Fréttablaðið - 23.02.2008, Síða 83

Fréttablaðið - 23.02.2008, Síða 83
LAUGARDAGUR 23. febrúar 2008 55 HANDBOLTI Ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar, stjórnarmanns í HSÍ, í þættinum Utan vallar á Sýn hafa vakið mikla athygli. Þar talaði Þorbergur fjálglega um samningamál við þjálfara, sagði Íslendingana þrjá sem hafa hafn- að landsliðsþjálfarastarfinu ekki hafa þorað að taka að sér starfið og sakaði þá um að koma óheið- arlega fram. Fréttablaðið hefur áreiðanleg- ar heimildir fyrir því að Þor- bergur hafi verið ölvaður í þætt- inum. Því hafnar Þorbergur. Stjórn HSÍ hélt neyðarfund í gær vegna málsins en Þorbergur situr áfram eftir fundinn með stuðningi stjórnar. „Mér fannst framkoma Þor- bergs í þættinum óheppileg og sumt sem hann sagði hefði betur mátt kyrrt liggja. Það er svo annað mál að hann er þarna í þættinum sem Þorbergur Aðal- steinsson, fyrrverandi landsliðs- þjálfari, en ekki sem stjórnar- maður HSÍ,“ sagði Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, en honum fannst það ekki hæpin túlkun á stöðunni þó svo að Þor- bergur væri að tjá sig nær ein- göngu um innri málefni stjórnar- innar í þættinum og hefði með því brotið trúnað. Meint ölvun Þorbergs í þættin- um var einnig rædd á fundinum. „Hann segir mér að hann hafi ekki verið ölvaður. Ég hef enga ástæðu til þess að rengja hans orð. Ég styð við bak Þorbergs þó svo að mér hafi fundist orð hans óheppileg og það rangt sem hann gerði,“ sagði Guðmundur. Þorbergur sjálfur játar að hann hafi farið fram úr sér í þættinum. „Það var fullheitt í mér, ég get játað það. Ég sé svo sem ekkert eftir því en sumt hefði mátt vera orðað vægar af minni hálfu. Svo var ákveðinn misskilningur á milli okkar Ein- ars [Þorvarðarsonar, fram- kvæmdastjóra HSÍ] og því komu þau orð asnalega út. Ég hefði ekki átt að orða hlutina svona. Ég hef vissulega ekki heimild til þess að tjá mig um samninga- málin en ég talaði almennt um málin og nefndi engar tölur. Ég fór samt klárlega of langt,“ sagði Þorbergur, sem neitar því að hafa mætt ölvaður í sjónvarps- þáttinn. „Nei, ég var ekki ölvaður og vil ekki ræða það frekar. Það kemur þessum þætti ekkert við,“ sagði Þorbergur en hann kom beint í þáttinn úr afmælisveislu. Þorbergur tók ekki í mál að segja af sér á fundinum og ætlar að sitja út kjörtímabilið. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig aftur fram til stjórnarsetu hjá HSÍ. - hbg Stjórn og formaður HSÍ styðja Þorberg: Þorbergur neitar því að hafa verið ölvaður á Sýn ÞORBERGUR AÐALSTEINSSON Sést hér á góðri stundu á EM í Noregi. FRÉTTTABLAÐIÐ/PJETUR heimur heillandi hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is STÓRGLÆSILEGIR BLÓMVENDIR Í ÚRVALI! opnum kl. 8.00 á konudaginn DEKRAÐU VIÐ KONUNA Á KONUDAGINN Með öllum blómvöndum frá Garðheimum fylgir: (meðan birgðir endast) 2 fyrir 1 út að borða á Silfur við Austurvöll HANDBOLTI Sigurganga Valsmanna í N1-deild karla endaði með stór- um skelli í Digranesi í gær þegar HK-ingar fóru illa með meistar- ana og unnu átta marka stórsigur, 31-23. HK-ingar náðu ekki bara með þessu að komast stigi á eftir Valsmönnum þeir eru líka með betri innbyrðis stöðu. HK-ingar voru grimmari frá upphafi leiks, þeir nýttu sex fyrstu sóknirnar sínar og síðan fór að skilja á milli liðanna þegar Egid- ijus Petkevicius fór að verja í markinu. Petkevicius, sem varði aðeins 3 af fyrstu 10 skotum Vals- manna, fór í gang og HK-ingar voru komnir sjö mörkum yfir í hálfleik, 19-12, eftir að Petkevici- us hafði varið 8 af síðustu 13 skot- um Hlíðarendapilta í hálfleiknum. Í stað þess að koma til baka eftir hálfleiksræðuna jókst munurinn í upphafi seinni hálfleiks og HK var komið níu mörkum yfir, 24-15, eftir aðeins 7 mínútna leik. Eftir það var aðeins formsatriði að klára leikinn, HK náði mest 10 marka forskoti en í lokin munaði átta mörkum. Egidijus Petkevicius var mjög góður í markinu en í sóknarleikn- um blómstraði Tomas Eitutis (11 mörk í 13 skotum) og Ólafur Bjarki Ragnarsson stjórnaði sókn- arleiknum vel auk þess sem hann skoraði sex mörk sjálfur. HK- vörnin var síðan baráttuglöð og grimm allan tímann og auk þess að nýta aðeins 44 prósent skota sinna þá þvingaði hún Valsliðið til að tapa fjórtán boltum að auki. „Þeir voru miklu betri í dag, þeir voru allir heitir og Petkevici- us var að verja allan tímann. Við náðum aldrei takti í þessum leik og vorum ekki bara skrefi á eftir þeim heldur við vorum fjórum til fimm skrefum á eftir þeim og þetta voru bara tvö ólík lið á vell- inum,“ sagði Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Valsmanna, niðurlút- ur eftir leikinn. Gunnar Magnússon, annar þjálf- ara HK var sáttur við leikinn. „Þeir voru eiginlega bara sak- laus fórnarlömb því við mættum bara brjálaðir til leiks. Þeir eru að fara bikarúrslitaleik eftir viku en þetta var okkar bikarúrslitaleikur. Ef við hefðum ekki mætt tilbúnir í þennan leik þá værum við bara að berjast um eitthvað fjórða sæti sem við erum engan veginn til- búnir í. Fyrir okkur var þetta bara upp á allt eða ekkert og það sást frá fyrstu sekúndu að mínir menn voru tilbúnir og við fórum loksins að berjast eins og lið,“ sagði Gunn- ar og nú loksins náði HK að vinna á heimavelli en liðið hafði ekki unnið heimaleik síðan 2. desem- ber. „Það er svo langt síðan við unnum á heimavelli að ég man ekki lengur hvenær það var,“ sagði Gunnar. - óój Valsmönnum mistókst að komast upp í 2. sætið í N1-deild karla í handbolta: HK fór illa með meistarana GALOPIÐ Árni Björn Þórarinsson og félagar í HK sundurspiluðu Valsvörnina ítrekað í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN N1-deild karla í handbolta: HK-Valur 31-23 (19-12) Mörk HK (skot): Tomas Eitutis 11 (13), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6 (10), Ragnar Hjaltested 5/2 (6/3), Gunnar Steinn Jónsson 4/3 (6/4), Árni Björn Þórarinsson 2 (5), Sergei Petraytis 1 (1), Arnar Þór Sæþórsson 1 (2), Augustas Strazdas 1 84), Sigurgeir Árni Ægisson (1). Varin skot: Egidijus Petkevicius 22/1 (45/3, 49%) Hraðaupphlaup: 3 (Ragnar 2, Tomas). Fiskuð víti: 7 (Strazdas 3, Árni, Ragnar, Ólafur, Sergei). Utan vallar: 8 mínútur Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson Malmquist 7/1 (11/2), Anton Rúnarsson 3/1 (3/1), Sigurður Eggertsson 3 (10), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (3), Fannar Þór Friðgeirsson 2 (9), Ingvar Árnason 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (2), Kristján Þór Karlsson 1 (3), Elvar Friðriksson 1 (4), Sigfús Páll Sigfússon (2), Baldvin Þorsteinsson (3) Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 12 (33/3, 36%), Pálmar Pétursson 5/1 (15/3, 33%) Hraðaupphlaup: 4 (Kristján, Hjalti, Arnór, Fannar). Fiskuð víti: 3 (Kristján, Sigurður, Sigfús). Utan vallar: 6 mínútur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.