Fréttablaðið - 24.02.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 24.02.2008, Síða 22
NÝTT 4 FERÐALÖG Marokkóskur matur er með þvi vinsælasta í matargerð í dag og hvernig væri að slá í gegn í næsta matarklúbbi með því að læra að búa til alvöru „tagine“ í Marrakesh? Nú er hægt að sækja frábæran alþjóðlegan matar- gerðarskóla rétt fyrir utan Marrakesh í Villa Dar Liqama, fögru húsi sem er umkringt pálmatrjám. Skólinn er einn af mörgum sem tilheyra The Rhode School of Cuisine sem einnig er með útibú í Frakklandi og Bretlandi. Hægt er að fara í viku kúrs eða lengri þar sem farið er yfir helstu grundvallaratriði marokkóskrar matargerðar og svo eru herlegheitin auðvitað snædd með eðalvínum. Skólinn er eins og fínasta hótel með fallegum svítum, sundlaug og hammam-gufubaði og á þakinu eru stórar svalir þar sem hægt er að setjast með drykk á síðkvöld- um undir stjörnubjörtum Afríkuhimni. - amb www.rhodeschoolofcuisine.com TÆLANDI TAGINE Lærðu að elda í Marrakesh F rægustu veitingahúsarýnar heims mega ekki vatni halda þessa stundina yfir mat sem þeir segja þann besta í heimi og fæst á veitingahúsinu El Bulli á Costa Brava. Kokkurinn Ferrán Adriá hefur þar skapað fæði sem þeir kalla „ Nirvana matargerðarlistarinn- ar“. En það sem færri vita er að þessir mataráhuga- menn flykkjast allir til Grand Hotel Central í Barcelona þar sem Adriá sjálfur snæðir reglulega og halda svo þaðan í pílagrímaför til El Bulli, sem tekur um tvo tíma. Hótelið er glæsilegt og er staðsett í gotneska hverfi Barcelona. Það er fallega hannað í dempuðum litum og uppi á þaki er frábær sundlaug. Hverfið er frægt fyrir tapas- bari eins og til dæmis Inopia í Barrio Sant Antoni og svo hefur Ferrán Adria opnað Fast Good í grenndinni sem er nýr og trendí hamborgarastaður. Þeir sem vilja svo prufa dásemdir El Bulli þurfa að bóka borð allt að ár fram í tímann til þess að geta gætt sér á hinum þrjátíu rétta smakkseðli sem skartar réttum eins og stökkum kanínueyrum og blöðrum fylltum af lofti með sítrónubragði. - amb BESTI MATUR Í HEIMI? Gran Hotel Central í Barcelona WWW.GRANHOTELCENTRAL.COM SÍMI 00 34 93 295 7900 NEW YORK AUKAFERÐ VERÐ 106.900 KR. Á MANN Í TVÍBÝLI. 22.–26. MAÍ Fararstjóri: Hallfríður Þórarinsdóttir. Örfá sæti laus. Færri komust að en vildu í síðustu ferð. Gist á góðu 4ra stjörnu hóteli við Times Square. + Nánari upplýsingar eru á www.icelandair.is * Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 4 nætur á Millennium Broadway ****, rútuferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 12 74 2 /0 8 Auglýsingasími – Mest lesið EKKI MISSA AF ÞESSU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.