Fréttablaðið - 29.02.2008, Side 10

Fréttablaðið - 29.02.2008, Side 10
 29. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR TYRKLAND, AP Þrýstingur eykst stöðugt á tyrknesk stjórnvöld að draga herlið sitt til baka frá norð- urhluta Íraks. Vika er síðan tyrk- neski herinn réðist yfir landamær- in til að uppræta þar sveitir uppreisnarmanna Kúrdíska verka- mannaflokksins, PKK. Tyrknesk sendinefnd var send til Bagdad, höfuðborgar Íraks, til að reyna að sefa vaxandi reiði vegna innrásarinnar. Degi fyrr fordæmdu írösk stjórnvöld innrásina og kröfð- ust þess að herlið Tyrkja yrði tafar- laust kallað heim. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að árásinni yrði að ljúka fljótlega: „Tyrkir verða að hafa hraðann á, ná fram markmiði sínu og koma sér út.“ Hann sagði þó að enginn hefði hag af því að PKK hefði athvarf neins staðar. Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Robert Gates, kom til Ank- ara, höfuðborgar Tyrklands, á mið- vikudag með þau skilaboð frá leiðtogum ríkja Atlantshafsbanda- lagsins til tyrkneskra stjórnvalda að þau kölluðu allt herlið sitt heim á næstu dögum. „Það er mjög mikil- vægt að Tyrkir hafi þessa aðgerð eins stutta og hægt er og fari síðan. Þeir þurfa að taka tillit til fullveldis Íraks. Ég met svo að stutt merki daga, eina eða tvær vikur, eitthvað þvíumlíkt, ekki mánuði.“ Recep Tayyip Erdogan, forsætis- ráðherra Tyrklands, átti fund með Gates og sagði þar að „tyrkneska herliðið sneri til baka eftir að hafa náð fram markmiðum sínum“. Hundruð háskólanema söfnuð- ust saman í Kúrdaborginni Irbil í Írak til að mótmæla atlögu tyrk- neska hersins á hendur uppreisn- armönnum PKK. Héldu þeir á kúr- dískum fánum og borðum sem á stóð: „Við styðjum andstöðu ykkar gegn tyrkneska hernum,“ og „Tyrk- ir verða að kalla herinn heim.“ - sdg/gb Þrýst á Tyrki um að ljúka hernaði í Írak Vika er síðan tyrkneski herinn réðst inn í Írak gegn kúrdískum uppreisnarsveit- um. Bandaríkjamenn hvetja Tyrki til að ljúka hernaði sínum þar sem fyrst. © GRAPHIC NEWS INNRÁS TYRKJA Í ÍRAK Tyrkir hafa sagt að ekkert sé ákveðið um það hvenær hernaði þeirra gegn kúrdum í Írak muni ljúka. Bæði bandarískir og íraskir ráðamenn leggja hart að Tyrkjum að ljúka aðgerðunum af ótta við að átökin breiðist út. T Y R K L A N D 3.000 til 10.000 manna árásar- herlið Dijarbakir Mótmæli í þágu kúrda Héröð þar sem kúrd- ar hafa gert árásir SÝRLAND Cukurca: Fjölmennt herlið, harðir bardagar í Zip-dalnum Bamerne: 1.200 tyrkneskir hermenn Um 3.500 her- skáið PKK-liðar með bæki- stöðvar í Írak Kandil-fjall: Höfuðvígi PKK SULAÍMANÍJAÍ R A K ÍRAN Tígris- fljót Mannfall: Frá 21. feb: PKK 230 Tyrkjaher 24 Frá 1984: 33.000 Heimild: Fréttastofur 50 km 30 mílur AÐALFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF. 2008 DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins ef borist hafa. 5. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 7. Kosning stjórnar félagsins. 8. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags). 9. Önnur mál löglega fram borin. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til stjórnar félagsins, aðalskrifstofu á Reykjavíkurflugvelli, skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Óski hluthafi eftir að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum skal ósk hans komið skriflega til aðalskrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis viku fyrir fundinn, en verða síðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. Stjórn Icelandair Group hf. Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2008 kl. 16.00 að Hilton Reykjavík Nordica hotel. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 13 45 0 2/ 08 TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B Engin útborgun, engin fjárbinding, aðeins mánaðarlegar greiðslur. TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo gólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.