Fréttablaðið - 23.02.2008, Page 57

Fréttablaðið - 23.02.2008, Page 57
Um er að ræða 78 glæsilegar fullbúnar 90-140 fm íbúðir í lyftuhúsi. Ekkert hefur verið til sparað við hönnun íbúðanna sem eru bjartar og rúmgóðar. Íbúðirnar snúa mót suðri. Lofthæð í íbúðunum er 2,70 m sem er meira en gengur og gerist í nýbyggingum og aukin hljóðeinangrun er í íbúðunum. Gæði og þægindi eru einkennisorð íbúðanna sem verða afhentar með gólfefnum, innréttingum og tækjum. Bílastæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í mars 2008. Húsin eru á mörkum þjónustu- og verslunarkjarna og í nágrenni við nokkur af vinsælustu útivistarsvæðum borgarbúa. Göngustígar tengja íbúðabyggðina í Mörkinni við aðra hluta borgarinnar. Örstutt í Elliðaárdalinn. Í Mörkinni verður þjónustumiðstöð, Heilsusetrið, þar sem skipulögð dagskrá verður í gangi. Innangengt verður úr íbúðunum í þjónustumiðstöðina. Þangað kemur fólk til að fá góða og heilbrigða hreyfingu, fræðslu, skemmtun, aðh- lynningu, þjálfun, félagsskap, góðan og hollan mat og ekki síst til að láta dekra við sig. Stefnt er að því að geta boðið íbúum við Suðurlandsbraut 58- 62 uppá þjónustu eftir óskum og þörfum hvers og eins. Um verður að ræða heilsusetur í hæsta gæðaflokki. Við Heilsusetrið verður auk þess púttvöllur. Hjúkrunarheimili verður í næsta nágrenni við íbúðirnar og íbúum í Mörkinni verður boðið uppá heimahjúkrun. Þá verður boðið uppá sjúkraþjálfun í Heilsusetrinu. Sjá nánar inná www.thjonustuibudir.is Fr u m Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Sölusýning í Mörkinni í dag og á morgun sunnudag frá kl. 13.00-16.00 Nýjar þjónustuíbúðir við Suðurlandsbraut 58-62. Tvær glæsilegar sýningaríbúðir í húsi nr. 62 Sýningaríbúð með húsgögnum frá Saltfélaginu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.