Fréttablaðið - 24.02.2008, Page 63
FERÐALÖG 33
DRUKKIÐ…
Hudson Bar
HUDSON HOTEL, 356 WEST 58TH
STREET NEW YORK
Þetta ofurhannaða hótel hefur
verið einn vinsælasti næturstaður
borgarinnar síðan það var opnað
og er sannkölluð veisla fyrir augun.
Gólfið er úr gleri og loftið er málað
af listamanninum Francesco Clem-
ente, en húsgögnin eru eins konar
sambland af Loðvíki fimmtánda og
2001: A Space Odyssey. Frábær
staður til að setjast með drykk og
spjalla við vini, eða bara að horfa á
fólkið í kring og njóta þess að vera
í New York.
OG DANSAÐ…
(eða strippað)
The Box
189 CHRYSTIE STREET
NEW YORK, NY 10002.
+1 212.982.9301
Geggjaður neðanjarðar nætur-
klúbbur, svo „neðanjarðar“ að hann
er aldrei auglýstur og allir reykja
þar inni þrátt fyrir reykingabannið.
Hann er innréttaður eins og gamalt
leikhús og býður upp á alls kyns
djarfar karnival-sýningar þar sem
þú getur setið í stúku, drukkið
kampavín og horft á klæðskipt-
inga, karla í kjólum með brjóst sem
afklæðast og spranga um sviðið
og dverga leika kúnstir. Eins og
að vera staddur inni í miðri David
Lynch-mynd. Og það er yndislegt.
PARÍS
BORÐAÐ...
Le Jules Verne
TOUR EIFFEL, 75017 PARÍS
+33 01 45 55 61 44
Frakkinn Alain Ducasse er eflaust
frægasti kokkur í heimi og hefur
heilar fimmtán Michelin-stjörnur á
kokkahúfunni. Hann rekur fjölda
veitingastaða og hótela um heim
allan en í París eru það tveir sem
eru frægastir, veitingastaður í Plaza
Athénée-hótelinu og nú hefur hann
opnað stórfenglegan stað í Eiffel-
turninum sjálfum. Eftir tveggja ára
framkvæmdir verður Jules Verne-
veitingahúsið opnað aftur á annarri
hæð hins fræga turns og nú undir
handleiðslu Ducasse sem segir: „Ef
þú færð þér eina máltíð í París þá
verður hún að vera hér.“ Ein máltíð
er ekki ódýr á þessum stað en mun
væntanlega verða ógleymanleg,
bæði vegna hins dásamlega matar
og útsýnisins yfir borg ljósanna.
Meðal rétta á matseðlinum eru
graskersfrauð með svörtum
trufflum, „fricassé“ með kjúklingi
frá Bresse og humar og hinn frægi
„L‘écrou“, eftirréttur sem er kúla
fyllt af bráðnu súkkulaði.
Hôtel Plaza Athénée
25 AVENUE MONTAIGNE,
75008 PARÍS
Og hér er hinn klassíski Ducasse-
veitingastaður sem er sveipaður
sannkölluðum töfraljóma. Salurinn
er dekkaður upp í appelsínugulu og
hvítu litaþema og tíu þúsund krist-
alskrónur hanga í loftinu. Ducasse
býður gestum sínum upp á franskan
mat með nútímalegu ívafi og leggur
mikið upp úr bragði sérhvers hrá-
efnis. Á meðal þeirra dásemda sem
hægt er að leggja sér til munns er
humar í forrétt með sítrónurjóma og
kavíarslettu, fiskur í epla- og krydd-
vínslegi og „rum baba“ í eftirrétt.
Gestir geta einnig sett saman eigin
matseðil úr úrvali rétta frá ýmsum
héruðum Frakklands.
DRUKKIÐ…
Hôtel Costes
239 RUE ST-HONORÉ, 75001
PARÍS
Ef þú vilt vera svalur og sjá aðra þá
er barinn á Hotel Costes klassískur
kostur. Þetta musteri kúlsins í Par-
ísarborg er munúðarfullur staður í
rauðum blæbrigðum með gamal-
dags sófum og arineldi. Hér muntu
örugglega rekast á franska leikara,
hipp og kúl stúlkur eins og Clém-
ence Poésy og Charlotte Birkin og
jafnvel syni Sarkozys forseta. Einn-
ig hægt að borða á veitingahúsinu
á sama hóteli og þeir alsvölustu
panta sér herbergi.
OG DANSAÐ…
Le Paris Paris
5 AVENUE OPÉRA, 75001 PARIS
Geysilega vinsæll næturklúbbur
meðal smartsettsins í París. Ansi
erfitt að komast inn, raðir geta
verið langar og fastagestir eru það
sem Frakkar kalla „bobo“ – fallegt
og frægt fólk. Besta tónlistin er á
þriðjudagskvöldum. Samkvæmt
facebook-prófílnum er ekkert víst
að þú komist inn „af því þú ert
rokkstjarna, faðir einhvers, sonur
einhvers, ríkur eða þjóðhetja“. Þú
kemst bara inn ef dyraverðinum líst
á þig. -amb/jma
Le Rouge er nýr og ævintýralegur veitingastaður í Stokkhólmi en matreiðslan þar og umhverfið er franskættað.
9
EINSTAKT GOLFÆVINTÝRI Á NÝJUM OG
SPENNANDI SLÓÐUM
Gist í tvær nætur á hinu glæsilega hóteli Lord
Nelson**** í Halifax þar sem spilað verður á Glen
Arbour golfvellinum (www.glenarbour.com) í tvo
daga. Síðan er gist í tvær nætur á hinu frábæra
golfhóteli Digby Pines Golf Resort and Spa****
og spilað golf í tvo daga (www.digbypines.ca).
Auk þess að spila golf á Digby Pines Golf Resort
má einnig gera ýmislegt fleira sér til skemmtunar
og heilsubótar.
Golfkennari frá Pro Golf verður fararstjóri og einnig
til taks fyrir þá sem þurfa á leiðbeiningum að halda.
+ Nánari upplýsingar um þessa spennandi ferð á
www.icelandairgolfers.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
4
12
73
2
/0
8
GOLFFERÐ
TIL HALIFAX
VERÐ 99.900 KR.
Á MANN Í TVÍBÝLI
15.–19. MAÍ