Fréttablaðið - 24.02.2008, Side 80

Fréttablaðið - 24.02.2008, Side 80
28 24. febrúar 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgj- ast með hádramatískum harm- leik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðn- ingu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu. Steininn hefur síðan algjörlega tekið úr síðustu daga og verður ekki lengur orða bundist. Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÍ, varð sjálfum sér og handknattleiksforystunni til háborinnar skammar í þættin- um Utan vallar á Sýn. Fyrir það fyrsta var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og alls ekki í því ástandi sem menn eiga að vera þegar þeir fara í sjónvarps- viðtöl fyrir hönd handknattleiks- forystunnar. Maðurinn var ölvaður. Það getur undirritaður staðfest enda var hann á staðn- um. Það geta fleiri einnig stað- fest sem voru á staðnum. Hegðun hans í þættinum er síðan kapitúli út af fyrir sig. Þar ræðst Þorbergur mjög ómaklega að sumum af bestu drengjum handboltans. Þess utan braut hann trúnað við stjórn sem og þá þjálfara sem hafa verið í viðræð- um við HSÍ. Það er háalvarlegt. Neita að axla ábyrgð Stjórn HSÍ beit síðan höfuðið af skömminni með því að taka ekki föstum tökum á málinu á neyðar- fundi síðasta föstudag. Þess í stað var ákveðið að stinga höfðinu í sandinn. Þorbergur sjálfur hefði þess utan átt að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar. Með því hefði hann séð til þess að HSÍ héldi ein- hverjum trúverðugleika en niðurstaðan er álitshnekkir fyrir sambandið, sem er nú rúið öllum trúverðugleika. Handknattleiksforystan sýndi svo um munaði með viðbrögðum sínum að hún er ekki starfi sínu vaxin. Þær útskýringar að Þor- bergur hefði verið þarna sem persónan Þorbergur en ekki stjórnarmaðurinn Þorbergur halda engu vatni og eru í raun svo barnalegar að það tekur engu tali. Ef Þorbergur hefði eingöngu tjáð sig um sinn landsliðsþjálfara- feril og handboltann almennt hefði þessi afsökun gengið. Hann talaði aftur á móti um nánast ekk- ert annað en málefni HSÍ. Ekki bara innri málefni sambandsins heldur þau allra innstu. Þessi málsvörn HSÍ er líklega sú slak- asta síðan Maradona sagði hendi Guðs hafa skorað frægt mark gegn Englendingum á HM 1986. Þorbergur segir að HSÍ hefði orðið við öllum kröfum þeirra Dags og Arons en þeir hafi samt sagt nei. Það skilur hann ekki. Hann gleymir því aftur á móti að þegar menn ákveða að þiggja störf skoða þeir einnig vinnu- umhverfið og ekki síst þá ein- staklinga sem þeir þurfa að vinna með. Má segja að ástandið innan herbúða HSÍ hafi kristallast í hegðun Þorbergs og stjórnar- innar síðustu daga og ég lái þess- um mönnum ekki að hafna starf- inu. Hver vill vinna með einstakl- ingum sem koma svona fram og öðrum sem leggja blessun sína yfir slíka framkomu? Þessi fram- koma er á allan hátt óverjanleg og til háborinnar skammar. HSÍ stendur nú eftir án þjálfara, trú- verðugleika og virðingar. UTAN VALLAR HENRY BIRGIR GUNNARSSON SEGIR SÍNA SKOÐUN Harmleikur handknattleikssambandsins Fram og Haukar mætast í toppbaráttuleik N1-deildar karla í handbolta í Framhúsinu í Safamýri kl. 16 í dag. Liðin skildu jöfn 29-29 í Framhúsinu í lok september og Haukarnir unnu 26-20 tæpum mánuði síðar að Ásvöllum í N1-deildinni fyrr í vetur. Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi leik- maður Fram og núverandi leikmaður Hauka, telur leikinn afar mikilvægan fyrir bæði lið. „Eins og þetta er að spilast er þetta bara einn af úrslitaleikjum N1-deildar- innar, það er nokkuð ljóst. Við erum búnir að tapa þremur stigum upp á síðkastið og gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu mikilvægur þessi leikur er upp á framhaldið. Ef við vinnum komum við okkur aftur í þægilega stöðu til að anda aðeins og við stefnum að sjálfsögðu að sigri eins og alltaf,“ sagði Gunnar Berg, sem telur Haukaliðið ekki endilega vera að koma á óvart með því að sitja á toppi deildarinnar. „Við stefndum alltaf að því að vera í toppbaráttunni og það er eitt af því sem þjálfarinn Aron Kristjánsson kom með inn í Haukaliðið, það er þessi sigurvilji og þetta sigurhugarfar,“ sagði Gunnar Berg og Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, er ekki síður hrifinn af áhrifum þjálfara síns Ferenc Antal Buday á Fram-liðið. „Ég er gríðarlega ánægður með Ferenc og hann er að koma með nýjar æfingar inn í þetta og jafnvel æfingar sem maður hefur ekki kynnst áður á Íslandi,“ sagði Andri Berg, sem er gamall FH-ingur og á því ekki í miklum erfiðleikum með að gíra sig upp í leikinn gegn Haukum. „Ég hef nú reyndar ekki verið mjög sigursæll gegn Haukaliðinu í gegnum tíðina og hef fulla löngun til að breyta því með Fram í framtíðinni. Bæði við og Haukar höfum verið að spila fastan varnarleik og fínan sóknarleik í deildinni og ég held að þessi leikur verði klárlega einn af leikjum ársins,“ sagði Andri Berg að lokum. GUNNAR BERG ÚR HAUKUM OG ANDRI BERG ÚR FRAM: VERÐA Í ELDLÍNUNNI Í STÓRLEIK Í FRAMHÚSINU Í DAG Klárlega einn af leikjum ársins í N1-deildinni Enska úrvalsdeildin: BIRMINGHAM CITY - ARSENAL 2-2 1-0 James McFadden (28.), 1-1 Theo Walcott (49.), 1-2 Walcott (55.), 2-2 McFadden, víti (95.). FULHAM - WEST HAM UNITED 0-1 0-1 Nolberto Solano (87.). LIVERPOOL - MIDDLESBROUGH 3-2 0-1 Tuncay Sanli (9.), 1-1 Fernando Torres (28.), 2-1 Fernando Torres (29.), 3-1 Fernando Torres (61.), 3-2 Stewart Downing (83.). PORTSMOUTH - SUNDERLAND 1-0 1-0 Jermain Defoe (69.). WIGAN ATHLETIC - DERBY COUNTY 2-0 1-0 P. Scharner (60.), 2-0 Antonio Valencia (84.) NEWCASTLE - MAN. UTD 1-5 0-1 Wayne Rooney (25.), 0-2 Cristiano Ronaldo (45.), 0-3 Cristiano Ronaldo (56.), 1-3 Diagne Faye (78.), 1-4 Wayne Rooney (80.), 1-5 Louis Saha (90+1). STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: Arsenal 27 19 7 1 56-20 64 Man. Utd 27 19 4 4 55-15 61 Chelsea 26 16 7 3 38-17 55 Liverpool 26 12 11 3 43-19 47 Everton 26 14 5 7 41-23 47 ------------------------------------------------------------ Bolton 26 6 7 13 26-35 25 Birmingham 27 5 8 14 27-40 23 Reading 26 6 4 16 30-53 22 Fulham 27 3 10 14 25-45 19 Derby County 27 1 6 20 13-57 9 ÚRSLIT > Eggert tryggði Hearts sigur Landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson tryggði skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts 1-0 sigur á einu af toppliðum deildarinnar, Motherwell. Eggert átti langskot að marki sem fór í Stephen Craigan, fyrirliða Motherwell, og í markið. Markið var skrifað á Craigan. Hearts fór fyrir vikið í sjöunda sæti deildarinnar en sex efstu liðin komast í keppni um skoska titilinn á meðan þau sex neðstu keppa um að sleppa við fallið. HANDBOLTI Þorbergur Aðalsteins- son sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann biðst afsökun- ar á því að hafa brotið trúnað við HSÍ og þá Dag Sigurðsson, Geir Sveinsson og Aron Kristjánsson með orðum sínum í þættinum Utan vallar á Sýn. Hann biður Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóra HSÍ, einnig afsökunar vegna orða um samskipti Einars og Ólafs Stefánssonar. Þorbergur ítrekar í yfirlýsing- unni að hann hafi mætt í þáttinn sem áhugamaður um handbolta en ekki sem stjórnarmaður HSÍ sem hann er. - hbg Yfirlýsing frá Þorbergi: Biður menn afsökunar FÓTBOLTI Man. Utd minnkaði for- skot Arsenal á toppi úrvalsdeildar- innar í þrjú stig í gær. Þá lagði United lið Newcastle, 1-5, á St. James‘s Park á meðan Arsenal varð að sætta sig við jafntefli, 2-2, gegn Birmingham. Fernando Torres fór svo á kostum með Liver- pool gegn Middlesbrough þar sem hann skoraði þrennu í 3-2 sigri. Það hreinlega rauk úr Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir leik- inn í gær. Martin Taylor braut hrottalega á Eduardo da Silva eftir aðeins þrjár mínútur. Framherj- inn brotnaði svo illa að ekki var hægt að sýna í sjónvarpi. Hann spilar ekki meira á leiktíðinni og kemur líklega ekki til baka fyrr en seint á þessu ári. „Þessi maður ætti aldrei aftur að spila fótbolta. Hvað er hann eiginlega að gera á fótboltavelli? Ég hef lengi sagt að lið líti svo á að þau þurfi að sparka okkur niður til að eiga möguleika og því kemur þetta mér ekki á óvart,“ sagði Wenger alveg brjálaður. Alex McLeish, stjóri Birming- ham, sagði að Taylor væri með böggum hildar vegna atviksins. „Drengurinn er í molum yfir þessu. Það er ekki í eðli hans að meiða leikmenn,“ sagði McLeish. Leikurinn var annars dramat- ískur en jöfnunarmark Birming- ham kom úr vítaspyrnu þegar rúmar fjórar mínútur voru komn- ar fram yfir venjulegan leiktíma. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var eðlilega himinlifandi með frammistöðu sinna manna. „Miðj- an var fersk hjá okkur en hæfi- leikar framherjanna sáu um þenn- an leik fyrir okkur enda voru framherjarnir stórkostlegir. Við hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég er mjög sáttur enda aldrei auð- velt að koma hingað,“ sagði Fergu- son kátur. Fernando Torres sá til þess að Liverpool komst aftur í fjórða sæti deildarinnar með þrennunni sem hann skoraði gegn Middles- brough. Hann hefur nú skorað 21 mark í deildinni en þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem framherji Liverpool skorar yfir tuttugu mörk á tímabili. „Það er ekki auð- velt fyrir erlenda leikmenn að aðlagast ensku deildinni hratt og örugglega en Torres hefur gert það frábærlega. Hann hefur kraft og getur gengið frá hvaða varnar- manni sem er með hraða sínum,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liver- pool, um stjörnuframherjann sinn. henry@frettabladid.is Wenger vill lífstíðarbann Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill að Martin Taylor, leikmaður Birmingham, verði settur í lífstíðarbann eftir ruddatæklingu hans sem mölbraut fót Eduardos da Silva. Arsenal gerði jafntefli í leiknum. Man. Utd minnkaði forskotið. Í LOSTI Cesc Fabregas sá manna fyrstur hversu illa Eduardo var meiddur og hann greip fyrir andlit sér og gat ekki horft á. Leikmenn Arsenal voru hreinlega í losti næstu mínútur eftir meiðslin hræðilegu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.