Fréttablaðið - 23.02.2008, Side 13

Fréttablaðið - 23.02.2008, Side 13
LAUGARDAGUR 23. febrúar 2008 13 Leikarinn og söngvaskáldið Hörður Torfason var frumkvöðull á sviði réttindabaráttu sam- kynhneigðra og hóf umræðuna á opinberum vettvangi árið 1975. Þá var hann upprennandi leikari og tónlistarmaður. Í kjölfarið mætti hann gríðarlegum fordómum og þurfti að færa miklar fórnir. Barátta hans og þrek hefur þó skilað sér svo um munar til yngri kynslóða sem búa við önnur og betri kjör. „Ég hef fyrst og fremst barist fyrir mann- réttindum og fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Hörður, sem tók snemma þá ákvörðun að virkja fleiri og var fyrsti áfanginn í því starfi að stofna Samtökin ’78. „Ég gerði mér líka grein fyrir því að rödd leikarans næði út fyrir veggi leikhússins og nýtti mér það.“ Hörður tók að ferðast um landið með gítar- inn. Hann spilaði, söng og sagði sögur. „Mark- miðið var að koma vel fyrir og sýna fram á hæfileika mína. Grýlusögurnar um samkyn- hneigð voru svo miklar og ekki síst um mig sem einstakling. Ég lagði því upp úr reglusemi, kurteisi og því að sýna mína mannlegu hlið,“ útskýrir hann. „Ég hef aldrei predikað sam- kynhneigð heldur frekar viljað ræða fjölbreyti- leika mannlífsins. Ég hef heldur ekki viljað svara skítkasti,“ bætir hann við. Hörður varð fyrir ofsóknum, líflátshótunum og morðtilræði á sínum tíma og þurfti að flýja land. Hann segir leiklistina hafa hjálpað sér við að standa erfiðið af sér. Þar að auki er hann þeim eiginleikum gæddur að láta ekki bugast. Hörður segir árangurinn í málefnum samkyn- hneigðra, frá því að hann hóf upp raust sína, gríðarlegan þó að enn séu nokkur ljón í vegin- um. - ve Hörður Torfason, leikari og söngvaskáld: Berst fyrir fjölbreyttu mannlífi HÖRÐUR TORFASON barðist gegn fordómum í garð samkynhneigðra með því að koma vel fyrir og sýna fram á hæfileika sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA til handa Einar Skúlason er framkvæmda- stjóri Alþjóðahússins, sem hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í málefnum innflytjenda á Íslandi. „Ég hef unnið sem fram- kvæmdastjóri Alþjóðahússins frá árinu 2003. Á þessum rúmu fimm árum hefur starfsemi þess aukist um helming,“ segir Einar. Samfé- lagslegt hlutverk Alþjóðahúsins, hefur verið að aðstoða innflytj- endur í málefnum þeirra og að vera til staðar fyrir þá komi vanda- mál upp. Starfsemin er einnig fólgin í öllu sem viðkemur upplýs- ingum og ráðgjöf. Fræðsla hefur vegið þungt í starfi Alþjóðahússins en þar eru innflytjendur ekki aðeins upp- fræddir um íslenska tungu heldur einnig veitt innsýn í íslenskt sam- félag. „Við teljum mikilvægt að innflytjendur læri um íslenskt þjóðfélag um leið og þeir læra tungumálið,“ segir Einar. „Fræðsla á okkar vegum er ekki einungis fyrir innflytjendur, heldur sækja margir Íslendingar námskeið hjá okkur. Til að mynda sóttu fimm þúsund Íslendingar námskeið hjá okkur í fyrra. Á þessum námskeiðum ræðum við við Íslendinga um hið nýja samfélag sem hefur myndast með komu fjölmarga innflytjenda,“ útskýrir Einar. „Starfsemi Alþjóðahússins hefur það hlut- verk að tengja samfélagið við inn- flytjendur og öfugt. Við verðum að toga í báðar áttir til þess að brúa bilið. Lykilatriðið er að eigi einhver framþróun að eiga sér stað með komu nýrra eininga inn í samfélagið verða allir að taka þátt.“ - mmr Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins: Vill að allir taki þátt Í Fréttablaðinu í gær birtist röng yfirskrift yfir kynningu á þeim sem tilnefndir eru til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Í gær voru þeir kynntir sem tilnefndir eru í flokknum „Frá kynslóð til kynslóðar“. LEIÐRÉTTING EINAR SKÚLASON Segir Alþjóðahúsið gegna þýðingarmiklu hlutverki fyrir innflytjendur á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN baráttumál allrar fjölskyldunn- ar.“ Salmann leggur þó áherslu á að barátta múslima á Íslandi sé ekki einungis barátta fyrir réttindum tiltekins hóps, heldur allra sem eigi undir högg að sækja í samfé- laginu. „Mér finnst mannréttindi hafa farið halloka undanfarin ár á meðan efnahagsástandið hefur batnað. Þess vegna er markmið Félags múslima að taka þátt í að byggja upp gott og réttsýnt sam- félag og tryggja öllum mannrétt- indi. Þetta er ekki einhver trúar- bragðabarátta heldur barátta fyrir mannréttindum,“ segir Salmann, sem hefur fundið fyrir auknum meðbyr alls staðar að úr samfé- laginu að undanförnu og trúir að ástandið eigi eftir að batna á næstu árum. - rve Ársfundur 2008 Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 8. maí, kl. 16:30. Verður hann auglýstur nánar síðar. Sterk staða sjóðfélaga! Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · Fax 510 7401 · s l@sl . is · www.sl . is Efnahagsreikningur (í flús. kr.) Yfirlit um breytingar á hreinni eign til grei›slu lífeyris Lífeyrisskuldbindingar skv. ni›urstö›u tryggingafræ›ings Kennitölur Ávöxtun séreignardeildar 2007 Sjó›félagar 19.923.271 32.703.798 1.796.224 396.971 801.157 21.960 55.643.381 -26.281 55.617.100 2.525.318 -637.592 3.248.848 -46.962 -66.863 5.022.749 50.594.351 55.617.100 8.267.000 16,8% 4.983.000 5,6% 6,1% 0,2% 8,7% 5,7% 7.001 4.352 0,13% 75,7% 24,3% 19.498.557 28.605.992 1.515.835 381.913 607.922 3.815 50.614.034 -19.683 50.594.351 2.077.093 -506.577 7.763.430 -43.887 -42.188 9.247.871 41.346.480 50.594.351 9.959.000 23,9% 5.310.000 7,0% 18,4% 10,5% 8,8% 6,8% 7.356 4.011 0,09% 73,8% 26,2% Ver›bréf me› breytilegum tekjum Ver›bréf me› föstum tekjum Ve›lán Bankainnistæ›ur Kröfur A›rar eignir og rekstrarfjármunir Skuldir I›gjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostna›ur Hækkun á hreinni eign á tímabilinu Hrein eign frá fyrra ári Eignir umfram áfallnar skuldbindingar Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum Eignir umfram heildarskuldbindingar Í hlutfalli af heildarskuldbindingum Eftir réttindaaukningu árið 2007 var staðan 4,2%. Staðan hefur því batnað um 1,4%. Réttindi sjóðsins eru ein þau bestu meðal lífeyrissjóða á Íslandi. Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal Fjöldi virkra sjóðfélaga Fjöldi lífeyrisþega Rekstrarkostnaður í % af eignum Eignir í íslenskum krónum Eignir í erlendum gjaldmiðlum Nafnávöxtun séreignardeildarinnar var 4,0% eða -1,7% raunávöxtun. Lækkanir og órói á hlutabréfamörkuðum hafa neikvæð áhrif á ávöxtun beggja deilda. Heildareignir séreignardeildarinnar eru 384,4 milljórnir í árslok 2007. Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi aðilum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. 31.12.2007 31.12.2006 Í stjórn sjó›sins eru Baldur Gu›laugsson forma›ur, Hrafn Magnússon varaforma›ur, Arnar Sigurmundsson, Gunnar Gunnarsson, Halldór Björnsson, fiorgeir Eyjólfsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Framkvæmdastjóri er Sigurbjörn Sigurbjörnsson Traustur sjóður, trygg framtíð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.