Fréttablaðið - 24.02.2008, Page 33

Fréttablaðið - 24.02.2008, Page 33
ATVINNA SUNNUDAGUR 24. febrúar 2008 157 • Orkuvinnsla í sátt við umhverfið: Gengið er út frá umhverfismálum í allri starfsemi OR. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 4 12 10 0 2/ 08 Rafvirkjar Framkvæmdadeild Orkuveitu Reykjavíkur óskar að ráða öflugt fólk til starfa. Meginverkefni Framkvæmdadeildar eru viðbrögð við bilunum, ýmis endurnýjunarverk auk smærri nýlagnaverkefna í kerfum Orkuveitunnar. Starfs- og ábyrgðarsvið Um er að ræða 2 – 3 störf við rafdreifikerfi OR. Ef þú ert nákvæmur/nákvæm í vinnubrögðum, þá átt þú erindi við okkur. Orkuveitan mun sjá um nauðsynlega þjálfun þína á sviðinu. Menntunar- og hæfniskröfur Við leitum að duglegum og samviskusömum einstaklingum með færni í mannlegum samskiptum. Ef þú ert einstaklingur með áðurnefnda hæfileika getur orðið um framtíðarráðningu að ræða. Æskilegt er, en þó ekki skilyrði, að viðkomandi hafi eitthvað af eftirfarandi réttindum/reynslu: • Sveinspróf í rafvirkjun • Reynslu af rafvirkjastörfum • Sambærilega menntun eða reynslu Sérfræðingur í landupplýsingum Meginverkefni deildarinnar eru uppbygging og rekstur landupplýsingakerfis Orkuveitunnar (LUKOR) er varða gögn og hugbúnað. Starfs- og ábyrgðarsvið • Innfærsla, yfirferð og breytingar á landupplýsinga- gögnum í öllum veitum og á öllu veitusvæði OR • Ábyrgð á landupplýsingagögnum fyrir einstök framkvæmdaverk OR • Umsjón með gæðaskjölum deildarinnar • Kortagerð og önnur úrvinnsla gagna • Þjónusta og fræðsla til notenda LUKOR Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi (t.d. landafræði, verk- eða tæknifræði) • Góð íslenskukunnátta • Sjálfstæð vinnubrögð • Eldmóður, frumkvæði og samskiptahæfni Spennandi atvinnutækifæri hjá Orkuveitu Reykjavíkur Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Afgreiðslustarf Óska eftir starfsfólki í afgreiðslu um helgar á Laugaveginum. Stundvísi,reglusemi,áræðanleiki og enskukunnátta skilyrði. Upplýsingar í síma 822 9104. KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Leikskólastjóri • Starf leikskólastjóra í Hvarfi við Álfkonu- hvarf er laust til umsóknar. - Hvarf er 6 deilda leikskóli fyrir um 120 börn. Í leikskólum Kópavogs er starfað í samræmi við metnaðarfulla stefnumótun bæjarins í leik- skólamálum og námsskrá leikskóla Kópavogs. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun skilyrði • Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg • Víðtæk reynsla af leikskólastarfi • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum • Hæfni í mannlegum samskiptum Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefa Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi og Gerður Guðmundsdóttir, leik- skólaráðgjafi í síma 570-1600. Umsóknarfrestur er til 12. mars. Umsóknum skal skilað til Fræðsluskrifstofu Kópavogs, Fannborg 2. Einnig er hægt að sækja um starfið á job.is. Laun skv. kjarasamningi FL og Launanefndar sveitarfélaga. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.