Fréttablaðið - 24.02.2008, Page 83

Fréttablaðið - 24.02.2008, Page 83
SUNNUDAGUR 24. febrúar 2008 31 Golf meðExpress ferðum Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Tilvalin gjöf á konudaginn! Golfkennsla á Alicante fyrir byrjendur og lengra komna. Í boði er einkakennsla og hópkennsla, stakir tímar og þátttaka í golf- skóla alla vikuna, allt eftir þörfum hvers og eins! Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 7 nætur á 5* hóteli með morgunverði, 5 golfhringir m/golfbíl á Alicante Golf, fríir æfingarboltar, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. 2.–9. apríl og 9.–16. apríl Golfkennsla: Jón Karlsson 105.700 kr. Verð á mann í tvíbýli KÖRFUBOLTI Bikarmeistarar Hauka og Grindavík mætast í Laugardals- höllinni klukkan tvö í dag í úrslita- leik Lýsingarbikars kvenna og getur Grindavík þar unnið sinn fyrsta bikarúrslitaleik en Haukarn- ir geta hins vegar unnið hann annað árið í röð. Haukastelpur hafa unnið bikar- inn tvisvar á síðustu þremur árum auk þess að vinna þrjá síðustu bikar úrslitaleiki sína í Höllinni. Á sama tíma hafa Grindavíkurkonur farið þrisvar sinnum heim með silfrið. Það er því óhætt að segja að þessi félög eigi ólíkar minningar úr Laugardalshöllinni síðustu árin. Grindavík hefur farið illa með Haukaliðið í síðustu tveimur leikj- um, vann með 19 stigum á Ásvöll- um í desember og svo með 14 stig- um í Grindavík í janúar í síðasta leik liðanna. Haukarnir hafa lítið ráðið við Tiffany Roberson í þess- sum leikjum en hún hefur skorað 57 stig, tekið 29 fráköst og hitt úr 22 af 31 skoti sínum í þeim. Grinda- vík hefur einnig þegar slegið Haukana út úr bikarnum því Grindavík vann b-lið Hauka, 55-94, í sextán liða úrslitunum en í síð- ustu tveimur leikjum hafa Grinda- víkurstelpurnar slegið út tvö af efstu liðum deildarinnar, KR og Keflavík. Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrir- liði Hauka, er eini leikmaður Haukanna sem hefur spilað í báðum úrslitaleikjunum sem liðið hefur unnið síðustu þremur árum en Svanhvít Skjaldardóttir var í hópnum í báðum leikjum. Unnur Tara Jónsdóttir, Bára Fanney Hálf- danardóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir og Ragna Margrét Brynjars dóttir spiluðu allar með í fyrra. Grindvíkingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og Jovana Lilja Stefáns- dóttir eru einu leikmenn Grinda- víkur sem spiluðu í úrslitaleikjum liðsins 2005 og 2006. Petrúnella Skúladóttir og Alma Rut Garðars- dóttir spiluðu báðar í leiknum fyrir tveimur árum. Fréttablaðið heyrði í nokkrum leikmönnum í deildinni og þær voru allar á því að Grindavík myndi vinna leikinn og að Tiffany Rober- son yrði maður leiksins. - óój Ólíkt gengi hjá Haukum og Grindavík í bikarúrslitaleikjum kvenna síðustu árin: Spá allar Grindavík titlinum FYRIRLIÐARNIR Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka og Jovana Lilja Stefánsdóttir, fyrirliði Grindavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVERNIG FER LEIKURINN? HVER VERÐUR MAÐUR LEIKSINS? Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, fyrir- liði Keflavíkur: Grindavík vinnur með 1 stigi. Tiffany Roberson. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR: Grindavík vinnur með 12 stigum. Tiff- any Roberson. Signý Hermannsdóttir leikmaður Vals: Grindavík vinnur með 5 stigum. Tiffany Roberson. Gréta María Grétarsdóttir, spilandi þjálfari Fjölnis: Grindavík vinnur með 15 stigum. Tiffany Roberson. Fanney Lind Guðmundsdóttir leik- maður Hamars: Grindavík vinnur með 3-4 stigum. Tiffany Roberson. KÖRFUBOLTI Fimm af síðustu sex úrslitaleikjum hafa annað hvort farið í framlengingu eða unnist með þremur stig- um eða minna. Leikirnir 2002 og 2003 fóru alla leið í fram- lengingu en Haukakonur hafa unnið sína tvo titla á undanförn- um þremur árum með naumum mun. Haukaliðið vann Grindavík 72- 69 árið 2005 og Keflavík með aðeins einu stigi í fyrra, 78-77. Keflavík vann síðan KR með þremur stigum 2004, 72-69, en eini leikurinn sem hefur ekki ráðist á loka- sekúndunum er þegar ÍS vann 15 stiga sigur á Grindavík, 88-73, fyrir tveimur árum. - óój Bikarúrslitaleikir kvenna hafa verið fjörugir: Búist við spennuleik DRAMATÍK Haukar unnu Keflavík með aðeins einu stigi í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.