Fréttablaðið - 29.02.2008, Síða 36

Fréttablaðið - 29.02.2008, Síða 36
BLS. 8 | sirkus | 29. FEBRÚAR 2008 k- án þess að horfa á kvik- myndina La vie en rose sem byggð er á ævi- sögu frönsku söngkonunn- ar Edith Piaf en myndin kom nýlega á myndbanda- leigur. Feg- urð myndar- innar er slík í tónum, myndmáli og yfirburða leik að hún lætur engann ósnortinn. Fullkom- inn endir á vikunni. nema að leggja fyrstu drög að sumar- fríinu, slík plön geta lyft sálartetrinu upp í hæstu hæðir. Í stað þess að blóta hálkunni getur þú ímyndað þér hvítan sand, pálmatré og frosna margarítu við sundlaugarbakkann í heitu landi. Slíkar draumsýnir geta glætt hversdagsleikann gleði og ham- ingju. án þess að fara í einn góðan bíltúr með fjölskyldunni. Hver man ekki eftir sunnudagsbíltúrunum hérna áður fyrr sem að vísu kostuðu ekki jafn mikinn skilding og í dag en voru endurnær- andi og mikilvæg samverustund fjöl- skyldunnar í amstri hversdagsins. nema að fara í leikhús. Sjaldan hafa verið jafn margar spennandi sýning- ar á fjölunum líkt og nú þar sem fjöl- breytni í verkefnavali virðist vera alls- ráðandi. nema að gera eitthvað sem þig hefur lengi dreymt um en hefur ekki lagt í. Nú er tíminn! Það þarf enginn að gæsa eða steggja til að geta leyft sér að missa tökin. Skelltu í þér í mat- vöruversl- un uppáklædd sem kanína eins og ekkert sé sjálf- sagðara og hver veit nema þú rek- ist á góðkunningja úr fortíðinni. Farðu í Kringluna á laugar- degi með knippi af hjartablöðrum og kysstu hvern ein- asta mann sem þú sérð og segðu að þú elskir, góð leið til að losa um tilfinningar. þú kemst ekki í gegnum vikuna … Þ egar Regína Ósk var lítil stelpa dreymdi hana um að slá í gegn. Hún dans-aði og söng sig í gegnum Árbæjarskóla, söng ein- söng með kórnum og var ákaflega virk í félagslífinu. „Ég hef alltaf verið athyglissjúk og þegar ég var lítil sá ég það í hillingum að koma fram. Ef ég fór á tónleika eða á fimleikasýningar þá lék ég þetta allt eftir þegar ég kom heim. Samt er athyglissýkin svolítið í leyni hjá mér, er ekki að flagga henni neitt sérstaklega,“ segir hún og hlær og bætir því við að hún hafi verið svo- lítið ofvirk og sé líklega enn. „Maður þarf að vera svolítið ofvirkur í þess- um bransa því það gerist ekkert með því að sitja heima.“ Eftir Menntaskól- ann við Hamrahlíð lærði hún djass- söng í FÍH hjá Tenu Palmer. Í dag er hún yfirkennari í söngskóla Maríu Bjarkar ásamt því að vera söngkona í fullu starfi. Hún er alsæl með að hafa komist alla leið í undankeppninni fyrir Eurovision en hún hefur þrisvar sinnum farið út fyrir Íslandshönd en alltaf sungið bakrödd. Hún fór til Köben 2001 með Angel, til Riga 2003 með Birgittu Haukdal og til Úkraínu 2005 með Selmu Björnsdóttur. „Þetta eru ótrúlega skemmtilegar ferðir og öðruvísi en allt sem maður hefur prófað,“ segir hún dreymin á svip og segist hlakka mikið til. „Ég ætlaði mér alltaf að komast alla leið en ég var ekkert að tala um það þegar ég var í bakraddahlutverkinu. Ég hélt bara mínum markmiðum og gerði þetta skipulega. Líf mitt snýst þó alls ekki bara um Eurovision. Síðastliðin ár hef ég byggt upp minn söngferil og gefið út þrjár plötur. Á Íslandi fær maður ekki mörg tækifæri að syngja fyrir alla þjóðina og því er Eurovision frábær vettvangur. Þetta er rosaleg reynsla og frábært fyrir söngvara að æfa sig að koma fram í sjónvarpi.“ Eurobandið verður til Fyrir tveimur árum stofnuðu Regína Ósk og Friðrik Ómar Eurobandið. Sú hljómsveit er sérstök að því leytinu til að hún spilar eingöngu gömul og ný Eurovision-lög. Hún segir Friðrik Ómar miklu meira Eurovision-nörd en hún sjálf og hann viti ótrúlegustu hluti um keppnirnar sem voru haldnar löngu áður en þau fæddust. Þegar Eurovision-keppnin er rædd nánar kemur þó í ljós að áhugi henn- ar á keppninni er eiginlega móður hennar að kenna. „Mamma lét okkur systkinin alltaf horfa á keppnina og bjó til sanna fjölskyldustemningu í kringum hana. Á Eurovisionkvöldum var poppað og keyptur Kentucky,“ segir hún og hlær. Síðan bandið var stofnað hefur verið brjálað að gera hjá þeim. Þau hafa spilað á árshátíð- um og öðrum skemmtunum. Síðustu mánuði hafa þau spilað um hverja helgi á Broadway og því var þau komin í þrusuþjálfun þegar þau tóku þátt í undankeppninni. „Það er samt svolítið skondið að fólk fattar ekki alltaf að við spilum bara Eurovision- lög af því að það er til svo mikið af skemmtilegum lögum sem hafa verið í keppninni. Þetta spannar allan skal- ann, rapp, popp og diskó.“ Regína segir að uppáhalds Eurovisionlagið sitt sé, All Kinds of Everything með Dönu, en hún syngi það aldrei á böll- um því það sé svo rólegt. „Þegar kemur að ballvænu lögunum þá er það lagið með Ruslönu. Mér finnst ógeðslega gaman að syngja það og það verður allt kreisí á böllunum þegar við spilum það.“ Undirbúningur í hámarki Þótt síðustu vikur hafi verið anna- samar í lífi Regínu Óskar segir hún að það sé engin hvíld framundan. Á næstu vikum þurfa þau að undirbúa lagið, gera efni fyrir blaðamenn sem þau taka með sér út og fara í mynda- tökur svo fátt eitt sé nefnt. Þegar hún er spurð út í hvernig atriðið verði í Serbíu segir hún að það eigi eftir að koma í ljós. „Við verðum allavega að æfa atriðið það mikið að það streymi fram án þess að maður þurfi að hugsa hvað eigi að koma næst.“ Talið berst að fatavali „Ég var búin að kvíða fyrir því að finna mér dress fyrir kvöldið en svo var þetta ekkert mál. Skjöldur Alltaf verið athyglissjúk Söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir hlakkar til að fara til Serbíu og keppa í Eurovision fyrir Íslandshönd. Í viðtali við Mörtu Maríu Jónasdóttur talar hún um ást sína á Eurovision, barneignir og kjaftasögur. ÉG GET LÍTIÐ GERT Í ÞVÍ SEM FÓLK ER AÐ SEGJA UM MIG Á NETINU. MÉR FINNST ÓTRÚLEGT HVAÐ FÓLK LÆTUR ÚT ÚR SÉR Í SKJÓLI NAFN- LEYNDAR.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.