Fréttablaðið - 23.02.2008, Side 36

Fréttablaðið - 23.02.2008, Side 36
[ ] „Romantik“, stílhrein og rómantísk baðherbergislína úr postulíni, sem saman stendur af sápudælu og tannburstaglasi. Verð 399 krónur. Fæst í Rúmfatalagernum. Hugmyndir að fallegu og vel heppn- uðu baðherbergi. Einn lykilþátturinn að fallegu og vel heppnuðu baðherbergi er að velja innrétt- ingar, áhöld, blöndunartæki og síðast en ekki síst smáhluti af ýmsu tagi sem vinna vel saman. Gildir þá einu hvort ætlunin er að ná fram stílhreinni naumhyggju, íburði eða asískum áhrifum. Oft þarf til dæmis ekki meira en rétta sápukarið, handklæðið, burstann eða eitt logandi kerti til að vaskur- inn og allt sem honum fylgir taki á sig mynd hreinasta helgiskrínis á snyrtingunni. Fyrir þá sem hafa hug á því eru hér nokkrir hlutir sem gætu hentað til þess og aldrei að vita nema hér sé að finna þann sem setur punktinn yfir i-ið. - rve Lykilþáttur að fallegu baðherbergi er gott samspil innréttinga, áhalda, blöndun- artækja og smáhluta. Helgidómur heimilisins Oxo sápuskammtari úr stáli og glæru plasti neðst svo að það sjáist þegar sápan er að klárast. Verð 2.250 krónur. Fæst í Kokku. VIPP sápuskammtari, úr stáli og er hluti af ruslafötulínu frá VIPP, til í kremuðu, hvítu, svörtu og stáli og í árgangslitnum hvert ár. Verð 8.500 krónur. Fæst í Kokku. Sápuskammtari úr stáli á 1.035 krón- ur. Fæst í BYKO. Kerti úr versluninni l´Occitane á Laugavegi. Sápuskál, sem er hluti af baðfitt- ingssetti sem inniheldur klósett- rúlluhaldara, handklæðahring, sápuskál, snaga og tannburstaglas. Allt settið á 6.202 krónur. Fæst í BYKO. Leðursófa má einungis hreinsa með þartilgerðum efnum sem skemma ekki leðrið. Forðast skal sápur og legi sem leysa upp fitu svo sem uppþvottalögur og bensín.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.