Fréttablaðið - 23.02.2008, Page 46

Fréttablaðið - 23.02.2008, Page 46
● hús&heimili Bragi Bergþórsson óperusöngvari á sér marga stóra drauma í þessu lífi: „Sko, það þarf allavega að vera stórt æfingaherbergi í draumahúsinu mínu þar sem ég get sungið og annað æfingaher- bergi fyrir Júlíu þar sem hún getur spilað á sellóið,“ segir Bragi. „Þegar ég var lítill dreymdi mig um að hafa heilan körfuboltavöll inn af stofunni, nú er ég kannski örlítið praktískari.“ Bragi sér fyrir sér bráðfallegt hvítt steinhús með sál á Vesturgöt- unni sem stendur rétt hjá mosagrænu bárujárnshúsi sem sekkur hægt og rólega ofan í jarðveginn. Hann telur sig þó hafa svo mörg áhugamál að þau kæmust ekki fyrir í einu húsi. „Það væri mjög þægilegt að hafa rúmgóðan bílskúr fyrir ljósmyndunaraðstöðu og finnska sánu í kjallaranum eins og hjá harmónikkukallinum.“ Bragi horfir dreyminn út í loftið en áttar sig svo og segir alvarlega: „Þú veist auðvitað ekkert hver harmónikkukallinn er. Að betur at- huguðu máli þyrfti ég tvö draumahús; eitt í borg með engum garði, því mér er ekkert um garða gefið, en annað úti í finnskum skógi. Á sveitasetrinu væri nóg pláss fyrir gesti, börn og vini, stórar stofur og dyngjur, tvíbreiðir vaskar, víngeymsla inn af eldhúsinu, stórt búr, kæliherbergi og mjög góð eldavél til að elda góðan mat á!“ Bragi tjáir blaðamanni að hann sé farinn að slefa yfir þessum hug- leiðingum, sem blaðamaður kemur þó ekki auga á. Hann þurrk- ar sér settlega um munninn og heldur áfram. „Kjallarinn á sveita- setrinu yrði undirlagður sánu með útgangi beint út í snjóinn og náttúruna og stöðuvatn rétt hjá til að sprikla í og hlæja.“ Aðspurð- ur hvort óperubransinn sé nógu gróðavænlegur til að láta þessa drauma rætast ansar Bragi: „Já, algjörlega, en svo getur brans- inn verið algjör dóni og allar dyr virst lokaðar. Það er bara eins og með allt annað, maður fer ekki lengra en maður ætlar sér og maður kemst þangað sem maður vill … vonandi,“ mælir Bragi og hlær frá innstu hjartarótum. - nrg DRAUMAHÚS Óperusöngvari þarf tvö hús undir drauma sína Bragi Bergþórsson vill eiga eitt hús í borg og sveitasetur í finnskum skógi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dönsk hugmyndaauðgi D itte Hammerstrøm er danskur hönnuður sem bæði hefur lært í Kaupmannahöfn og við Saint Martins-listaháskólann í London. Hér eru nokkrir fallegir munir úr smiðju Ditte. Fyrst má nefna hvítt sófasett, borð, hillur og lampa sem öllu er skeytt saman í eina heildstæða einingu. Þá eru það litríku bólstruðu bekkirnir í sjö hlutum sem má raða saman á mismunandi hátt allt eftir því sem hentar rýminu. Þessir fengu hönnunarverðlaun Bo Bedre árið 2005. Stóllinn fyrir þann sem vill láta í sér heyra er skemmtilega hannaður með gjallarhorn áfast við stólinn. Mjúki ruggustóllinn, Soft Shaker, er ruggustóll fyrir tvo. Stólnum má með einu hand- taki breyta í vöggu þar sem pláss er fyrir mömmu og pabba hvort á sínum endanum. Ruggustóllinn fékk hönnunarverðlaun Bo Bedre árið 2004. www.hammerstroem.dk ● FORSKOT Á SÆLUNA Vorið er ekki komið. Það sést greinilega þegar litið er út um gluggann. Það breytir ekki því að auðvelt er að taka forskot á sæluna með því að kaupa afskorin blóm í blóma- búð og raða þeim um alla íbúð. Blómin gleðja og lífga upp á lífið. 23. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.