við samtöl við þrjá framkvæmda- stjóra Evrópusambandsins auk forseta framkvæmdastjórnarinnar. Inni á milli funda heimsækir hann Eftirlitsstofnun EFTA. STÍF DAGSKRÁ „Ég á mér bara einn draum, að ríkisstjórnin vakni.“ Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins. „Maður sem á sér draum er sjálfur sofandi en ríkisstjórnin er vakandi.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra. HVAÐ ER NÚ ÞEGAR Í ÞJÓÐAREIGN? „Hvað er þjóðareign?“ spurði Guðni Ágústsson og svaraði sjálf- um sér: „Það liggur fyrir að lögin um Þingvelli eru mjög skýr. Þing- vellir eru í eigu íslensku þjóðar- innar. Það segir líka í lögunum um Þjóðleikhúsið og síðan um okkar fallega þjóðsöng.“ F í t o n / S Í A Garðskagaviti Grímsey Hofsjökull Gleðifregnir úr Eyjum Gríptu augnablikið og lifðu núna Sjómaður einn varð forviða þegar hann komst í fullt GSM samband þar sem hann var staddur ríflega 30 km undan ströndum Vestmannaeyja. Hringdi hann í kjölfarið í þjónustuver Vodafone og tilkynnti hátíðlega að NMT símanum yrði hér með stungið ofan í skúffu. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið Skorður eru settar við ráðn- ingum skyld- menna í störf aðstoðarmanna stjórnarand- stöðuflokka og landsbyggðar- þingmanna sam- kvæmt reglum forsætisnefndar Alþingis þar um. Nefndin hefur afgreitt tillögur um fyrirkomulag aðstoðar- mannanna en þeir eiga að hefja störf um næstu mánaðamót. Í takt við ný þing- skapalög fá formenn stjórnarandstöðu- flokkanna aðstoðarmann í heilu starfi og hafa þeir starfsaðstöðu í þinginu. Þing- menn lands- byggðarkjör- dæmanna þriggja fá hins vegar aðstoðar- mann í þriðj- ungsstarfi og skulu þeir vera staðsettir úti í kjördæmunum. Tveir af þremur for- mönnum stjórnar- andstöðu flokkanna hafa áður haft aðstoðar- menn. Guðni Ágústsson og Steingrímur J. Sigfússon hafa jú báðir verið ráðherrar en það verður ný reynsla fyrir Guðjón Arnar Kristjánsson að hafa sérstakan mann sér til aðstoðar. Bannað að ráða frænku sína

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.