Fréttablaðið - 24.02.2008, Page 72
20 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR
V
egleg bók með myndum úr sýn-
ingunni lítur dagsins ljós um helg-
ina hjá útgáfufyrirtæki Kristjáns
B. Jónassonar og Snæbjörns Arn-
grímssonar sem nefnist Crymog-
ea. Auk myndanna er í bókinni að finna tvær
innblásnar greinar eftir Þorvald Örn Krist-
mundsson ljósmyndara og Jón Kaldal, rit-
stjóra Fréttablaðsins, um stöðu fréttaljós-
myndunar. Þeir eru hvor með
sitt sjónarmiðið; sá fyrrnefndi
segir að fréttaljósmynun sé dauð
og íslensk blöð metnaðarlaus en
sá síðarnefndi að myndavéla-
væðing heimsins muni gjör-
breyta stöðu fréttaljósmyndun-
ar.
„Fréttaljósmyndin á hins
vegar erfitt uppdráttar. Ekki
bara nú síðustu misserin, heldur
hefur hún verið í kreppu undan-
farin ár. Hvað veldur? Sparnað-
ur á fjölmiðlum er einn þáttur.
Það þykir full boðlegt að bjarga
sér með ódýrum og afspyrnulélegum mynd-
um sem standa hvarvetna til boða. Ekki virð-
ist skipta máli að vera á staðnum enda gæti
það kostað of mikið. Það er ekki lengur mikil-
vægt að ná flottri fréttamynd, mynd sem
grípur áhorfandann, fangar augnablikið, fær
fólk til að staldra við. Það er ekki nokkurra
þúsundkalla virði,“ skrifar Þorvaldur Örn
Kristmundsson ljósmyndari.
„Það er í þessu samhengi sem
myndavélavæðing heimsins hefur
búið til keppinauta sem fréttaljós-
myndarar okkar tíma eru dæmdir
til að tapa fyrir, að minnsta kosti
við ákveðnar aðstæður. Þegar
fyrsta verk fórnarlamba hryðju-
verkaárásar er að grípa úr vasan-
um myndavélasíma og taka mynd-
ir af því sem fyrir augu ber, þarf
ekki að fjölyrða um að enginn
fréttaljósmyndari getur fangað
angist og ógn slíkrar nálægðar í
tíma og rúmi,“ skrifar Jón Kaldal,
ritstjóri Fréttablaðsins.
Að fanga eitt augnablik
Árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands var opnuð í Gerðarsafni í gær og veitt voru
verðlaun fyrir blaðamyndir ársins. Hér má sjá framlag Fréttablaðsins í ár.
HÆTTI SÉR OF NÁLÆGT Kvenkyns býfluga ræðst hér á
geitung sem hætti sér of nálægt hunangsbúi hennar í
Húsdýragarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
LIPRAR Í LOFTINU Útskriftarnemar í Klassíska listdansskólanum í loftinu, en þetta var hluti af útskriftarverki þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEIMSMET Í VATNSBYSSUSTRÍÐI Mynd Vilhelms Gunnarssonar varð hlutskörpust í flokknum Daglegt líf. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM