Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.02.2008, Qupperneq 18
18 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Þ að er sólarhringur í frumsýn- ingu og hægara sagt en gert að stefna þeim mæðginum saman. Benedikt á æfingum og Brynja að búa um hnútana áður en hún fer til útlanda og snýr ekki aftur fyrr en í apríl. Þau finna sér þó glufu og mæla sér mót við blaðamann á heimili Brynju – æskuheimili Benedikts – við Laufásveg. Leikritið Sólarferð eftir Guðmund Steins- son fór fyrst á fjalirnar árið 1976 og sló rækilega í gegn, um 40 þúsund manns sáu það þá. „Það gerði ekki lítið fyrir Þjóðleik- húsið á sínum tíma,“ segir Brynja. Fram að því höfðu íslensk verk sjaldan hlotið mikla aðsókn nema Hart í bak Jökuls Jakobs sonar. En var sýndur í Iðnó þar sem miklu færri komust að. Í Þjóðleikhúsið komu 6.600 manns á kvöldi og þetta verk var mikil upp- lyfting fyrir leikhúsið.“ Samviskubit Benedikt var aðeins átta ára en man eftir glefsum úr verkinu. „Mínar fyrstu minn- ingar úr leikhúsinu eru frá þessu ári. Ég lék lítið hlutverk í tveimur leikritum sama vetur og Sólarferð var sýnd þannig að ég var þarna eins og grár köttur. Ég man óljóst eftir sýningunni, þá sérstaklega frægri sól- baðssenu sem flestir sem sáu leikritið muna eftir og þótti mjög framúrstefnuleg.“ Brynja segist alltaf fá samviskubit þegar hún rifjar upp árið sem hún setti Sólarferð. „Hver ól upp barnið 1976 og ‘77?“ segir hún og horfir á son sinn. „Erlingur var á fullu að leika og ég að ferðast út um allan heim. Hafði verið í Suður-Ameríku, Júgóslavíu og Hollandi, kem heim um haustið og fer að undirbúa Sólarferð. Hver var að passa drenginn?“ „Ég get alveg sagt þér það,“ segir Bene- dikt. „Þetta ár var ég að leika. Ég var blóð- nýttur í leikhúsinu þar sem ég lék vannært hungrað barn í Góðu sálinni frá Sesúan og látið barn sem er orðið engill í Gullna hlið- inu, þar sem pabbi lék andskotann. Og ég fór með eina línu: „Við bíðum þín innan við hliðið, mamma. Ég var sem sagt móðurlaust barn í tveimur sýningum!“ Hann snýr að blaðamanni. „Þú heyrir hvað þetta er allt saman drekkhlaðið af undirtexta. Svo er Sólarferð auðvitað ópera hjónabandsins. Ég er 38 ára gamall maður og er kominn á þann stað í lífinu að ég þarf að skoða hjónabandið í allri sinni dýpt. Þannig að þetta er mjög margrætt og djúpar forsendur fyrir öllu sem tengist þessu verki,“ segir hann og glottir. Fortíðarhyggja Sólarferð er fyrsta leikstjórnarverkefni Benedikts í Þjóðleikhúsinu. Óhjákvæmi- lega vaknar sú spurning hvort það sé til heiðurs móður hans sem hann setur þetta verk upp. „Nei, nei, nei,“ er Brynja fljót að segja. „Jú, jú, jú,“ grípur Benedikt fram í. Það eru í rauninni margar ástæður fyrir því að ég kaus þetta verk. Í fyrsta lagi er þetta verk í mínu huga sérstök perla. En þegar ég var beðinn um að leikstýra í Þjóð- leikhúsinu fannst mér það líka við hæfi að ég fengi að fljóta þangað undir væng móður minnar á einhvern hátt. Það er liggur líka ákveðin fortíðarhyggja að baki hjá mér, þess vegna ákváðum við Ragnar Kjartans- son leikmyndahönnuður að staðfæra það ekki. Ég hef ákveðnar persónulegar ástæð- ur sem liggja í efni verksins og líka koma minningar um Þjóðleikhúsið frá þessum tíma; lyktin af teppinu og baksviðinu. Það er alveg óhætt að segja að ég og Ragnar Kjartansson, sem hannar leikmyndina, höfum verið á algjöru fortíðarflippi undan- farið ár.“ Brynja bætir við að verkið þarfnist ekki staðfæringar. „Leikritið snýst um mannleg samskipti og það vill bara svo til að fólkið er á þessum stað og stund. Guðmundur hafði verið fararstjóri á Spáni og þekkti vel þenn- an draum að allt væri betra annars staðar. Fólk fór oft út til að reyna bjarga hjóna- bandinu, að finna sína paradís, en rak sig á að vandamálin hurfu ekki þótt þau færu annað.“ „Það hefur í rauninni ekkert breyst,“ bætir Benedikt við. „Það eina sem hefur bæst við síðan á áttunda áratugnum eru GSM-símar og netið. Það hefði verið mjög auðvelt að staðfæra en okkur fannst það þjóna boðskapnum að láta verkið gerast 1976. Á þessum tíma var líka það sama uppi á teningnum og núna – velmegun og útrás.“ Verð að vera móðurbetr- ungur Benedikt brosir þegar hann er spurður hvort hann finni fyrir þrýstingi um að slá móður sinni við. „Já, ég verð að vera móðurbetrungur,“ segir hann og lítur á Brynju. „Það er kall- að Ödipusarduld þegar drengir vilja drepa föður sinn og sam- einast móður sinni. Svo var annar prins sem hét Órestes sem drap móður sína til að hefna föður síns. Um þetta hafa verið skrifuð mörg leik- rit. Svo spurningin er ekki út í hött.“ „Þetta er eiginlega í fyrsta sinn sem við ræðum þetta verk,“ segir Brynja en sonur hennar segir að það sé ekki alveg rétt. „Þú hefur lagt mér línurnar og sagt mér hverju ég á að passa mig á. Það eru marg- ar gildrur í þessu verki. Text- inn er svo hárfínn, auðvelt að detta í karikatúr. Þetta krefst mikillar ögunar, hæfileika og æðruleysis í leikstíl.“ „Það eina sem ég sagði við hann er að trufla ekki leikar- ana,“ segir Brynja. „Nema þeir séu byrjaður að ofleika. Það má ekki ýkja og undirstrika neitt. Þetta snýst allt um undir- textann.“ Benedikt segist líka hafa lært það af móður sinni að vinna náið með leikmynda- hönnuðum. „Ég hef líklega verið ein af þeim fyrstu á Íslandi til að gera það,“ segir hún. „Upphaflega var leik- myndahönnuðurinn í aukahlut- verki, nánast eins og smiður út í bæ sem kom og negldi saman leikmyndina. Við Sigurjón Jóhannsson, leikmyndahönn- uður Sólarferðar, vorum hins vegar í heimspekilegum umræðum, þar sem við reynd- um að kryfja verkið til mer- gjar.“ „Þarna verður dúóið til í íslenska leikhúsinu,“ segir Benedikt. „Ég legg líka á það áherslu að Ragnar Kjartansson er vinstra heilahvelið í þessari sýningu. Auk þess sem ég er umkringdur úrvalsleikurum sem ég hef alveg látið í friði.“ Brynja segist alls ekki kvíð- in fyrir að sjá verkið í meðför- um sonar síns. „Iss, nei. Það þýðir ekkert. Ég treysti barn- inu. Og ef þetta lukkast ekki þá er það bara lærdómur.“ „Þá huggarðu mig bara,“ segir Benedikt. Prinsinn í Þingholtunum Spurður hvernig það sé að vera sonur Brynju og Erlings Gísla- sonar leikara segist Benedikt ekki geta kvartað. „Ég þekki ekki annað og hef engan samanburð. En uppeldið tókst nú svo vel að einu sinni var ég valinn Maður vikunnar í Fréttablaðinu.“ Brynja og Erlingur voru bæði áberandi í íslensku leikhúslífi og Benedikt játar að stundum hafi sér verið strítt og kallaður litli prinsinn í Þingholtunum. „Þegar ég missti vinnuna í Þjóðleikhúsinu,“ bætir Brynja við, „á hápunkti ferils míns, byggði ég mér leikhús í garðinum. Það héldu allir að ég hefði byggt það fyrir Benna í ferm- ingargjöf.“ „Já, mér var strítt á því að ég hefði fengið leikhús í fermingargjöf,“ segir Benedikt. „Reyndar var ég orðinn 26 ára þegar skemmtihúsið reis. En það má líka segja að það sé ábyrgðarhluti að vera fæddur með silfurskeið í munninum. Maður verður að standa undir því. Mér hefur verið mikið gefið.“ Ætlaði að verða bóndi Þótt hann væri alinn upp á leikhúsheimili lá þó alls ekki beint við að Benedikt fetaði í fótspor foreldra sinna. Brynja og Erlingur héldu til dæmis að hann yrði annað hvort náttúrufræðingur eða bóndi og höfðu ekki hugmynd um að hann hefði sótt um í Leik- listarskólann. „Við fréttum það bara úti í bæ að hann hefði komist inn og urðum mjög hissa. Erlingur var líka svolítið sár yfir að Benedikt leitaði ekki til hans til að æfa sig fyrir prófið.“ „Mér fannst ekki flott að feta í fótspor foreldra minna,“ segir Benedikt, „og tók til dæmis mjög lítið þátt í leiklistarstarfi í MH því mér fannst einhvern veginn búist við því af mér.“ „Þetta var kannski líka okkur að kenna,“ segir Brynja. „Við Erlingur höfðum verið dómarar við leiklistarskólann og venjulega óskað þeim til hamingju sem féllu með að losna undan þessu fargi.“ En Benedikt segir að vissulega hafi það komið til greina að verða bóndi – hann hafi meira að segja farið í starfskynningu á Hvanneyri. „Og ég hef ekki látið af bónda- draumnum. En mér fannst praktískara að byrja að vera leikari og svo bóndi frekar en öfugt.“ Skapgóð og fífldjörf Mæðginin segjast ekki geta sagt með góðu hvað þau eiga sameiginlegt sem listamenn. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Brynja. „Ætli við séum ekki… ja, ætli við séum eitthvað lík?“ „Ætli við séum ekki jafn skapgóð?“ spyr Benedikt á móti. „Jú, ætli það ekki, og fífldjörf,“ svarar Brynja. Benedikt segir að ein lexían sem hann hafi lært af móður sinni sé mikilvægi þess að halda hlut íslenskra leikskálda á lofti sem oft á tíðum hafa verið lítils metin. „Þau urðu hreinlega fyrir fordómum,“ segir Brynja. „En kannski opnaði þessi leiksýn- ing mín á sínum tíma fyrir það að ný íslensk verk gætu orðið kassastykki.“ „Þetta var mjög mikilvæg menningarpólitík sem mamma stóð fyrir og ég hef reynt að til- einka mér. Þetta er tímabil í leiklistarsögu okkar sem elur af sér höfunda á borð við Jökul Jakobsson, Guðmund Steinsson, Odd Björnsson, Birgi Sigurðsson og Kjartan Ragnarsson. Við búum við þá kröfu núna að ryðja brautina fyrir ný leikskáld. Eru ein- hverjir Jöklar eða Steinssynir að skrifa fyrir leikhúsið í dag? Leikhúsin ættu að dæla peningum í leikskáldin og gefa þeim fría skrifstofu með ókeypis nettengingu.“ Er að safna í leikfélag Þau segja ekki bera mikið á listrænum ágreiningi þeirra á milli og eru sammála um að helsti hæfileiki leikstjóra felist í að geta skipulagt stóran hóp af fólki sem þarf að vinna að sama marki. „Hann þarf að vera verkstjóri, heimspekingur og kennari,“ segir Benedikt. „Og geðlæknir,“ botnar Brynja. Spurð hvort þau hafi einhvern tímann rætt að vinna saman svara þau neitandi. En það sé ekki galin hugmynd. „Ég er smám saman að safna í leikfélag,“ segir Brynja hlæjandi. „Bóndinn, sonurinn og tengda- dóttirin eru öll faglærðir leikarar. Ef barna- börnin slást í hópinn væri hægt að setja upp áhugaverða sýningu.“ Benedikt hefur meiri áhuga á að gera bíó. „Eða kannski ætti ég að gera sjö þátta sjónvarpsseríu,“ segir hann og setur sig í stellingar, „sem bara fjallaði um þig og héti: Mamma.“ Þegar ég missti vinn- una í Þjóð- leikhúsinu á hápunkti ferils míns byggði ég mér leikhús í garð- inum. Það héldu allir að ég hefði byggt það fyrir Benna í ferm- ingargjöf. Mamma huggar mig þá bara Ein af fyrstu minningum Benedikts Erlingssonar úr leikhúsinu er þegar hann sá Sólarferð átta ára gamall í leikstjórn móður sinnar, Brynju Benediktsdóttur. Rúmum þrjátíu árum síðar fetar hann í fótspor móður sinnar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Bergsteinn Sigurðsson komst að því hvers vegna Brynja fær samviskubit þegar hún rifjar upp veturinn sem hún setti Sólarferð á fjalirnar og hvers vegna Benedikt sagði foreldrum sínum ekki frá því þegar hann sótti um í Leiklistarskólanum. BRYNJA OG BENEDIKT Telja sig líklega eiga það sameiginlegt að vera skapgóðir og fífldjarfir leikstjórar. Að þeirra mati þarf leikstjóri að vera verkstjóri, kennari, heimspekingur og geðlæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.