Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2008, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 23.02.2008, Qupperneq 40
● hús&heimili „Grallarinn er mjög hentugur á íslensk heimili og það getur verið hin besta kvöldskemmtun að syngja upp úr honum gamla sálma,“ segir Einar af mikl- um sannfæringarkrafti. „Mín bók er gefin út anno MDCCLXV, það mun vera sautján hundruð og hvað? Er ekki „L“ fimmtíu? Jú, sem sagt 1765. Ég les hérna utan á bókina, ég er nú ekki nógu góður í þessu got- neska letri, en hér stendur skrifað Mellu-söngs- bók,“ segir Einar en þess má geta að gotneska letrið sýnir S sem hálfgert L. En af hverju er bókin kölluð Grallarinn? „Ætli það sé ekki stytting úr graduale á latínu? Graduale þýðir sönglag eða sálmalag,“ svarar Einar þreytu- lega að hætti spekingsins sem allt veit. „Það þarf engan píanókunnandi til að spila upp úr þessu né margradda kór, þetta eru svona að mestu leyti ein- radda nótur, ætlaðar fyrir söng fyrst og fremst.“ Yfirlýst markmið Grallarans var að vera almenni- leg messusöngsbók sem innihélt söng og serimón- íur sem í kirkjunum skyldi syngjast og haldast hér í landi eftir góðri og kristilegri siðvenju, eins og segir í inngangi bókarinnar. Það var Guðbrandur Þorláksson biskup sem hóf að gefa þessar bækur út á Hólum í Hjaltadal. Einar Melax kann eina sögu af örlögum lagsins „Allt eins og blómstrið eina“. Í fyrstu útgáfu Grall- arans var lagið réttilega skrifað en breyttist svo í gegnum prentvillu í annarri útgáfu. Þá skolaðist nótnalykillinn til um eitt skref þannig að tóntegund- in breyttist. En tekur Einar stundum lagið? „Jú, jú,“ kveður hann við „ég tek oft lagið úr Grallaranum á síðkvöld- um þegar fer að skyggja. Slíkt gefur manni huggun og hugarró þegar hugurinn verður eirðarlaus.“ - nrg Í arfinn tók ég eftir hann, útmigna sæng og grallarann ● Einar Melax rakst á Grallarann meðal gamalla bóka í Kolaportinu. Hann keypti bókina og hefur síðan þótt mjög vænt um þetta gamla og fúna rit. Grallarinn var notaður í kirkjum og á heimilum til að syngja vinsæl lög á borð við Allt eins og blómstrið eina og Víst ertu Jesús kóngur klár. Grallarinn sem gefinn var út árið 1765. Einar Melax með Grallarann sem hann fann og keypti í Kolaportinu. Grallarinn hefur verið þjóðinni hugleikinn og er meðal ann- ars minnst á hann í texta á plötunni Megasukk en þaðan er fyrirsögnin tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● Forsíðumynd: Fallegt eldstæði í nútímalegri stofu úr myndasafni Gettyimages. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is, Emilía Örlygs- dóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. H vernig er hið fullkomna heimili? Þessi spurning hefur vafist fyrir mér upp á síðkastið. Sérstaklega þegar lífið er þannig að maður veit varla hvort maður er að koma eða fara. Þegar lóin á gólfunum, rykið á hillunum og yfirþyrmandi uppvask er farið að villa manni sýn getur verið erfitt að hugsa skýrt. Þar að auki njóta mu- blurnar sín ekki þegar allt er úti um allt og þá gæti maður alveg eins sleppt þessu. Þegar staðan er svona heima hjá mér skoða ég fasteigna- vefinn í leit að snyrtilegra húsi. Um daginn var ég að býsnast yfir þessu við vinkonu mína og þá sagði hún: Guð, ertu ekki með húshjálp? Hvenær þrífið þið eiginlega? Á nóttunni? Þá rann það upp fyrir mér að það væri kannski ekki bara af hreinræktuðum trassaskap sem heimilið væri svo- lítið eins og hjá fólkinu í Allt í drasli. Vinkona mín sannfærði mig um að húshjálp þyrfti ég og ekki seinna en strax. Hvíslaði því svo að mér að hennar væri hreint út sagt frábær og hún gæti dílað fyrir mig. Ég held ég hafi aldrei verið eins þakklát fyrir nokkurn greiða. Það er einhvern veginn þannig að þegar það er snyrtilegt heima hjá manni þá líður manni betur, er betri við fjölskylduna, ekki eins skap- vondur og pirraður og er mun jákvæðari. Ég er því eiginlega farin að hallast að því að það sé betra fyrir sálarlífið að fá húshjálp en að fara til sálfræðings. Eftir nokkrar vangaveltur hef ég komist að því að hið fullkomna heimili er hreint með flottu svefnherbergi. Það er allt of algengt að fólk spanderi í eldhús og baðherbergi en þegar kemur að svefnherberginu er stundum eins og það sé ekki hluti af húsinu. Að einhver annar búi þar. Veit ekki hvort fólki finnist þetta ekki skipta máli eða hvort það sé hreinlega út af hugmyndaleysi sem þetta mikilvæga herbergi situr á hakanum. Í gamla daga áttu flestar konur snyrtiborð sem var haganlega komið fyrir í svefnherberginu. Þar geymdu þær burstann sinn, ilminn og skartgripina. Tilhugsunin um snyrtiborð er dásamleg og ég skil ekkert í mér og öllum hinum sem eru ekki með þannig. En það er ekki bara snyrtiborð sem gefur svefnherberginu ævintýralegan blæ heldur skiptir öllu máli hvern- ig búið er um rúmið. Fyrir nokkrum árum var ég tekin í þjálfun af vin- konu minni sem hafði unnið sem herbergisþerna í Danmörku. En þá hafði hún lesið mér pistilinn um að ég byggi um rúmið eins og ég væri fimm ára. Það er þó ekki nóg að það sé búið um rúmið, umgjörðin í kring þarf að vera hugguleg. Lýsing í svefnherberginu skiptir öllu máli, engar rúss- neskar ljósakrónur eða flúorljós. Í svefnherberginu á að vera hlý og falleg birta, kerti og jafnvel arinn. Stórir náttborðslampar gera gæfumuninn og það er mikilvægt að hafa bara það allra nauðsynlegasta í svefnherberg- inu. Setja fatahrúgurnar inn í skáp og henda dagblöðum jafnóðum. Svona væri hægt að predika endalaust en ætli maður verði ekki að byrja á því að fara eftir þessu sjálfur. Þá fyrst verður lífið gott. Hið fullkomna heimili HEIMILISHALD MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Vörn gegn brunaslysum • Tvöfalt brunaöryggi Termix hitastýring fyrir setlaugar frá Danfoss Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni Lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð Ódýr og hagkvæm lausn Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu • • • • • • www.stillumhitann.is Þegar það er snyrtilegt heima hjá manni líður manni betur, er betri við fjölskylduna, ekki eins skapvondur og er mun jákvæðari. Ég er því farin að hallast að því að það sé betra fyrir sálarlífið að fá húshjálp en að fara til sálfræðings 23. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.