Fréttablaðið - 29.02.2008, Side 27

Fréttablaðið - 29.02.2008, Side 27
][ Norður-Noregur hefur ýmislegt að bjóða ferðamönnum, svo sem stórbrotna náttúru, nyrsta odda Evrópu, veiðar og aðra útivist bæði að sumri sem vetri. Gamanið kostar þó sitt. Í yfir 300 ár hafa ferðamenn tíðk- að komur sínar á nyrsta odda Evr- ópu, sem fyrir daga skipulagðrar ferðamennsku bar nafnið Knyska- nes en er nú þekkt um víða veröld undir nafninu Nordkapp. Það nafn er reyndar norsk aðlögun enska heitisins, North Cape, sem enski könnuðurinn Richard Chancellor gaf hinu 307 m háa bjargi þegar hann árið 1553 sigldi fram hjá því þar sem það skagar út í nyrsta haf. Þótt ætla megi að skipaumferð framhjá Nordkapp aukist til muna ef Norðaustur-siglingaleiðin skyldi opnast þá er hún töluverð nú þegar, enda stórar rússneskar hafnarborgir þar austur af. Auk þess gengur Hurtigruten-strand- siglingaferjan norska allan ársins hring alla leið norður og austur að Kirkjunesi við rússnesku landa- mærin, með viðkomu í öllum helstu byggðarlögum á hinni löngu leið um stórskorna strandlengju Noregs. Að því ógleymdu að fisk- veiðar eru enn helsta lífsviður- væri íbúa Finnmerkur og fiskiskip því mörg, enda gjöful fiskimið á norðurslóð eins og kunnugt er. Fyrir Íslendinga í ferðahug er vert að vita að frá höfninni í Björg- vin, þar sem Norræna hefur við- komu í viku hverri, til Nordkapp eru 2.311 vegkílómetrar. Stór hluti þessarar vegalengdar er seinfar- inn, enda er norskt landslag lítt til landsamgangna fallið. Þeim sem hafa hug á að ferðast á eigin bíl um Noreg skal því bent á þann möguleika að leggja hluta leiðar- innar að baki um borð í Hurtigru- ten-ferju. Þá er auðvitað einnig hægt að fljúga. Næsta flugbraut við Nord- kapp er við útgerðarbæinn Hun- angsvog á Magurey (Mageröya). Þangað er boðið upp á áætlanaflug á sumrin bæði frá Tromsö („höf- uðborg Norður-Noregs“) og Osló. Stærsti bærinn í grennd við Nord- kapp er annars Hammerfest, en þar er nú mikill uppgangur vegna vinnslu jarðgass af Mjallhvítar- svæðinu svonefnda. Þangað er hægt að fljúga og leigja bíl til að aka síðasta spölinn norður eftir og líta aðra töfra Finnmerkur augum í leiðinni. Svo sem hreindýrahjarð- ir sem gjarnan skoppa upp á þjóð- veginn fyrirvaralaust. Eins og engum ætti að koma á óvart þarf ferðamaður á þessar slóðir að hafa vel þroskað verðþol. Aki til dæmis tveir fullorðnir saman í bíl á Nordkapp kostar það um 9.000 íslenskar krónur bara í gangatoll og aðgangseyri. Þessi gjaldheimta bætist semsé ofan á allan annan kostnað við ferðalagið. Þeim sem þekkja íslenskt ann- nesjaloftslag ætti heldur ekki að koma á óvart, að þótt gott veður sé inni í landi þá er oft þoka og rok úti á nyrsta tanga Evrópu. Heim- sókn þangað svíkur þó engan, enda er það sérstök tilfinning að hafa stigið fæti á ystu mörk okkar eigin heimsálfu, norðan við 71. breidd- argráðu. audunn@frettabladid.is Nánari upplýsingar: www.reisnordover.no www.visitnorthcape.com www.finnmark.com www.hurtigruten.no Á norðurodda Evrópu Knyskanes, eða Nordkapp, er nyrsti oddi Evrópu. Bjargið er 307 metra hátt. NORDICPHOTOS/GETTY Skíðaferðir er hægt að fara innanlands í veðurfarinu þessa dagana. Ekki þarf heldur að leita langt yfir skammt heldur fara á gönguskíðum í stuttar gönguferðir kringum hverfið. 71°10‘21‘‘N: Gestir á Nordkapp skilja gjarnan einhver skilaboð eftir sig. LJÓSMYND/AUÐUNN ARNÓRSSON - Styrkir bak og kvið - Aukinn styrk - Eykur orku og þol - Losar spennu - Æfir djúpa öndun Leitið upplýsinga í síma 895 9016 eða so@hive.is Nýtt! Rope yoga Eiðistorgi Ný námskeið hefjast 3 - 6 mars. 2008 Þráin er fræ sköpunarinnar - Vertu breytingin - Lifðu í núinu Iðkun Rope Yoga gefur þér:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.