Fréttablaðið - 29.02.2008, Side 32

Fréttablaðið - 29.02.2008, Side 32
BLS. 4 | sirkus | 29. FEBRÚAR 2008 „Gabríel bað mín fyrir framan fjölskylduna sína á aðfangadagskvöld. Hann byrjaði á því að halda ræðu og dró síðan upp hringinn og ég sagði auðvitað strax já. Þetta var mjög rómant- ískt en ekki beint frumlegt þar sem besti vinur Gabriels hringdi í okkur á jóladag og sagði okkur frá því að hann hefði trúlofast sinni heittelskuðu sama kvöld,“ segir Tanja Sif Árna- dóttir, sölufulltrúi hjá Glitni og brúður, en hún og unnusti hennar Gabriel Filippusson Patay, smiður og fjallaleiðsögumaður, ganga í það heilaga í dag í kirkjunni á Búðum. Þau segja að dagurinn hafi verið valinn fyrir tilviljun en þau eiga von á barni í apríl og fannst mikilvægt að vera gift þegar barnið kæmi. Kynni þeirra voru afar rómantísk þar sem íslensk veðrátta átti hlut að máli. „Við hittumst í fyrsta skipti í Krambúðinni á Skólavörðustígnum en Gabríel bauð mér far þar sem það var mikil snjókoma úti. Ég bjó nánast við hliðina á búðinni en þáði farið þar sem hann var fallegasti maður sem ég hafði á ævi minni séð,“ segir Tanja með blik í augum. „Farið varð síðan að bíltúr, þar sem við þá bláókunnugir einstaklingar ræddum um allt á milli himins og jarðar. Næst þegar við hittumst small þetta saman eins og örlögin hefðu ráðið ferðinni,“ bætir Tanja við. Gabriel hefur ferðast um allan heiminn og lent í alls kyns ævintýrum og það kemur því engum á óvart að plön brúðhjónanna um brúðkaupsaf- mælin bera með sér framandi anda og ævin- týri. „Eflaust munum við halda upp á brúð- kaupsafmæli okkar á fjögurra ára fresti. Við erum þegar farin að velta því fyrir okkur að halda upp á það með því að ferðast til fram- andi landa, til dæmis fara á suðurpólinn eða til Sahara-eyðimerkurinnar,“ segir Gabríel að lokum. Við óskum brúðhjónunum til hamingju með daginn. bergthora@365.is Tanja Sif Árnadóttir og Gabríel Filippusson Patay ganga í það heilaga á hlaupársdag Brúðkaupsafmæli á fjögurra ára fresti Razzmopolitan Drykkur helgarinnar er Razzmopolitan á 101 Hótel en veitingastaður hótelsins býður upp á úrval kokkteila sem eru hver öðrum betri. Fullkominn endir á vikunni eða góð byrjun á kvöldinu – hvernig sem á það er litið. DRYKKUR HELGARINNAR TANJA OG TILVONANDI EIGINMAÐUR HENNAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.