Fréttablaðið - 23.02.2008, Side 10

Fréttablaðið - 23.02.2008, Side 10
10 23. febrúar 2008 LAUGARDAGUR F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR WWW.N1.IS N1 býður úrval af legum og tengdum vörum fyrir iðnað, bifreiðar og sjávarútveg. Hafðu samband við fagmenn okkar í síma 440 1233. LEGUR Legur · Leguhús · Reimar · Tannhjól · Reimskífur Pakkdósir · Sérverkfæri · Legufeiti ostur.is í nýjum og hentugri umbúðum TAKTU ÞÁTT Í LUKKULEIK DALA FETA. VEGLEGIR VINNINGAR Í BOÐI. MENNING Geir H. Haarde forsætis- ráð herra opnar ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Tæplega fjörutíu ljósmyndarar eiga rúmlega 200 myndir á sýn- ingunni, allar teknar í fyrra. Bestu myndirnar í alls tíu flokk- um verða verðlaunaðar, til dæmis mynd ársins, fréttamynd ársins og skoplegasta mynd ársins, auk myndaraðar ársins. Eins og áður kemur bókin Mynd- ir ársins út samhliða sýningunni. „Mér finnst ekki endilega skipta höfuðmáli hver fær verð- laun,“ segir Árni Torfason, for- maður Blaðaljósmyndarafélags Íslands. „Þetta er tækifæri fyrir ljós- myndara, aðallega þá fréttaljós- myndara, til að sýna hvað þeir hafa upp á að bjóða. Þetta ætti að hvetja menn áfram, og þar af leið- andi bæta myndir í blöðunum,“ segir Árni. Fimm áttu sæti í dómnefnd sem hafði það hlutverk að velja bestu myndirnar í hverjum flokki. Í ár voru sett takmörk á fjölda mynda sem hver ljósmyndari mátti senda, og segir Árni það hafa skilað sér í því að ljósmynd- arar hafi frekar valið myndir út frá eigin forsendum í stað þess að senda mikinn fjölda og láta dóm- nefndina velja úr eins og áður. Auk sýningar Blaðaljósmynd- arafélagsins verður sýning Páls Stefánssonar, XXV X2, á neðri hæð Gerðarsafns. Aðgangur að báðum sýningun- um er ókeypis. - bj Sýna myndir eftir tæplega 40 ljósmyndara: Ljósmyndarar sýna bestu myndir 2007 UPPSETNING Árni Torfason, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, hefur unnið hörðum höndum undanfarið að því að setja upp sýninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í SUNDI Myndin er ein af þeim sem finna má á sýningu Blaðaljósmyndarafé- lags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.